Sveitarstjórn

22. fundur 01. nóvember 2011 kl. 13:00

22. fundur haldinn  í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn  01.11.2011  í  Árnesi  kl. 13:00.

Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson,  Harpa Dís  Harðardóttir,  Oddur Guðni Bjarnason, og Björgvin Skafti Bjarnason.   Kristjana  H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.

Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

 

1. Fundargerð Fræðslunefndar Flúðaskóla 7. fundur haldinn  24.10.2011.
Fundargerð samþykkt.

 

2. Fundargerð Umhverfisnefndar 7. fundur haldinn 21.09.2011.
Fundargerð samþykkt.

 

3. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar 40. fundur haldinn 20.10.2011. jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingafulltrúa,  fundur nr. 71. haldinn  05.10.2011. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar  nr. 40 staðfest.
Afgreiðslufundargerð nr. 71 lögð fram.

 

4. Fundargerð Velferðarnefndar Árnesþings 2. fundur haldinn 12.10.2011.
Fundargerð Velferðarnefndar samþykkt og jafnframt samþykktar tillögur félagsmálastjóra um nýjar reglur um heimaþjónustu hjá Velferðarþjónustu Árnesþings.

 

5. Umhverfisstofnun: Tilnefning fulltrúa í Vatnasvæðanefnd. 
Sveitarstjórn tilnefndir Tryggva R. Steinarsson, Hlíð sem fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Vatnasvæðanefnd.

 

6. Ráðningarsamningur skólastjóra. 
Sveitarstjórn samþykkir ráðningarsamning við skólastjóra.

 

7. Málefni Þjórsárstofu. Björn G. Björnsson, Geir Borg, frá Gagarín, Ragna Sara Jónsdóttir, og Gerður Björk Kjærnested frá LV komu á fundinn og kynntu sínar tillögur um Þjórsárstofu og samvinnu um framtíðaruppbyggingu og rekstur.

 

8. Leigumál í Hólaskógi. Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi samstarf við núverandi staðarhaldara að gefnum ákveðnum skilyrðum.

 

9. Hugmynd að gjaldskrá á útleigu á fasteignum sveitarfélagsins. 
Ákveðið að vinna gjaldskrá betur.

 

10. Undirbúningur að vinnu við fjárhagsáætlun 2012. Ákveðið að halda almennan íbúafund  um forsendur fjárhagsáætlunar áður en vinnu við hana lýkur.

 

Mál til kynningar


A. Fundargerð stjórnar SASS -  447. fundur haldinn 07.10.2011.

B. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 207. fundur  haldinn 10.10.2011 og  208. fundur  haldinn 17.10.2011.

C. Fundargerð stjórnar  Skólaskrifstofu Suðurlands  134. fundur,  haldinn 06.10.2011.

D. Fundargerð Héraðsráðs 172. fundur  haldinn 12.10.2011.

E. Samþykkt frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ 12.10.2011.

 

Fleira ekki.  Fundi slitið kl. 17:00

 

Ítarefni fundar hér.