Sveitarstjórn

9. fundur 07. desember 2010 kl. 13:00

9. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn  07. desember  2010 í Árnesi kl. 13:00.


Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttur, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. 

Kristjana Heyden Gestsdóttir  ritaði fundargerð.


Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1. Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. 
Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi sveitarfélagsins kom á fundinn og yfirfór fjárhagsáætlunina.


Helstu niðurstöður endurskoðaðrar  fjárhagsáætlunar vegna 2010  í þús. króna.

                                           A hluti            A og B hluti
  Tekjur                            372.220            379.537
  Gjöld                             (391.913)           (388.927)
  Fjármunatekjur              6.673               2.430
  Rekstrarniðurstaða      (13.021)             (6.960)


2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 fyrri umræða.  
Fjárhagsáætlun 2011 vísað til síðari umræðu.

 

3. Tillaga að gjaldskrám sveitarfélagsins árið 2011.

Gjaldskrá Skeiða-og Gnúpverjahrepps árið 2011


Útsvar
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt frá fyrri ákvörðun á fundi sveitarstjórnar þann 16. nóv. 2010, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun  útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið þá 14,48% á árinu 2011.

 

Vatnsgjald
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, verður óbreitt frá þeirri gjaldskrá sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 6. október 2009. Vatnsgjald sumarhúsa verður 24.000.-kr.


Seyrulosunargjald 
Árlegt gjald fyrir losun á seyru  samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 5.833.- kr. á rotþró.


Sorpgjöld
Sorpgjöld er lögð á samkvæmt samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 8. des 2005. Samþykktin var staðfest á 84 fundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 14. mars 2006, og staðfest af  Umhverfisráðuneyti þann 5. janúar 2007. Sorpgjöld árið 2011 verða eftirfarandi.

 Sorphirðugjald   240 L                    11.077.- kr.
 Sorphirðugjald   660 L                    32.603.- kr.
 Sorphirðugjald  1.100 L                   53.985.- kr.  
 Sorpeyðingargjald íbúðarhús         11.218.- kr.
 Sorpeyðingargjald sumarhús          8.400.- kr.
 Sorpeyðingargjald atvinnu             30.565.- kr.


Holræsagjald
Lagt verður á holræsagjald á þeim stöðum þar sem sveitarfélagið er með holræsakerfi, gjaldið nemur 0.15% af fasteignamati. Gjaldið verður innheimt þegar samþykkt um fráveitur í Skeiða-og Gnúpverjahreppi hefur verði staðfest.


e.    Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.

 


Gjaldskrá grunnskóla frá 1. janúar 2011

Skólamötuneytisgjöld

Morgunhressing    kr. 66,-
Hádegisverður      kr. 218,-

 

Skólavistun

Skólavistun  klst.       kr.  201,-
Aukavistun  klst.        kr.  298,-
Náðarkorter  15 mín.   Kr.  78,-

 

Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2011

Ein stök morgunhressing      kr. 62,-
Einn stakur hádegisverður    kr. 177,-
Ein stök síðdegishressing     kr. 74,-
Klukkustundargjald              kr. 118,-
klst.gjald 75%                  kr. 88,-
klst. gjald 50%                 kr. 59,-
9. klukkustundin              kr. 200,-


4. Tillaga að upphæð tómstundastyrks fyrir árið 2011.
Sveitarstjórn  Skeiða – og Gnúpverjahrepps samþykkir að allir grunnskólanemendur og framhaldsskólanemendur frá 6 ára  til  og með 18 ára geti sótt um styrk sem nemur allt að 50.000.- kr. á  árinu 2011 til að stunda íþrótta, æskulýðs eða menningarstarf.
Með umsókn þarf að fylgja kvittun um greiðslu frá aðila sem uppfyllir skilyrði að um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar sjái um þjálfun og /eða menntun.

 

5. Fundargerð umhverfisnefndar fundur haldinn  22.11.2010.
Fundargerð samþykkt.

 

6. Fundargerð skólanefndar 4. fundur  haldinn 25.11.2010 og  erindisbréf skólanefndar.
Fundargerð samþykkt og erindisbréf skólanefndar samþykkt.

 

7. Fundargerð fræðslunefndar  Flúðaskóla 8. fundur haldinn 22.11.2010.
Fundargerð samþykkt.

 

8. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 29. fundur haldinn 18.11.2010. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa 54. fundur haldinn 27.10.2010 og  55. fundur haldinn 10.11.2010.
Fundargerð samþykkt.

 

9. Samstarfssamningur við Hrunamannahrepp vegna Félagsmiðstöðvarinnar Zero.   Samningurinn samþykktur og oddvita falið að skrifa undir.

 

10. Ósk um framlengingu á samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands,  jafnframt lögð fram til kynningar framvinduskýrsla markaðsstofunnar 2010.
Framlenging samstarfssamnings samþykkt með fyrirvara um kostnað.

 

11. Erindi frá Fannborg  ehf   með  ósk um lengri frest til að fjarlægja skála í Kisubotnum, málið áður á dagskrá sveitarstjórnar á fundi 02.11.2010.
Samþykkt að veita frest til þess að flytja húsið til 30. júní 2011.

 

12. Fundargerð oddvitafundar fundur haldinn 29.11.2010. 
Fundargerð lög fram.

 

13. Þjónustusamningur við Sveitarfélagið Árborg vegna málefna fatlaðra, jafnframt fundargerðir stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðra á Suðurlandi. 1. fundur haldinn 12.10.2010 og  2. fundur haldinn  12.11.2010.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefði talið eðlilegra að þjónustusamningurinn hefði  gilt til  eins árs, til reynslu,  jafnframt óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum  frá stjórn þjónustusvæðis um málefni fatlaðra  um hvernig haldið verði utan um fjármál málaflokksins.
Sveitarstjórn gefur oddvita umboð til að undirrita samninginn.


14. Samningur  um snjómokstur í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
Samningur lagður fram.

 

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 14. desember.

 

Fleira ekki, fundi slitið kl. 17:00.