- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
13. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 08. mars 2011 í Árnesi, kl. 13:00.
Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Væntanlegir rekstaraðilar í Árnesi komu á fundinn og farið var yfir það sem talið er nauðsynlegt að gera í veitingaaðstöðunni áður en þeir taka við.
2. Fundargerð skólanefndar 5. fundur haldinn 2. febrúar. Leikskólamál.
Fundargerð samþykkt.
3. Fundargerð skólanefndar 6. fundur haldinn 24. febrúar. Grunnskólamál.
Fundargerð samþykkt. Bókun frá oddvita: vegna bókunar eins nefndarmanns í d lið annarra mála um að ekki hafi fengist útprentun á fundargögnum er rétt að taka fram að viðkomandi nefndarmanni hefur ekki verið neitað um útprentun fundargagna frekar en öðru skólanefndarfólki.
4. Fundargerð umhverfisnefndar 4. fundur haldinn 14. feb. Fundargerð samþykkt.
Varðandi 4. mál, ákveður hreppsnefnd að óska eftir alútboði við uppbyggingu á gámasvæðinu í Brautarholti og hvað varðar b lið, undir önnur mál, fagnar hreppsnefnd tillögunni og felur umhverfisnefnd að skipuleggja átakið.
5. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar 32. fundur haldinn 17. feb. jafnframt lögð fram til kynningar fundargeð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 59. fundur haldinn 2. feb. Fundargerð staðfest.
6. Fundargerð stjórnar Skipulags-og byggingarfulltrúaembættis 7. fundur haldinn 17. feb. Fundargerð staðfest.
7. Fundargerð félagsmálanefndar 134. fundur haldinn 3. feb. 2011. Fundargerð lögð fram.
Hreppsnefnd tekur undir bókun félagsmálanefndar um áhyggjur hennar af niðurskurði i löggæslumálum í Árnessýslu.
8. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 198. fundur haldinn 24. feb.
Lögð fram.
9. Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu 7. fundur haldinn 2. feb. - Lögð fram.
10. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 127. fundur haldinn 14. feb. Lögð fram.
11. Fundargerð stjórnar AÞS 298. fundur haldinn 7. febrúar.
Lögð fram.
12. Fundargerð stjórnar SASS 441. fundur haldinn 11. febrúar.
Lögð fram.
13. Tillaga að framtíðarskipan félagsþjónustu í Uppsveitum og Flóa, Hveragerði og Ölfusi.
Harpa Dís kynnti tillögu vinnuhóps um framtíðarskipanina. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið verði eitt sameiginlegt félagsmálasvæði með einn sameiginlegan félagsmálastjóra.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og tilnefnir Hörpu Dís Harðardóttur í starfshóp sem vinnur að nánari útfærslu og samningi um þjónustuna sem lagður verður fyrir sveitarstjórnir í lok mars 2011.
14. Rætt um tilhögun á rekstri sundlauganna. Lögð fram skrifleg fyrirspurn um málið frá Oddi Guðna Bjarnasyni, og skriflegt svar oddvita.
Ákveðið að auka kvöldopnunartíma lauganna til kl. 21:00. Auglýstur opnunartími sundlauganna er að öðru leyti samþykktur til vorsins, til reynslu. Hugað verði að aukinni opnun með vorinu.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Oddur G. Bjarnason er á móti og bókar:
Oddur fagnar að kvöldopnun sé lengd en vildi sjá að sumaropnun byrjaði um 10. maí og jafnframt fleiri opnunardaga í báðum laugum. Jafnframt lagt fram erindi frá Árdísi Jónsdóttur um opnunartíma sundlauganna. Oddvita falið að svara erindinu.
15. Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins. Hreppsnefnd vill taka fram að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur ekki dregið úr fjárveitingum til leikskólamála.
16. Ályktun mótmælafundar í Reykjavík undir yfirskriftinni „samstaða um framhald tónlistarskólanna.“ Lagt fram.
17. Tillaga að friðlýsingu Viðeyjar í Þjórsá. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til þess.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við friðlýsinguna fyrir sitt leyti.
18. Beiðni um styrk til að halda góðverkadagana 2011.
Erindinu hafnað.
19. Erindi frá Ungmennafélagi Íslands vegna auglýsingar um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 16. unglingalandsmóts UMFÍ. Lagt fram.
20. Endurnýjun umboða sveitarfélagsins til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamningsgerðar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsgerð fyrir sína hönd.
21. Farið yfir mál varðandi sundlaug í Þjórsárdal – Kynningargögn voru áður send sveitarstjórnarmönnum.
22. Staðfesting Umhverfisráðuneytis á samþykkt um fráveitur í skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðfesting lögð fram.
23. Staðfesting umhverfisráðherra vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016, virkjanir í Þjórsá.
Bókun frá Gunnari Erni Marteinssyni, Jóni Vilmundarsyni, Hörpu Dís Haðardóttur og Björgvin Skafta Bjarnasyni.
Við fögnum því að umhverfisáðherra hefur staðfest að málsmeðferð Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73-1997.
Bókun frá Oddi Guðna Bjarnasyni.
Ég er furðu lostinn yfir því kappi, sem meirihluti hreppsnefndar hefur lagt á að fá Hvamms- og Holtavirkjanir samþykktar inn á aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Allir vita að virkjanaáform í neðri hluta Þjórsár hafa valdið miklum sárindum, deilum og óeiningu. Ekki er hægt að sýna fram á að þau séu til góðs fyrir íbúa sveitarinnar. Fjöldi fólks gerði alvarlegar athugasemdir við tillögur þessar, en þær voru hafðar að engu. Ef virkjað verður er aldrei hægt að stíga það skref til baka, og sú ákvörðun á eftir að hafa áhrif á umhverfið meðan land byggist. Treystir meirihlutinn sér virkilega til að þola dóm sögunnar þegar fram líða stundir.
24. Lögð fram beiðni frá Rangárbökkum ehf um aukningu á hlutafé í félaginu. Samþykkt að verða við beiðninni og leggja fram kr. 20.700,-
Mál til kynningar
A. Bréf frá Umhverfisráðuneyti vegna gildistöku nýrra mannvirkjalaga.
B. Yfirlit yfir uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010.
C. Ársreikningur Hitaveitufélags Gnúpverja árið 2010.
D. Staðgreiðsluuppgjör 2010.
E. Bréf til sveitarfélaga vegna breytinga á leikskólagjöldum fyrir börn með lögheimili utan Reykjavíkur.
F. Afrit af bréfi frá veiðifélagi Þjórsár til Landsvirkjunar.
Fleira ekki. Fundi slitið kl. 17:35