- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
04. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 7. september 2010 í Árnesi.
Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
2. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar 26. fundur haldinn 12.08.10 jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa 48. fundur og 49. fundur.
Fundargerð Skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 26 samþykkt.
Afgreiðslufundargerðir byggingarfulltrúa nr. 48 og 49 lagðar fram.
3. Fundargerð stjórnar SASS 435. fundur haldinn 13.08.10.
Lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 294. fundur haldinn 16.08.10.
Lögð fram.
5. Fundargerðir stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 122. fundur haldinn 17.08.10 og 123. fundur haldinn 24.08.10.
Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að ART verkefni, (Aggression Replacement Training), Skólaskrifstofu Suðurlands verði tryggður áframhaldandi rekstrargrundvöllur.
6. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga 52. fundur haldinn 20.07.10.
Lögð fram.
7. Fundargerð Héraðsráðs 167. fundur haldinn 04.08.10.
Lögð fram.
8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 128. fundur haldinn 19.08.10.
Lögð fram.
9. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 191. fundur haldinn 29.07.10 og 192. fundur haldinn 20.08.10.
Lagðar fram.
10. Erindi frá Sorpstöð Suðurlands varðandi vinnu við að finna nýjan urðunarstað á Suðurlandi.
Sveitarstjórn er tilbúin að vinna að lausn þessara mála með Sorpstöð Suðurlands og sveitarfélögunum á svæðinu.
11. Minnisblað frá fundi oddvita og sveitarstjóra Uppsveita og Flóa vegna félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóa frá 13. ágúst 2010.
Minnisblað samþykkt.
12. Samningur vegna rekstur matarsmiðju í Uppsveitum Árnessýslu.
Samningur samþykktur.
13. Ósk um styrk til byggingar stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Áður á dagskrá síðasta fundi sveitarstjórnar.
Erindinu hafnað.
14. Afgreiðsla á styrkumsókn í afréttarveg á Gnúpverjaafrétti.
700 þúsund kr. voru veittar frá Vegagerðinni úr fjallvegasjóði.
15. Erindi frá Ernu Þórey Jónasdóttur með ósk um að sveitarfélagið veiti henni sem nema við Háskóla Íslands styrk til kaupa á strætókorti þannig að hún standi jafnfætis þeim nemum sem hafa lögheimilli á höfuðborgarsvæðinu. Einnig lagt fram sama erindi frá Hjördísi Ólafsdóttur.
Erindinu frestað til næsta fundar.
16. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða.
Samningur samþykktur og oddvita falið að ganga frá undirritun.
17. Rekstrarfyrirkomulag í Árnesi þar til endanlega verður búið að ákveða skipulag þeirra mála á næstu árum, einnig farið yfir næstu skref varðandi Þjórsárstofu.
Sveitarstjórn samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð sjónvarpsmyndar um Þjórsárdal í samstarfi við Ara Trausta Guðmundsson. Fjárhagsáætlun lögð fram á næsta fundi.
Fleira ekki, fundi slitið kl. 16:00