- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
66. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 4.maí 2010 kl.10.30 í Árnesi.
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Jóhanna Lilja Arnardóttir, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, Ingvar Hjálmarsson og sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Ársreikningur Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2009. Síðari umræða, fundargögn áður útsend.
Helstu niðurstöður A og B hluta eru eftirfarandi.
Rekstrarreikningur
Rekstrartekjur kr.397.639.356
Rekstrargjöld kr. -374.180.248
Fjármagnsgjöld kr. -2.367.563
Tekjuskattur kr. -114.118
Rekstrarniðurstaða kr. 21.205.663
Efnahagsreikningur
Fastafjármunir kr.345.337.601
Veltufjármunir kr.139.930.957
Eignir samtals kr.485.268.558
Skuldir og eigið fé
Eiginfjárreikningur kr. 367.915.593
Langtímaskuldir kr. 65.359.749
Eigið fé og skuldir samtals kr.485.268.558
Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri árið 2009 kr.41.308.230
2. Fundargerðir skólanefndar nr. 42. leikskólamál og 43. grunskólamál haldnir 15.04.2010.
Fundargerðir staðfestar.
3. Lagt fram til kynningarfundargerð 5. fundar Skólaráðs Þjórsárskóla haldinn 15.04.2010.
4. Lagt fram bréf frá Þjóðskrá varðandi kjörskrár til sveitarstjórnakosninga 29.05.2010.
5. Erindi frá Reyni Bergsveinssyni fyrir hönd Vasks á bakka varðandi minkaveiðar.
Erindinu hafnað.
6. Ályktun frá ráðstefunni ungt fólk og lýðræði. Lagt fram.
7. Afgreiðsla á umsókn í landbótasjóð þar sem fram kemur að veittur var styrkur upp á 450.000. kr. til landbótaverkefna á Gnúpverjaafrétti. Samsvarandi styrkur vegna Flóamannafréttar er 500.000. kr.
Sveitarstjórn fagnar afgreiðslu landbótasjóðs.
8. Úthlutun styrks að upphæð 250.000. kr. frá menningarráði Suðurlands til Landnámsdags í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
Sveitarstjórn fagnar úthlutun menningarráðs.
9. Farið yfir fyrirhugaðar breytingar á húsnæði Félagsheimilisins Árness og aðrar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Fulltrúar Kvenfélags Gnúpverja og Ungmennafélags Gnúpverja mæta á fundinn v/fyrirhugaðra breytinga í Árnesi.
Rætt um fyrirhugaðar breytingar í Árnesi. Allir sammála um að skýra þurfi betur aðkomu félaganna að húsinu til framtíðar. Kvenfélagið er samþykkt breytingunum ef geymslurými er tryggt . Sama má segja með Ungmennafélagið sem leggur ríka áherslu á að aðstaða fyrir íþróttaiðkun verði áfram tryggð. Sveitarstjórn samþykkir að fá nánari útlistingar frá arkitekt.
10. Tekin ákvörðun um fyrirhugaðan kjörstað vegna sveitarstjórnarkosninga 29.05.2010.
Kosið verður í Brautarholti.
11. Lagðar fram til kynningar afgreiðslufundagerðir byggingarfulltrúa fundur nr. 41. og fundur nr. 42. Einnig lögð fram fundargerð skipulags-og byggingarnefndar fundur nr. 23.
Mál nr. 1 Löngudælaholt 22, gestahús.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslufundargerðir byggingarfulltrúa.
Fundargerð 23. fundar skipulags-og byggingafulltrúa samþykkt.
12. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sunnan við Árnes. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nýlega tók gildi sem gerir ráð fyrir nýjum tengivegi frá Þjórsárdalsvegi yfir Þjórsá að Landvegi í Rangárvallarsýslu. Vegna breytingu á legu fyrirhugaðra vega á svæðinu breytis stærð og afmörkun smábýlalóða, auk þess sem tenging við þjóðveg færist til vesturs frá Árnesi.
Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða þar sem hún hefur eingöngu áhrif á lóðir sem ekki hafa verið stofnaðar eða úthlutað. Þá hefur færsla á tengingu við þjóðveg (staðsetning hringtorgs) þegar verið kynnt í breytingu á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir því breytinguna skv. 2. mgr. 26. gr. með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir hagsmunaaðilum á athafnalóðum við Suðurbraut.
Fundi sliti kl. 13:40