Sveitarstjórn

15. fundur 19. apríl 2011 kl. 13:00

15. fundur haldinn  í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn  19. apríl  2011  í  Árnesi kl. 13:00.


Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana  H. Gestsdóttir  ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.


1. Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins, endurskoðandi mætir og gerir grein fyrir helstu niðurstöðum hans.
Endurskoðandi, Einar Sveinbjörnsson fór yfir reikninginn og hann ræddur í sveitarstjórn.  Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi 2010 til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.


2. Fundargerð skólanefndar fundur nr. 7 grunnskólamál haldinn 11.04.11.


Varðandi lið 2.  Samningsdrög við skólabílstjóra verða lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

Varðandi lið 4. Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um að ráða Bolette Höeg  Koch sem skólastjóra frá 1. ágúst n.k. tímabundið, til eins árs.  Sveitarstjórn samþykkir  fundargerð skólanefndar að öðru leyti.


3. Fundargerð skólanefndar fundur nr. 8 leikskólamál haldinn 12.04.11.
Fundargerð skólanefndar nr. 08 samþykkt.


4. Fundargerð umhverfisnefndar fundur nr. 5 haldinn 11.04.11.
Fundargerð umhverfisnefndar nr. 05  samþykkt.


5. Fundargerð félagsmálanefndar fundur nr. 136 haldinn 07.04.11.
Fundargerð staðfest.


6. Lagt fram til staðfestingar samkomulag milli sveitarfélagsins og Landsvirkjunar vegna eigendaskipta á sundlauginni í Þjórsárdal.


Sveitarstjórn staðfestir samkomulag um yfirtöku sveitarfélagsins á sundlauginni í Þjórsárdal  af  Landsvirkjun á  kr. 0,-  og felur oddvita að skrifa undir samkomulagið.


7. Lagður fram til staðfestingar leigusamningur milli sveitarfélagsins og Reykholts sf vegna sundlaugarinnar í Þjórsárdal.


Lögð fram drög að leigusamningi sveitarfélagsins við Reykholt sf vegna sundlaugarinnar  í Þjórsárdal. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin og verða drögin lögð fram til staðfestingar á næsta sveitarstjórnarfundi.


8. Samningur milli sveitarfélagsins og Matstofunnar ehf um leigu á hluta af félagsheimilinu Árnesi undir veitingarekstur.


Lagður fram leigusamningur milli Matstofunnar Árnesi  ehf og  Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samningurinn samþykktur og oddvita falið að ganga frá undirskrift.


9. Samningur milli sveitarfélagsins og Matstofunnar Árnesi ehf um mötuneyti fyrir grunnskólann og starfsfólk Skeiða-og Gnúpverjahrepps.


Lagður fram samningur um mötuneyti fyrir grunnskólann og starfsfólk Skeiða- og Gnúpverjahrepps milli Matstofunnar Árnesi  ehf og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samningurinn samþykktur og oddvita falið að ganga frá undirskrift.


10. Svar frá oddvita vegna fyrirspurnar Jóhönnu Lilju Arnardóttir  frá síðasta fundi sveitarstjórnar v/innsendra afrita af skattframtali.


Varðandi fyrirspurn Jóhönnu Lilju Arnardóttur á síðasta fundi sveitarstjórnar hvað varðar reglur um geymslu og eyðingu skattframtala  vegna afsláttar á fasteignagjöldum er því til að svara að í þeim tilfellum sem fólk þarf að leggja fram afrit af skattframtali til að fá þann afslátt, og eins ef fólk er að sækja um húsaleigubætur og í öðrum sambærilegum tilfellum, þá er reglan sú að framtölin eru vistuð í sér möppu sem er meðhöndluð sem trúnaðarmál. Þeim er síðan eytt eftir þann tíma sem ekki er lengur nauðsynlegt að vista bókhaldsgögn.


Mál til kynningar


A. Lagt fram minnisblað  vegna fundar sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu um athugun á samvinnu í íþrótta- og æskulýðsmálum og möguleika á sameiginlegum íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.


B. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands fyrir árið 2010 haldinn 28.03.11.


C. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 201. fundur haldinn 08.04.11.


D. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands fundir nr. 229 haldinn 28.03.11 og nr. 300 haldinn 04.04.11.


E. Fundargerð starfshóps um sameiningarkosti sveitarfélaga á Suðurlandi fundur nr. 3 haldinn 21.12.10.


F. Fundargerð verkefnisstjórnar  um eflingu sveitarfélaga á Suðurlandi fundur nr. 1 haldinn 08.04.11.


Fleira ekki.  Fundi slitið kl. 15:50.