Sveitarstjórn

3. fundur 10. ágúst 2010 kl. 13:00

03. fundur haldinn í sveitarstjórn  Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 10. ágúst 2010 í Árnesi kl. 13:00


Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni, Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.  Kristjana H. Gestsdóttir  ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.


Dagskrá:


1. Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu,  85. fundur haldinn 14.07.10.
Fundargerð lögð fram.


2. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 191. fundur haldinn 29.06.10. 
Fundargerð lögð fram.


3. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 293. fundur haldinn 07.07.10.
Fundargerð lögð fram.


4. Fundargerð stjórnar SASS  434. fundur haldinn 25.06.10.
Fundargerð lögð fram.


5. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 25. fundur haldinn 25.06.10. jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa fundir nr. 45,46,47.
Fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa fundur nr. 25 staðfest.
Afgreiðslufundargerðir byggingarfulltrúa nr. 45, 46, 47 lagðar fram.

 

6. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps 2004-2014 á spildu úr landi Álfsstaða.


Í breytingunni felst að á um 7 ha svæði innan 44,8 landsspildu sem kallast Hulduheimar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Ástæða breytingarinnar eru áform um að reisa nokkur frístundahús á svæðinu, en meginhluti landsins verður þó áfram nýtt sem landbúnaðarland. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.
Tillagan var auglýst 6. maí 2010 ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins með athugasemdafresti til 18.júní. Engar athugasemdir bárust.  Aðalskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.


7. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps 2004-2016 innan þéttbýlisins í Brautarholti.
Um er að ræða breytingar á þéttbýlisuppdrætti sem nær yfir Brautarholt á Skeiðum:


• Svæði meðfram þjóðvegi sem skilgreint er sem blönduð landnotkun verslunar- og athafnasvæðis breytist í opið svæði til sérstakra nota,
• Hluti opins svæðis vestan núverandi íbúðarbyggðar verður að íbúðarsvæði.
• Verslunarsvæði minnkar og verður hluti þess næst þjóðveginum blandað athafna- og verslunarsvæði og hluti þess verður íbúðarsvæði.
• Gert er ráð fyrir iðnaðarlóð fyrir hreinsistöð sunnan við nýtt íbúðarsvæði.

Tillagan var auglýst 6. maí 2010 ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins með athugasemdafresti til 18.júní. Engar athugasemdir bárust. 
Aðalskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.


8. Tillaga að breytingu á 51. gr samþykkta um stjórn og fundarsköp Skeiða-og Gnúpverjahrepps áður ræddar á fundi sveitarstjórnar 30.06.10.


51. gr. 
Hreppsnefnd kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð, stjórnir og embætti:


A.   Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:


1.    Oddvitakjör. Oddviti og varaoddviti skv. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
2.    Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þrír fulltrúar og þrír til vara samkvæmt samþykktum samtakanna.


B.  Til fjögurra ára. Á fyrsta eða/og  öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:


 1.    Aðalfundur Afréttamálafélags Flóa og Skeiða. Tvo fulltrúa  og tvo til vara, sbr. ákvæði í fjallskilasamþykkt og lög um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.

 2.    Almannavarnanefnd Árnesinga einn fulltrúa og einn til vara skv. 8. gr. laga um almannavarnir nr. 94/1962.
 3.    Atvinnu, fjarskipta, og samgöngunefnd . Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera hreppsnefnd til ráðuneytis í þessum málaflokkum, hafa frumkvæði að tillögugerð á þessum sviðum til hreppsnefndar og vera umsagnaraðilli í þessum málaflokkum til dæmis varðandi úthlutanir úr atvinueflingarsjóði.
4.    Menningar, æskulýðs, velferðar- og jafnréttisnefnd.  Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.  Nefndin skal vera hreppsnefnd til ráðuneytis í þessum málaflokkum, hafa frumkvæði að tillögugerð á þessum sviðum til hreppsnefndar og vera umsagnaraðilli í þessum málaflokkum. Nefndin fer einnig með málefni bókasafnsins skv. 7. gr. laga um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 og jafnréttismál samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og   jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.
5.    Skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu. Einn fulltrúi og einn til vara skv. 6. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og samningi sveitarfélaganna um sameiginlega skipulags og byggingarnefnd.
6.    Félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu. Einn aðalmaður og einn til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og samningi sveitarfélaganna um sameiginlega félagsþjónustu.
7.    Afréttarnefnd Gnúpverjaafréttar. Nefndin sér um niðurröðun fjallskila og er sveitarstjórn til ráðgjafar varðandi málefni Gnúpverjaafréttar. Nefndin verði skipuð fjallkóngi, og tveimur öðrum af hreppsnefnd.  
8. Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu. Einn fulltrúi og einn til vara samkvæmt samþykktum Brunavarna Árnessýslu.
9.    Héraðsnefnd Árnesinga. Einn fulltrúi og einn til vara samkvæmt samningi um Héraðsnefnd.
10.   Húsnæðisnefnd. Hreppsnefnd fer með verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt ákvæðum  laga um húsnæðismál nr. 44/1998.
11.   Hússtjórn Þjóðveldisbæjar í Þjórsárdal. Einn fulltrúi og einn til vara samkvæmt máldaga um Þjóðveldisbæinn, dags. 19. júlí 2002.
12.   Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einn fulltrúi og einn til vara, sbr. lög sambandsins.
13.   Ráðgjafarnefnd um friðun Þjórsárvera. Einn fulltrúi og einn til vara.
14.   Skipulagsnefnd. Hreppsnefnd fer með verkefni skipulagsnefndar samkvæmt  ákvæðum  skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
15.   Skoðunarmenn. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
16.   Fræðslunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 13. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 og 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994.
17.   Fræðslunefnd Flúðaskóla. Tveir fulltrúar og tveir til vara samkvæmt samkomulagi við Hrunamannahrepp.
18.   Stjórn hitaveitu í Brautarholti, kaldavatnsveitu í Árnesi, og annarra veitumannvirkja sem  sveitarfélagið hefur aðkomu og heyra undir hreppsnefnd.
19.   Þjónustuhópur aldraðra. Starfar skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og í honum skal vera einn sameiginlegur fulltrúi fyrir sveitarfélög sem aðild eiga að Laugarásslæknishéraði. Samkvæmt erindisbréfi sameiginlegrar félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu skal formaður hennar vera fulltrúi sveitarfélaganna sem að henni standa í umboði sveitarstjórna á heilsugæslusvæðinu.
20.   Umhverfisnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. 
21.   Yfirkjörstjórn. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 10. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og 14. gr. laga um kosningar 
til sveitarstjórna nr. 5/1998.

 

9.   Tillaga að nefndarlaunum í Skeiða-og Gnúpverjahreppi 2010 til 2014
Sveitarstjórn samþykkir að laun nefndarmanna sveitarfélagsins verði eftirfarandi: 
Almennar nefndir fyrir utan skólanefnd fá kr. 7.500,- fyrir hvern fund en formaður 12.000. Almennir skólanefndarmenn fá kr. 12.500,- fyrir hvern fund en formaður 25.000,- Ekki er greitt sérstaklega fyrir akstur.
Kjörstjórn fær 7.500,- fyrir hvern fund en formaður 12.000,-
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga verður metinn sem sex fundir en aðrir  kjörfundir svo sem Alþingiskosningar sem fimm fundir. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók.


10.   Samningur við Tónsmiðju Suðurlands og ósk um framlengingu á honum.
Sveitarstjórn samþykkir framlengingu á samningi við Tónsmiðju Suðurlands ennfremur að endurskoða framlög til tónlistarnáms við gerð næstu fjárhagsáætlunar.


11.   Ósk um styrk til byggingar stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Afgreiðslu erindis frestað til næsta fundar og óskað eftir frekari upplýsingum um málið.


12.   Ósk um styrk vegna skólahreysti 2010.
Samþykkt að veita kr. 50.000.- til verkefnisins.


13.   Svar frá Landgræðslunni vegna fyrirspurnar um áætlanir varðandi landgræðslugirðingar á Hafinu.      
Lagt fram.


14.   Erindi frá Matvælastofnun varðandi samræmingu á smölun milli Hvítár og Þjórsár og  slátrun fjár sem smithætta kann að stafa af, áður á dagskrá sveitarstjórnarfundar 30.06.10.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Matvælastofnunar frá 16. júlí 2010 varðandi samræmingu á smölun milli Hvítár og Þjórsár og  slátrun fjár sem smithætta kann að stafa af.


15.   Upplýsingar frá Lánasjóði Sveitarfélaganna vegna niðurfærslu eigin fjár 2010.
Lagðar fram.


16.   Matarsmiðjuverkefni  í  uppsveitunum.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu  og framlag sveitarfélagsins verði í hlutfalli við íbúatölu en leggur jafnframt áherslu á að verkefnið nái til allrar matvælaframleiðslu á svæðinu.


17.   Erindi frá Landsvirkjun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og felur oddvita að koma á fundi.


18.   Farið yfir mál varðandi Þjórsárstofu.


19.   Nefndarskipan. 
Í stjórn Byggðasamlags Skipulags- og  byggingarfulltrúaembættis.
Gunnar Örn Marteinsson.


20.   Erindi frá Bergleif og Jóhönnu varðandi rekstur Gistiheimilisins Nónsteins.
Oddvita falið að útfæra hugmyndir að rekstrinum og leggja fram á næsta sveitarstjórnarfundi.


Mál til kynningar:


A.  Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga  775. fundur.


B.  Erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytis  vegna aukaframlaga 2010.


C.  Erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytis  þar sem gerð er grein fyrir úthlutun framlaga til sveitarfélaganna árið 2010.


D.  Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.


E.  Uppgjör vegna landnámsdags 2010.


Fleira ekki. Fundi slitið  kl. 17:00