- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
18. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fimmtudagur 16.06.2011 í Árnesi kl. 15:00.
Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason, og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar Örn setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Breytingar á samþykktum Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Seinni umræða:
Oddviti lagði fram breytingar á samþykktum sveitarfélagins til seinni umræðu: Breytingarnar eru þær að 6. tl. 51 gr. samþykkta Skeiða-og Gnúpverjahrepps um félagsmálanefnd Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps verða eftirfarandi:
Sameiginleg félagsþjónusta sjö sveitarfélaga í Árnessýslu. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa til setu í yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu sjö sveitarfélaga í Árnessýslu, samkvæmt samningi þar að lútandi. Sá sem kjörinn er í yfirstjórn hefur umboð til þess að skipa fulltrúa í eina sameiginlega velferðarnefnd á starfssvæði félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samstarfssamnings og á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr.40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fulltrúar í sameiginlegri velferðarnefnd eru fimm auk jafnmargra varamanna og koma þrír af starfssvæði Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar og tveir af starfssvæði sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps. Fulltrúi sveitarstjórnar í sjö manna yfirstjórn hefur einnig umboð til þess að taka þátt í skipan formanns og varaformanns sameiginlegrar velferðarnefndar. Yfirstjórn útbýr einnig erindisbréf sameiginlegrar fimm manna velferðarnefndar og leggur það fyrir sveitarstjórn til staðfestingar af hennar hálfu.
2. Lögð fram drög að samningi milli Landsvirkjunar og Fjarska vegna könnunar á lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið, í samræmi við rammasamkomulag milli sveitarfélagsins og Landsvirkjunar.
Sveitarstjórn samþykkir að teknar verði 6 milljónir af umsömdu framlagi í rammasamkomulaginu milli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps dags.
28. 6. 2008 til könnunar á lagnaleiðum vegna hugsanlegrar lagningar ljósleiðara um sveitarfélagið, enda hafi sveitarfélagið aðgang að öllum gögnum tengdum verkefninu.
3. Tillaga að framtíðarskipulagi vegna opnunartíma Skeiðalaugar og Neslaugar.
Lagt er til að framtíðarskipulag á opnunartímum Skeiðalaugar og Neslaugar verði með þeim hætti í framtíðinni að Neslaug verði lokuð yfir vetrartímann frá 1. nóvember til 1. maí. Skeiðalaug verði opin allt árið með breytilegum opnunartíma eftir árstíðum.
Greinargerð.
Mjög kostnaðarsamt er að hafa tvær sundlaugar opnar yfir vetrartímann þegar aðsókn er ekki meiri en raun ber vitni, enda á ekki að vera þörf fyrir meira í ekki fjölmennara sveitarfélagi en Skeiða-og Gnúpverjahreppur er. Ástæða þess að valið er að hafa Skeiðalaug opna allt árið er sú að það er stærri laug með meiri aðstöðu.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum, Oddur Guðni Bjarnason á móti.
Oddur Guðni bókar.
Ég mótmæli þeirri þjónustuskerðingu sem oddviti boðar vegna lokunar Neslaugar. Ég skora á oddvitann að endurskoða boðaða lokun næsta vetur.
4. Erindi frá sóknarnefnd Stóra-Núpskirkju sem fresta varð afgreiðslu á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Lokauppgjör á samningi vegna framkvæmda við Stóra-Núpskirkjugarð kr. 2.320.000,-. Að auki tekur sveitarfélagið að sér að leggja nauðsynlega drenlögn í samræmi við umræður á síðasta sveitarstjórnarfundi. Málinu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
A. Fundargerð Almannavarna Árnessýslu 11. fundur haldinn 17.05.11.
B. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu 102. fundur haldinn 30.05.2011.
C. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 134. fundur haldinn 01.06.2011.
Fleira ekki, fundi slitið 17:35
Ítarefni má finna hér.