Sveitarstjórn

16. fundur 03. maí 2011 kl. 13:00

16. fundur haldinn  í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn  03.05.2011  í  Árnesi kl. 14:00.

Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana  H. Gestsdóttir  ritaði fundargerð.

Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

 

1. Ársreikningur Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2010 síðari umræða.
Ársreikningur  Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2010 lagður fram til síðari umræðu. Helstu niðurstöður ársreikningsins samantekið A og B hluti í þúsundum króna.

Rekstrarreikningur
Rekstrartekjur kr. 385.224
Rekstrargjöld kr. -374.290
Fjármagnsgjöld kr. 334
Rekstrarniðurstaða kr. 11.149

Efnahagsreikningur 
Fastafjármunir kr. 409.873
Veltufjármunir kr. 155.641
Eignir samtals kr. 565.514
Skuldir og eigið fé
Eiginfjárreikningur kr. 440.308
Langtímaskuldir kr. 42.361
Eigið fé og skuldir samtals kr. 565.514

Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri árið 2010  kr. 26.106 
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

 

2. Fundargerð aðalfundar skipulags-og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps  bs. haldinn 26.apríl 2011.
Fundargerð lögð fram.

 

3. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 34. fundur haldin 26.04.11, jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 62. fundur haldinn 06.04.11.
Fundargerð skiplagsnefndar  nr. 34 samþykkt. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 62 lögð fram.

 

4. Verksamningar við skólabílstjóra.
Lagðir fram verksamningar við skólabílstjórana Bjarna Ófeig Valdimarsson, kt. 181049-4809, Ólaf Jóhannsson, kt. 200351-3479, Aðalstein Guðmundsson, kt. 010552-2069, Valdimar Jóhannsson, Núpsverk ehf. kt. 520603-3790 og Gest Þórðarson, kt. 250449-4459 sem allir hafa allir sinnt skólaakstri  í sveitarfélaginu á undanförnum árum en núverandi samningur rennur út að loknu þessu skólaári.  Endurnýjaðir samningar gilda frá þeim tíma til loka skólaárs 2013-2014.
Samningarnir samþykktir.


5. Minnispunktar af fundi Þjórsársveita haldinn í Þingborg 18.04.11.
Lagðir fram.

 

6. Lagt fram svar hönnuða í framhaldi af bókun sveitastjórnar frá 5. apríl vegna vinnu við aðalskipulag í Brautarholti. 
Sveitarstjórn þakkar hönnuðum greinargóð svör við fyrirspurn.

 


7. Lagt fram lóðablað Landnota ehf. dags. 27. október 2010 í mkv. 1:2.000 yfir 8.425 fm spildu úr landi Ása í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (landnr. 166523). Gert er ráð fyrir að landið verði í kjölfarið sameinað við land Manar (landnr. 177639). 
Sveitarstjórn samþykkir erindið skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Fleira ekki.  Fundi slitið kl.  16:30

Ítarefni hægt að nálgast hér.