- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
17. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 07.06.2011 í Árnesi kl. 13:00.
Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, 1. varamaður Jóns Vilmundarsonar, Harpa Dís Harðardóttir, Jón Einar Valdimarsson 2. varamaður Odds Guðna Bjarnasonar, og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar Örn setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs.
Gunnar Örn Marteinsson kosinn oddviti til eins árs með fjórum atkvæðum, Jón Einar Valdimarsson sat hjá.
Jón Vilmundarson kosinn varaoddviti til eins árs með þremur atkvæðum. Björgvin Skafti Bjarnason og Jón Einar Valdimarsson sátu hjá.
2. Kosning þriggja fulltrúa og jafnmargra til vara á aðalfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands, einnig kosning eins fulltrúa og annars til vara á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.
Kosnir aðalmenn á aðalfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga:
Gunnar Örn Marteinsson, Harpa Dís Harðardóttir, Björgvin Skafti Bjarnason.
Varamenn: Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Vilmundarson, Oddur Guðni Bjarnason.
Kosnir aðalmenn á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands:
Gunnar Örn Marteinsson, Harpa Dís Harðardóttir, Björgvin Skafti Bjarnason.
Varamenn: Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Vilmundarson, Oddur Guðni Bjarnason.
Kosnir aðalmenn á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands:
Gunnar Örn Marteinsson, Harpa Dís Harðardóttir, Björgvin Skafti Bjarnason.
Varamenn: Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Vilmundarson, Oddur Guðni Bjarnason.
Kosnir sem aðalmenn á aðalfund Skólaskrifstofu Suðurlands:
Gunnar Örn Marteinsson, Harpa Dís Harðardóttir, Björgvin Skafti Bjarnason.
Varamenn: Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Vilmundarson, Oddur Guðni Bjarnason.
Kosning eins fulltrúa og annars til vara á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.
Gunnar Örn Marteinsson, aðalmaður.
Harpa Dís Harðardóttir, varamaður.
3. Fundargerð umhverfisnefndar 6. fundur haldinn 16.05.2011.
Fundargerð umhverfisnefndar samþykkt.
4. Fundargerð afréttarnefndar Gnúpverja haldinn 11.04.2011.
Fundargerð afréttarmálanefndar samþykkt.
5. Fundargerð skólanefndar 9. fundur haldinn 26.05.2011.
Lagt fram erindi frá Árdísi Jónsdóttur með athugasemd við 3. lið, önnur mál í fundargerð skólanefndar. Fundargerð nr. 9 samþykkt.
6. Fundargerð félagsmálanefndar 137. fundur haldinn 06.05.2011.
Fundargerð félagsmálanefndar staðfest.
7. Fundargerðir fræðslunefndar Flúðaskóla 8. fundur haldinn 04.05.2011 og 9. fundur haldinn 25.05.2011. Fundargerðir lagðar fram.
Fundargerðir fræðslunefndar Flúðaskóla vegna æskulýðsmála 2. fundur haldinn 04.05.2011 og 3. fundur haldinn 25.05.2011.
Fundargerðir lagðar fram.
8. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 35. fundur haldinn 26.05.2011, jafnframt lagðar fram til kynningar fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa 63. fundar og 64. fundar. Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir ný lög varðandi deiliskipulagsvinnu.
9. Lagt fram erindi frá Landformi ehf þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið samþykki stofnun nýbýlisins Lómsstaða úr landi Hamarsholts, jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn samþykki að hefja megi deiliskipulagsvinnu á spildunni sem er 24,67 ha að stærð. Sveitarstjórn samþykkir stofnun lögbýlisins, jafnframt samþykkir sveitarstjórn að hefja megi deiliskipulagsvinnuna í samræmi við það sem fram kemur í erindinu.
10. Samþykkt um sameiginlega skipulags-og byggingarnefnd fyrir Bláskógarbyggð, Grímsnes-og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp, Skeiða-og Gnúpverjahrepp og Flóahrepp og um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Samþykktin samþykkt.
11. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga 54. fundur.
Fundargerð lögð fram. Varðandi lið nr.6 telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að endurgreiðsla þeirra fjármuna sem sveitarfélögin hafa lagt til fyrir byggingu verksnámshússins Hamars við FSu verði til þess að draga úr líkum á að framkvæmdin verði. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á stjórn Héraðsnefndar, Skólanefnd FSu og aðra er málið varðar að þrýsta enn frekar á að af framkvæmdinni verði.
Varðandi lið nr.8 um endurskoðun fjallskilasamþykktar Árnessýslu austan vatna nr. 408/1998 tilnefnir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps formann afréttarmálanefndar Gnúpverja Lilju Loftsdóttur sem fulltrúa í nefndina.
12. Minnisblað nefndar sem fjallaði um hugmyndir um sameiginlegan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa uppsveita. Minnisblað lagt fram.
13. Erindi frá leikskólastjóra með ósk um að sveitarfélagið láti vinna starfsmannastefnu fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í vinnu við starfsmannastefnu. Oddvita, leikskólastjóra og skólastjóra falið að vinna drög að starfsmannastefnu sem lögð verði fyrir starfsmenn til kynningar og umsagnar áður en til samþykktar kemur.
14. Samstarfssamningur um sameiginlegt starfssvæði félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Lagður fram samstarfssamningur um sameiginlegt starfssvæði félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur oddvita að undirrita hann.
15. Tillaga að breytingum á samþykktum Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Fyrri umræða: Oddviti lagði fram breytingar á samþykktum sveitarfélagins til fyrri umræðu: Breytingarnar eru þær að 6. tl. 51 gr. samþykkta Skeiða- og Gnúpverjahrepps um félagsmálnefnd Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps verður eftirfarandi:
Sameiginleg félagsþjónusta sjö sveitarfélaga í Árnessýslu. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa til setu í yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu sjö sveitarfélaga í Árnessýslu, samkvæmt samningi þar að lútandi. Sá sem kjörinn er í yfirstjórn hefur umboð til þess að skipa fulltrúa í eina sameiginlega velferðarnefnd á starfssvæði félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samstarfssamnings og á grundvelli 12.gr.laga nr.10/2008, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fulltrúar í sameiginlegri velferðarnefnd eru fimm, auk jafnmargra varamanna og koma þrír af starfssvæði Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar og tveir af starfssvæði sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps. Fulltrúi sveitarstjórnar í sjö manna yfirstjórn hefur einnig umboð til þess að taka þátt í skipan formanns og varaformanns sameiginlegrar velferðarnefndar. Yfirstjórn útbýr einnig erindisbréf sameiginlegrar fimm manna velferðarnefndar og leggur það fyrir sveitarstjórn til staðfestingar af hennar hálfu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til annarrar umræðu.
16. Erindi frá sóknarnefnd Stóra-Núpssóknar vegna kirkjugarðs. Sóknarnefnd mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála og málinu vísað til næsta fundar.
17. Umsókn um styrk vegna skuldbreytinga hjá Rangárbökkum ehf, erindi frá hestamannafélaginu Smára. Erindinu hafnað.
18. Trúnaðarmál.
Mál til kynningar
A. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 203.fundur haldinn 10.05.2011, einnig fundargerð samráðsfundar Sorpstöðvarinnar haldin 10.05.2011.
B. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 133. fundur haldinn 29.04.2011.
C. Samkomulag milli Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun nemenda til tónlistarnáms.
D. Erindi varðandi orlof húsmæðra.
E. Fundargerð stjórnar SASS 443. fundur haldinn 20.05.2011.
F. Fundargerð verkefnastjórnar um eflingu sveitarfélaga á suðurlandi 1. fundur.
G. Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 786. fundur.
Fleira ekki, fundi slitið 17:20.
Ítarefni má finna hér.