Sveitarstjórn

8. fundur 16. nóvember 2010 kl. 13:00

08. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn16. nóvember 2010 í Árnesi kl. 13:00.


Mætt: Gunnar Örn Marteinsson,  Jón Vilmundarson, 1. varamaður Hörpu Dísar Harðardóttur, Sigrún Guðlaugsdóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.     Kristjana Heyden Gestsdóttir  ritaði fundargerð.


Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.


1. Fundargerð menningar, æskulýðs, velferðar- og jafnréttisnefndar frá 10.11.2010.
Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindisbréf fyrir menningar, æskulýðs, velferðar- og jafnréttisnefnd lagt fram til staðfestingar með  áorðnum breytingum sem koma fram í fundargerð nefndarinnar.       Erindisbréf samþykkt með þeim áorðnu breytingum.

 

3. Fundargerð atvinnu, fjarskipta- og samgöngunefndar fundur haldinn 02. 11. 2010.
Fundargerð samþykkt.  Rætt um fjarskiptamál. Ákveðið að kanna áhuga fleiri aðila á lagningu ljósleiðara í sveitarfélagið.

 

4. Fundargerð félagsmálanefndar 130. fundur haldinn 03.11.2010.
Fundargerð staðfest.

 

5. Fundargerðir Almannavarna Árnessýslu  7. fundur haldinn 16.04.2010 8.   fundur haldin  03.05.2010 9. fundur haldinn 29.10.2010.
Fundargerð lögð fram.

 

6. Farið yfir húsnæðismál Brunavarna Árnessýslu og reiknireglu brunavarnanna við skiptingu rekstrarframlaga aðildarsveitarfélaganna.

 

Eftirfarandi bókað vegna málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps óskar hér með eftir því við stjórn og fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu að tekin verði til endurskoðunar reikniregla við skiptingu rekstrarframlaga aðildarsveitarfélaga Brunavarna Árnessýslu.  Í þeirri endurskoðun verði endurmetið vægi íbúafjölda annars vegar og brunabótamats hins vegar. Sveitarstjórn bendir á að núverandi reiknireglur eru mjög óhagstæðar sveitarfélaginu og framlög þess til brunavarna óeðlilega há miðað við íbúatölu. Jafnframt leggur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps áherslu á að fermetra leiguverð aðstöðuhúsnæðis verði það sama á öllum leigðum starfsstöðvum Brunavarna Árnessýslu hér eftir sem hingað til.

 


7. Drög að samningi við hundafangara í samstarfi við Flóahrepp.
Samningur samþykktur.

 

8. Kosning fulltrúa á auka aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Aðalmenn: Gunnar Örn Marteinsson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason. 
Varamenn: Jón Vilmundarson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Björgvin Skafti Bjarnason.

 

9. Erindi frá Stígamótum með ósk um fjárstuðning. 
Samþykkt að styrkja samtökin um kr.  50.000.-  árið 2011.

 

10. Farið yfir útboðsgögn vegna breytinga á Árnesi og tekin ákvörðun um við hvern verður samið um verkið.
Þremur aðilum var gefinn kostur á bjóða í verkið en tveir aðilar lögðu inn tilboð.   Tré og Straumur ehf og  Þrándarholt sf.
Ákveðið að taka tilboði Tré og Straums ehf sem hljóðar upp á kr. 18.382.000.- m/vsk án frávika og oddvita falið að ganga frá samningi og dagsetja verklok í samráði við arkitekt.  Málinu vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

 

11. Farið yfir verðkönnun vegna snjómoksturs.  Tveir aðilar sendu inn verðboð.
Sameiginlegt boð frá Strá ehf & Dazza ehf og hins vegar Georg Kjartanssyni, Ólafsvöllum.
Ákveðið að ganga til samninga við Strá ehf og Dazza ehf um sjómokstur í sveitarfélaginu frá  1. desember 2010 til 15. apríl 2013, oddvita falin undirritun samnings.

 

12. Farið yfir stöðu mála varðandi söluna á prestssetrinu Tröð. 
Oddvita falið að vinna áfram í málinu.

 

13. Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og rætt um hvaða forsendur skuli liggja þar að baki. 
Tillaga að útsvarsprósentu og álagningu fasteignagjalda í Skeiða-og Gnúpverjahreppi árið 2011.

a. Útsvar
Útsvar fyrir árið 2011 verður 13.28%

b. Fasteignagjöld


A- flokkur. 
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr.í lögum nr.4/1995 verður 0.60% af heildar fasteignamati.

B-  flokkur. 
Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og  þær eru skilgreindar í 3. gr. í lögum nr.4/1995 verður 1.32% af heildar fasteignamati.


C- flokkur. 
Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eins og þær eru skilgreindar í 3. gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1.65% af heildar fasteignamati.
Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7.febrúar 2006. Samkvæmt 3. gr. þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67.ára, og þeir sem eru 75% öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af öðrum, tekjuviðmiðið er í lið 7. Gjalddagar fasteignaskatts eru í lið 8.
Lagt er til að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2010 í samræmi við breytingu á vísutölu neysluverð á tímabilinu 1. des 2009 til 1. des. 2011.
Tillagan samþykkt.


14. Sveitarstjórn óskar  nemendum og starfsfólki Þjórsárskóla til hamingju með Landgræðsluverðlaunin  2010 og hvetur þau til áframhaldandi  vinnu á þessari braut.

 

Mál til kynningar


A. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 780. fundur haldinn 29.10.2010.


B. Fundargerð Tónlistaskóla Árnesinga  154. fundur haldinn 11.10.2010

 

Fleira ekki, fundi slitið kl. 15:45.