Sveitarstjórn

70. fundur 03. nóvember 2021 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
  • Einar Bjarnason
  • varaoddviti
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • í stað Björgvins Skafta Bjarnasonar
  • oddvita
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Sylvía Karen Heimisdóttir sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð

Varaoddviti stýrði fundinum og spurðist hann fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Sorpkort fyrirkomulag

Afgreiðslu frestað.

 

2. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun úttekt og niðurstaða

Á 62. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að leggja fram 12% stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, í 2 íbúðir við Skólabraut sem fyrirtækið Bæjartún íbúðafélag hses, hyggst byggja, ásamt 18% stofnframlagi frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Íbúðirnar átti að leigja tekju- og eignalágum leigjendum á vinnumarkaði. Ekki varð af úthlutum HMS til verkefnisins. Þar af leiðir verður ekkert af greiðslu stofnframlags frá sveitarfélaginu í verkefnið. Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar frá 69 fundi að taka jákvætt í stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses) á landsbyggðinni kom upp hugmynd um að sótt yrði um fyrir hönd hins óstofnaða félags um stofnframlag frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun v. byggingar á leiguíbúðum í sveitarfélaginu til tekjulægri eða eignalágum einstaklingum.

Lagt fram og kynnt. Sveitarstjóra falið að skoða nánari útfærslu í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 

3. Fjárhagsáætlun 2021 Sjóðstreymi

Óska eftir framlengingu á yfirdráttarheimild að fjárhæð 60.000.000 kr. til 18.02.2022. Þann 29.10.2022 er yfirdráttarheimild ónýtt.

Sveitarstjórn samþykkir að heimild til sveitarstjóra að framlengja yfirdráttarheimild óbreyttri ti 18.02.2022.

 

4. Fjárhagsáætlun 2022- Gjaldskrár

Teknar voru miklar umræður um gjaldskrárnar. Ákveðið var að fresta ákvarðanatöku til næsta fundar.

 

5. Fjárhagsáætlun 2022

Sveitarstjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlun. Hún er langt á veg komin. Nokkrar umræður sköpuðust með fjárhagsáætlunina.

Við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er farið yfir hvern málaflokk og hann skoðaður ítarlega með tilliti til þess hver áætlun var vegna ársins 2021 og stöðu málaflokksins m.v. fyrstu 10 mánuði ársins og hverjar hugsanlegar aðstæður verða á komandi ári. Við mat á útsvarstekjum er stuðst við upplýsingar um áætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og íbúaþróun. Fasteignaskattur byggist á upplýsingum um álagningarstofn frá Þjóðskrá Íslands auk grunnskóla- og fasteignaskattsframlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Vinna við fjárhagsáætlun heldur áfram og stefnt að því að leggja drög að fjárhagsáætlun fram til fyrstu umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar þann 17. nóvember nk.

 

6. Fjárhagsáætlun 2021 Viðauki

Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2020 eftir fyrstu 10 mánuði ársins. Afgreiðslu viðauka frestað.

 

7. Landsvirkjun. Veghald Hjálparvegar

Skv. samkomulagi um mótvægisaðgerðir við stækkun Búrfellsvirkjunar hefur Landsvirkjun nú lokið vinnu sinni við veg að Hjálparfossi. Vegagerðin hefur tekið út veginn. Skv. samkomulaginu segir að „veghald skuldi vera á hendi sveitarfélagsins“ Vegurinn var áður á forræði Vegagerðarinnar og leggur Landsvirkjun til að svo verði áfram.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að Vegagerðin verði með forræði og sjái þar með um veghald á hinum nýja vegi við Hjálparfoss.

 

8. Menntamálastofnun Ytra mat á leikskólum

Menntamálastofnun óskaði eftir sveitarfélögum til að taka þátt í úttekt á ytra starfi leikskóla.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og samþykkir með 5 atkvæðum að senda inn umsókn til Menntamálastofnunar um að gera ytra mat á leikskólanum Leikholti með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá.

 

9. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita. Fundargerð, 91. fundur. og breytingar á samþykktum.

Teknar voru til fyrstu umræðu breyting á áður framlögðum breytingum á samþykktun UTU. Vísað til annarar umræðu án athugasemda. Að öðru leyti er fundargerð 91. fundar stjórnar UTU lögð fram til kynningar.

 

10. Skipulagsnefnd UTU. Fundargerð 226. fundur

26. Hraunhólar lnr 166567; Íbúða- og frístundabyggð; Stækkun svæðis og fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting - 1803003

Lögð er fram deiliskipulagsbreyting í landi Hraunhóla L166567 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin felur í sér að íbúðarhúsalóðum er fjölgað úr 4 í 10. Fyrri gildandi deiliskipulög fyrir svæðið falla úr gildi við gildistöku þess nýja.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem skilgreint er íbúðarsvæði. Nefndin mælist til þess að staðföng innan skipulagssvæðisins verði skilgreind.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum breytingu á deiliskipulagi og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að samhliða er unnið að breytingum á aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem skilgreint er íbúðarsvæði. Farið verði í að skilgreina staðföng innan skipulagssvæðisins.

 

11. Íþróttabandalag uppsveita. Styrkumsókn

Að beiðni Íþróttabandalags uppsveita er erindið dregið tilbaka að svo komnu máli.

 

12. Landgræðslan. Vikrar og kjötmjölsdreifing

Lagt fram til kynningar. Dreifing kjötmjöls fór fram í liðinni viku.

 

13. Seyruverkefni. Fundargerð og fjárhagsáætlun 2022

Lagt fram til kynningar.

 

14. Almannavarnarnefnd Árnesinga. Fundargerð og fjárhagsáætlun 2022

Lagt fram til kynningar

 

15. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. Fundargerð og fjárhagsáætlun 2022

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fjárhagsáætlun Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita fyrir árið 2022. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

16. Samtök orkusveitarfélaga. Fundur stjórnar og ársreikningur

Lagt fram til kynningar.

 

17. Skólanefnd Flúðaskóla. Fundargerð 16. fundur

Lagt fram til kynningar.

 

18. Nefnd um þjóðveldisbæ. Fundargerð 4. fundur

Lagt fram til kynningar.

 

19. Opinber grunnþjónusta

Úr samráðsgátt. Lagt fram til kynningar.

 

20. Önnur mál

Sorphirða- í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Samningur um sorphirðu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2021-2025 lagður fram til staðfestingar.

 

Starfsmannamál

Samkomur fyrir jól. Lagt til að hverri deild verði veitt fjármagn að fjárhæð 7.500 kr. á mann til að hafa jólaskemmtun innan deildar. Samtals kostnaður við það er um 375.000 kr. Tekið verði tillit til þessa í viðauka.

 

Anna Sigríður Valdimarsdóttir gekk á eftir því hvað væri að frétta af íbúðafundi v. Hvammsvirkjunar. Aðrir fundarmenn voru sammála því að það þyrfti að koma á íbúafundi sem fyrst. Sveitarstjóri fer í að undirbúa og boða til fundar.

 

Fundi slitið kl. 16:22. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 17. nóvember 2021. kl 14.00. í Árnesi.

Gögn og fylgiskjöl: