- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
2. fundur sveitarstjórnar 30.06.2010 kl. 13:00
Mætt voru Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.
Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
Hreppsnefnd samþykkir að Kristjana Gestsdóttir riti fundargerðir sveitarstjórnar hér eftir.
Gunnar óskaði eftir að taka mál um rennslisstýringar í Þjórsá á dagskrá fundar, engar athugsemdir gerðar við það.
Dagskrá:
1. Fundargerðir félagsmálanefndar 125. fundur haldinn 25.05.10 og 126. fundur haldinn 08.06.10. Fundargerðir staðfestar.
2. Fundargerð vegna fundar um samstarf Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps um skólamál og rekstur félagsmiðstöðvarinnar Zero. Fundargerð lögð fram.
3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 127. fundur haldinn 02.06.10.
Fundargerð lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 190. fundur haldinn 20.05.10.
Fundargerð lögð fram.
5. Tillaga að breytingu á 51. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Skeiða-og Gnúpverjahrepps.
Breytingar gerðar á 4., 7., 18., og 20. lið og tillögunni vísað til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
6. Nefndarskipanir, skipan í þær nefndir sveitarfélagsins sem ekki var skipað í á síðasta fundi en með fyrirvara vegna staðfestingar ráðuneytis á breytingum á tillögu á gr. 51.
Aðalfundur Afréttamálafélags Flóa og Skeiða.
Aðalmenn
Jón Vilmundarson
Jökull Helgason
Varamenn
Ingvar Hjálmarsson
Hermann Þór Karlsson
Atvinnu, fjarskipta og samgöngunefnd
Aðalmenn
Einar Bjarnason
Georg Kjartansson
Sigrún Bjarnadóttir
Jón Einar Valdimarsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson
Varamenn
Vignir Svavarsson
Leifur Stefánsson
Anna Kristjana Ásmundsdóttir
Aðalsteinn Guðmundsson
Ágúst Guðmundsson
Menningar, æskulýðs, velferðar- og jafnréttisnefnd.
Aðalmenn
Sigrún Guðlaugsdóttir
Þóra Gylfadóttir
Daði Viðar Loftsson
Meike Erika Witt
Jóhanna Lilja Arnardóttir
Varamenn
Bjarni Ófeigur Valdimarsson
Magnea Gunnarsdóttir
Þóra Þórarinsdóttir
Vigdís Guðjónsdóttir
Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir
Afréttarnefnd Gnúpverjaafréttar
Aðalmenn
Lilja Loftsdóttir
Bjarni Másson
Oddur Bjarnason
Varamenn
Eiríkur Jónsson
Birkir Þrastarson
Bjarni Hjaltason
Umhverfisnefnd
Aðalmenn
Vilborg María Ástráðsdóttir
Úlfhéðinn Sigurmundsson
Björgvin Þór Harðarson
Sigþrúður Jónsdóttir
Stefanía Sigurðardóttir
Varamenn
Sigríður Ósk Jónsdóttir
Matthildur Vilhjálmsdóttir
Páll Ingi Árnason
Sigurður Steinþórsson
Hulda Margrét Þorláksdóttir
7. Vinnureglur við boðun sveitarstjórnarfunda.
Tillaga lögð fram af oddvita
Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að fundarboð og fundargögn vegna sveitarstjórnafunda verði send sveitarstjórnarfólki með tölvupósti, jafnframt skal sveitarstjórnarfólk látið vita símleiðis ef um er að ræða fundi sem eru utan reglulegra fundartíma sveitarstjórnar. Sveitarstjórnarfólk skal fá fartölvur til nota við störf sín þar á meðal á sveitarstjórnarfundum. Tölvurnar verða eign sveitarstjórnarfólks að kjörtímabili loknu. Sveitarfélagið skaffar sveitarstjórnarfólki tölvupóstfang sem notað verður í störfum fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og oddvita falið að leita hagstæðra tilboða í fartölvur og vísar til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
8. Launakjör sveitarstjórnarfólks kjörtímabilið 2010 til 2014.
Hreppsnefnd Skeiða –og Gnúpverjahrepps samþykkir að launakjör hreppsnefndarfólks í hreppsnefnd skuli vera eftirfarandi á kjörtímabilinu 2010 - 2014. Föst greiðsla á mánuði fyrir fundi í sveitarstjórn skal vera 45.000.kr.
Greiðsla fyrir fundi sem sveitarstjórnarfólk sækir sem fulltrúar sveitarfélagsins skal vera 4% af þingfararkaupi fyrir fund. Varamenn sem taka sæti í sveitarstjórn fá 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund.
Laun skulu taka sömu breytingum og verða á þingfararkaupi skv. lögum nr. 88/1995. Hreppsnefndarfólk fær ekki greitt fyrir akstur sem inntur er af hendi innansveitar, en fær greitt fyrir akstur samkvæmt akstursbók sé um fundi að ræða utansveitar. Ekki er greitt fyrir fundarsetu, stjórnarsetu, eða akstur í þeim nefndum sem sjá sjálfar um uppgjör við sitt nefndarfólk.
9. Starfssamningur oddvita, meðfylgjandi drög að samningi uppsettum af endurskoðanda.
Oddviti vék af fundi. Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að starfssamningi oddvita og felur varaoddvita undirritun.
10. Erindi frá UMFG þar sem reifaðar eru þeirra hugmyndir að uppbyggingu íþróttaaðstöðu við félagsheimilið Árnes. Fulltrúar félagsins mæta á fundinn og fylgja erindinu eftir.
Fulltrúar UMFG, Einar Gestsson og Daði Viðar Loftsson boðnir velkomnir á fundinn og skýrðu þeir hugmynd sýna varðandi uppbyggingu á íþróttaaðstöðu við Félagsheimilið Árnes.
11. Staðfesting Umhverfisráðuneytis á samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
Staðfesting lögð fram.
12. Erindi frá Matvælastofnun varðandi samræmingu á smölun milli Hvítár og Þjórsár og slátrun fjár sem smithætta kann að stafa af.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar. Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum frá Matvælastofnun um málið.
13. Erindi frá Landgræðslunni vegna endurreisnar girðingar á Hafinu.
Oddvita er falið í samvinnu við Landgræðsluna, að vinna að lausn málsins, í samræmi við minnisblað eftir fund oddvita og Landgræðslunnar 16.06.2010. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum um hvað Landgræðslan hefur gert á umræddu svæði á undanförnum árum. Ennfremur er óskað eftir ástandsmati landsins og hve langan tíma taki að mati landgræðslustjóra að uppfylla 3. gr. samningsins.
Bókun frá Oddi G. Bjarnasyni.
Þann 14. desember 1999, var undirritaður samningur milli Landgræðslu ríkisins og Gnúpverjahrepps um uppgræðslu lands á Hafinu á Gnúpverjaafrétti. Svæðið var girt af og samningurinn þinglýstur. Með þeim samningi varð landið undir forsjá Landgræðslunnar þar til það telst svo vel gróið að mati landgræðslustjóra að eigi er nauðsyn á frekari aðgerðum af hendi landgræðslunnar. Nú bar svo við sumarið 2009 að umrædd girðing var rifin án vitundar eigenda (Landgræðslu ríkisins) en með vitund sveitarstjórnar/oddvita. Þessi gjörningur getur sett í uppnám 50 ára farsælt samstarf um uppgræðslu á Gnúpverjaafrétti og einnig haft áhrif á landnýtingarþátt gæðastýringar í sauðfjárrækt. Hvernig stóð á þessum mistökum sveitarfélagsins og af hverju hefur landgræðslugirðingin ekki verið sett upp aftur eins og Landgræðslan hefur farið fram á.
14. Erindi frá Umhverfisráðuneyti vegna aðgerðaráætlunar gegn utanvegarakstri.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í aðgerðaráætlun gegn utanvegarakstri og lýsir sig reiðubúna til samstarfs við Umhverfisráðuneytið.
15. Fundargerðir félagsmálanefndar 103. fundur haldinn 19.05.2008 og 104. fundur haldinn 03.06.2008.
Fundargerðir staðfestar.
16. Staðfesting Umhverfisráðuneytis á aðalskipulagsbreytingum í landi Minna-Hofs og Miðhúsa v/efnistökusvæða.
Staðfesting lögð fram.
17. Erindi frá umhverfisstofnun v/viðmiðunartaxta vegna refa og minkaveiða.
Lagt fram.
18. Farið yfir viðhaldsverkefni hjá sveitarfélaginu.
Oddviti sagði frá þeim viðhaldsverkefnum sem verið er að vinna á vegum sveitarinnar.
19. Rennslisstýringar í Þjórsá.
Sveitarstjórn beinir því til Landsvirkjunar að sveitarstjórn telur eðlilegt að þegar lón virkjana eru full verði náttúrulegt rennsli Þjórsár látið ráða.
20. Oddur Bjarnason reifaði mál um að auðvelda fólki að kynna sér ítarefni með fundarboði hreppsnefndar. Ritara falið að útfæra hugmyndina.
Mál til kynningar
A. Bréf frá Vinnueftirliti v/eftirlits í byggingar- og mannvirkjagerð, hertar aðgerðir.
B. Bréf frá velferðarvaktinni v/aðstæðna barna og ungmenna í því erfiða ástandi sem nú ríkir.
C. Bréf frá Félagi leikskólakennara varðandi ráðningarmál í leikskólum.
Fleira ekki. Fundi slitið 16:50