Sveitarstjórn

64. fundur 06. apríl 2010 kl. 10:30

64. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 6. apríl 2010 kl.10.30 í  Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.


1. Fundargerðir félagsmálanefndar 122. fundur haldinn 24.02.10 og 123. fundur haldinn 02.03.10.
Fundargerðir staðfestar.


2. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 22. fundur haldinn 23.03.10 og afgreiðslufundir byggingarfulltrúa nr. 39 og 40.

Fundur 22.
Mál 1 Fossnes stöðuleyfi 40 feta kæligámur
Mál 22, Deiliskipulag í Brautarholti á Skeiðum
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi  svæðisins verður auglýst samhliða deiliskipulaginu.
Mál 28. Flatir breyting á deiliskipulagi
Hreppsnefnd staðfestir fundargerð nr. 22.


Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa nr. 39.og 40
Fundargerðir lagðar fram.
                 

3.  Fundargerð 432. fundar stjórnar SASS haldinn 26.03.10.
Fundargerð lögð fram.

 

4.  Fundargerð aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 22.03.10.
Fundargerð lögð fram.

 

5.  Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 96. fundur haldinn 08.02.10 og 97. fundur haldinn 01.03.10. einnig lagðar fram fundargerðir fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu 81. fundur haldinn 21.01.10 og 82. fundur haldinn 19.02.10.
Fundargerðir lagðar fram.

 

6.  Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 291. fundur haldinn 03.03.10.
Fundargerð lögð fram.


7.  Lagt fram til umsagnar aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi.


Bókun:
Í gildandi Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gert ráð fyrir miðlunarlóni vegna Urriðafossvirkjunar með lónhæð upp á allt að 51 m.y.s. í samræmi við niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Í tillögu að Aðalskipulagi Flóahrepps sem nær yfir fyrrum Villingaholtshrepp gildandi er gert ráð fyrir miðlunarlóni með lægri lónhæð eða 50 m.y.s. Þrátt fyrir þennan mun er það mat sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps að það feli ekki í sér ósamræmi við gildandi aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

8.  Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi þar sem farið er fram á umsögn vegna rekstur gististaðar í Nonnahúsi  á Miðhúsum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.


9.  Staðfesting frá Umhverfisráðuneyti á breytingu á aðalskipulagi vegna vegalagningar og brúargerðar yfir Þjórsá á móts við Árnes.
Sveitarstjórn fagnar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna vegar og brúar yfir Þjórsá, en bendir jafnframt á að ósamræmis gætir í úrskurðum umhverfisráðuneytisins, þar sem ráðherra synjaði staðfestingar á annari breytingu aðalskipulags þ.e. vegna  Hvamms og Holtavirkjana. Sömu forsendur eru vegna beggja skipulagsbreytinga.

 

10.  Erindi frá Fagfélaginu á Stóra Hofi með ósk um niðurfellingu fasteignargjalda á ónotuðum lóðum félagsins.
Erindinu hafnað.

 

11.  Drög að innkaupareglum fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Samþykkt að gera breytingar og leggja fram á næsta fundi.

 

12.  Kynning og  fundargerð vegna  hugmyndar að stofnum Matarsmiðju í uppsveitum Árnessýslu.
Lagt fram.

 

13.  Hugsanleg þátttaka í sameiginlegu verkefni varðandi urðun seyru.
Sveitarstjórn hafnar þáttöku í verkefninu.


14.  Umsögn um eftirfarandi þingmál  frv. til skipulagslaga 435. mál/ frv. til laga um mannvirki 426.mál/ frv. til laga um brunavarnir 427.mál / og frv. til laga um sveitarstjórnarlög 452. mál.
Athugasemd sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps við frumvarp til skipulagslaga mál nr. 435.


Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps telur nauðsynlegt að í nýjum skipulagslögum verðir heimild til handa sveitarfélögum að endurheimta frá framkvæmdaraðila  kostnað sem hlýst af breytingum á aðalskipulagi  eins og gert var ráð fyrir í 20. gr. eldri draga að frumvarpi til skipulagslaga. Flestar breytingar á skipulagi eru unnar að óskum lóðarhafa eða framkvæmdaraðila, það er því eðlilegt að þeir beri kostnað vegna breytinganna. Fráleitt er að halda því fram að það hafi áhrif á ákvarðanatöku sveitarstjórna þó lóðarhafar eða framkvæmdaraðilar greiði útlagðan kostnað vegna skipulagsbreytinga.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að Skipulagsstofnun fái fullnaðarvald til þess að staðfesta  aðal- og svæðisskipulagstillögur til að tryggja að fagleg sjónarmið ráði staðfestingu eða höfnun skipulagstillagna og stytta um leið þann tíma sem skipulagsferlið tekur.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að ef sú tilhögun nær ekki fram að ganga  að skýr tímamörk verði sett á þann tíma sem ráðherra hefur til að afgreiða aðalskipulagstillögur. Það er okkar álit að 2 mánuðir sé vel ríflegur tími fyrir ráðherra til að afgreiða svona mál. Með öllu er óásættanlegt að sveitarfélag þurfi að bíða í meira en 14 mánuði eftir úrskurði ráðherra eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur þurft að gera, slíkur afgreiðslumáti getur ekki talist ásættanleg stjórnsýsla.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við önnur ofangreind frumvörp.

 

15.  Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins.
Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir nánari útlistanir lagðar fyrir næsta fund.

 

16.  Tillaga um skipulag málefna fatlaðra á starfssvæði  SASS.
Farið yfir stöðu mála.

 

17.  Verðkönnun á hreinlætisvörum.
Ákveðið að undirbúa útboð á hreinlætisvörum.

 

18.  Styrkir til framboða.
Sveitarstjórn samþykkir að veita hverju framboði til sveitarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum kr. 50.000 í styrk. Einnig frían aðgang að húsnæði sveitarfélagsins til fundarhalda.

 

19.  Skyndihjálparnámskeið 
Búnaðarfélög, ungmennafélög og kvenfélög í Skeiða- og Gnúpverjahreppi óska eftir niðurfellingu á húsaleigu vegna skynhjálparnámskeiðs, sem þau standa fyrir 18. apríl.
Sveitarstjórn samþykkir að fella niður húsaleigu.


Fleira ekki gert fundi slitið kl: 14.30