Sveitarstjórn

20. fundur 06. september 2011 kl. 13:00

20. fundur haldinn  í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn  06.09.2011  í  Árnesi  kl. 13:00.


Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson,  Harpa Dís  Harðardóttir,  Oddur Guðni Bjarnason, og Björgvin Skafti Bjarnason. 
Kristjana  H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.

Gunnar Örn setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið en svo reyndist ekki vera.

 

1. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla fundur haldinn 29.08. 2011.
    Fundargerð samþykkt.


2. Fundargerð velferðarnefndar Árnesþings 1. fundur haldinn 31.08. 2011.
    Fundargerð lögð fram.

 

3. Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi haldinn 08.08.2011.  Fundargerð samþykkt.


4. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar 38. fundur haldinn 25.08.2011. jafnframt lagðar fram til kynningar fundargerðir afgreiðslufunda byggingafulltrúa  fundur nr. 68 haldinn 03.08.2011 og             fundur  nr. 69 haldinn  24.08.2011.
    Fundargerð Skipulags- og byggingarfulltrúa staðfest.  Afgreiðslufundargerðir  nr. 68 og 69  lagðar fram.


5. Fundargerð afréttamálanefndar Gnúpverja, fundur haldinn  29.08.2011.
     Tillaga að fjárhagsáætlun fjallskila 2011 samþykkt. Fundargerð samþykkt og oddvita falið að fjalla um 4. lið við hlutaðeigandi aðila.


6. Erindi frá Iðnaðarráðuneyti með ósk um umsögn vegna þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landssvæða. Farið verður yfir málið en afgreiðsla málsins verður á fundi sveitarstjórnar þann  4.               október.   Lagt fram.

 

7. Ósk frá Tónkjallaranum um framlengingu á samningi við sveitarfélagið, áður á dagskrá síðasta sveitarstjórnarfundar.  Samþykkt framlenging á samningi við Tónskjallarann til eins árs miðað við                fyrirliggjandi nemendalista.

 

8. Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi vegna endurnýjunar á leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II í versluninni  Árborg.  
Annað erindi frá Sýslumanninum á Selfossi vegna endurnýjunar á  leyfi til reksturs gististaðar í flokki V  í Hestakránni, Húsatóftum.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun á báðum leyfunum.

 

9. Aðilar sem sýnt hafa áhuga á rekstri tjaldsvæðis við Árnes komu á fundinn og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum.  Ákveðið að athuga málið og ákvörðun frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

 


Mál til kynningar.

 

A. Fundargerð stjórnar SASS  445. fundur haldinn 12.08.2011.

B. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 205. fundur haldinn 10.08.2011.


C. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 131. fundur haldinn 18.08.2011.


D. Erindi frá Ungmennafélagi Íslands v/forvarnamála.

 

Fleira ekki.  Fundi slitið kl. 16:00

 

Ítarefni hér