- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
07. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 02. nóvember 2010 í Árnesi kl. 13:00.
Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnasonar og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana Heyden Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Fimm fulltrúar frá Stóra-Núpskirkju mættu á fundinn að þeirra ósk. Erindið verður tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
2. Fundargerð skólanefndar 3. fundur haldinn 07.10.10.
Fundargerð samþykkt.
3. Fundargerðir fræðslunefndar Flúðaskóla 6. fundur haldinn 29.09.10 og 7. fundur haldinn 27.10.10.
Fundargerð staðfest.
4. Fundargerð fræðslu og æskulýðsnefndar Flúðaskóla vegna félagsmiðstöðvar haldinn 05.10.10.
Lögð fram.
5. Fundargerð umhverfisnefndar frá 18.10.10.
Fundargerð samþykkt. Stefnt að því að stýra aðgangi að gámasvæðunum.
6. Fundargerð menningar, æskulýðs, velferðar- og jafnréttisnefndar frá 13.10.10.
Fundargerð samþykkt.
7. Fundargerð atvinnu, fjarskipta- og samgöngunefndar haldinn 26.10.10.2010.
Fundargerð samþykkt.
8. Fundargerð félagsmálanefndar 129. fundur haldinn 08.10.10.
Fundargerð staðfest.
9. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 28. fundur haldinn 21.10.10, jafnframt lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa 53. fundur haldinn 06.10.10.
Fundargerð staðfest.
10. Fundargerð aðalfundar skipulags-og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps haldinn 19.10.10.
Fundargerð lögð fram og staðfest ásamt reikningum og breytingum á samþykktum.
11. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 124. fundur haldinn 04.10.10.
Fundargerð lögð fram.
12. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 295. fundur haldinn 05.10.10.
Fundargerð lögð fram.
13. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 129. fundur haldinn 01.10.10.
Fundargerð lögð fram.
14. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 193. fundur haldinn 13.09.10. 194. fundur haldinn 07.10.10. og 195. fundur haldinn 19.10.10.
Fundargerðir lagðar fram.
15. Tillaga að erindisbréfi fyrir menningar, æskulýðs, velferðar-og jafnréttisnefnd.
Erindisbréfi vísað til umsagnar nefndar.
16. Tillaga að erindisbréfi fyrir atvinnu, fjarskipta- og samgöngunefndar.
Erindisbréfi vísað til umsagnar nefndar.
17. Bréf frá Sigmundi Magnússyni og Guðlaugu Sigurgeirsdóttur vegna lóðar 6 á Flötum.
Lagt fram og málið er í því ferli sem bréfriturum er kunnugt um.
18. Tilmæli frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.
Lagt fram.
19. Ályktun stjórnar SASS vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlögum til heilbrigðisstofnana á Suðurlandi.
Sveitarstjórn tekur undir bókun SASS.
20. Upplýsingar um ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2010.
Lagt fram.
21. Staðfesting Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Skeiða-og Gnúpverjahrepps.
Lagt fram.
22. Svarbréf frá Umhverfisráðuneyti við kröfu sveitarfélagsins um endurupptöku á afgreiðslu ráðuneytisins frá 29. janúar 2010 vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi virkjanir í Þjórsá.
Lagt fram.
23. Erindi frá Umhverfisstofnun vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011.
Sveitarstjórn telur óeðlilegt að öllum kostnaði vegna refaveiða skuli velt yfir á sveitarfélögin og bendir á að kostnaðarhlutur fámennra sveitarfélaga á landsbyggðinni getur orðið umtalsverður.
24. Erindi frá Hrunamannahreppi vegna bókunar á fundi hreppsnefndar sveitarfélagsins frá 7. október og varðar félagsmiðstöðina Zero og íþrótta- og æskulýðsmál.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í bókunina og oddvita falið að skoða málið.
25. Erindi frá HSK með ósk um bókarkaup vegna 100 ára afmæli Héraðssambandsins Skarphéðins.
Samþykkt að kaupa tvær bækur af sögu HSK.
26. Áskorun frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni.
Lagt fram.
27. Umsókn um byggingarleyfi vegna skála í Kisubotnum, málið var kynnt á síðasta fundi og málsgögn hafa auk þess verið send sveitarstjórnarfólki í tölvupósti.
Þar sem ekki er leyfi fyrir húsinu þar sem það er staðsett er eiganda gert að fjarlægja húsið fyrir 1. janúar 2011 að öðrum kosti verður það fjarlægt á kostnað eiganda.
28. Farið yfir mál er varðar snjómokstur.
29. Farið yfir mál er varða sölu á prestssetrinu Tröð.
30. Framtíðar skipulag á veitingarrekstri í Árnesi.
31. Erindi frá Kjartani H. Ágústssyni um kynjahlutfall í nefndum hreppsins.
Sveitarstjórn telur skipanina ekki ólöglega þrátt fyrir 15. gr. jafnréttislaga þar sem fulltrúar eru kosnir en ekki skipaðir.
Mál til kynningar.
A. Áætluð úthlutun aukaframlaga Jöfnunarsjóðs 2010.
B. Fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 2010.
C. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2010.
D. 168. fundur Héraðsráðs Árnessýslu.
E. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga fundir nr. 777, 778, 779.
F. Starfsskýrsla Zero ágúst - september, einnig rekstraráætlun Zero fyrir 2011.
G. Ályktun Hjúkrunar- og ljósmæðraráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna niðurskurðar á fjárveitingum til stofnunarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2011.
H. Fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar Árnessýslu og Vestmannaeyjarbæjar 30. og 31. fundir.
Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 16. nóvember kl. 13:00.
Fleira ekki, fundi slitið kl.17:15