Sveitarstjórn

65. fundur 20. apríl 2010 kl. 13:00

65. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 20. apríl 2010 kl.13.00 í  Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Haukur Haraldsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.


1.   Ársreikningur 2009 lagður fram fyrri umræða, Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi mætir á fundinn.
Ársreikningi vísað til síðari umræðu.
Einar og Ingvar viku af fundi kl.14.20


2.   Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla, fundur haldinn 06.04.2010. Fundargerð lögð fram.


3.   Fundargerð félagsmálanefndar 124. fundur haldinn 06.04.2010.
Fundargerð staðfest.


4.   Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 125. fundur haldinn 08.04.2010.
Fundargerð lögð fram.


5.   Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 120. fundur haldinn 12.04.2010.
Fundargerð lögð fram.


6.   Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands 188. fundur haldinn 29.03.2010.
Fundargerð lögð fram.


7.   Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands haldinn 26.03.2010.
Fundargerð lögð fram.


8.   Ályktanir og tillögur sem samþykktar voru á héraðsþingi HSK þann 06.04.2010.
Lagðar fram.

 

9.   Erindi frá SASS þar sem óskað er eftir fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.
Samþykkt að Gunnar Marteinsson verði fulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

10.   Tillaga að innkaupareglum fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Sveitarstjórn samþykkir innkaupareglurnar.


11.   Tillaga frá Rangárbökkum um hlutafjáraukningu í félaginu.

Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti en mun ekki taka þátt í hlutafjáraukningu.

 

12.   Tillaga um skipulag málefna fatlaðra á starfsvæði SASS.
Lagt fram bréf frá SASS, dags. 30. mars 2010, ásamt tillögu um skipulag málefna fatlaðra á starfsvæði SASS.  Framlögð tillaga er niðurstaða starfshóps aðildarsveitarfélaga SASS, þar sem útfært er skipulag og þjónustusvæði við fatlaða á Suðurlandi. Tillagan var kynnt á síðasta fundi sveitarstjórnar, fundargögn þá útsend.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að skipulag málefna fatlaðra á starfssvæði SASS verði á höndum byggðasamlags og samþykkir að unnið verði áfram í framlögðum hugmyndum Sigurðar H. Helgasonar, sbr. bréf frá 30.mars 2010.

 

13.   Húsnæðismál skipulags og byggingarfulltrúa.
Lagðar fram hugmyndir og kostnaðartölur um að flytja embætti Skipulags og byggingarfulltrúa í húsnæði sem áður hýsti Héraðsskólann á Laugarvatni. 
Sveitarstjórn styður hugmyndirnar.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl: 16.00