Sveitarstjórn

60. fundur 12. janúar 2010 kl. 10:30

60.   fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 12. janúar 2010 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

 

1.   Ívar Pálsson Lögmaður mætti á fundinn og fór  yfir þau mál sem hann hefur verið að vinna fyrir sveitarfélagið.
Lögð fram drög að viðauka við rammasamning frá 26. júní 2008 milli Landsvirkjunar og sveitarstjórnar  Skeiða – og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórn áréttar fyrri bókun frá 3. nóv. 2009 um að ekki sé ástæða til að endurskoða samninginn að svo komnu máli sbr. bréf  Landslaga  lögfræðistofu til Umhverfisráðuneytisins frá 8. okt. 2009.


2.   Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 184. fundur haldinn 11. des 2009.  Einnig viðauki við samkomulag vegna móttöku á úrgangi frá Sorpstöð Suðurlands.
Lögð fram

3.   Fundargerð stjórnar SASS  430. fundur  haldinn 11.des 2009.
Lögð fram

4.   Erindi frá Stóra- Núpssókn varðandi framkvæmdir við kirkjugarð á Stóra-Núpi .
Hreppsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum áður en ákvörðun um styrk er tekin.

5.   Erindi frá Ferðaklúbbnum 4x4 með ósk um lækkun á fasteignagjöldum á fjallaskálanum Setrinu.
Erindinu hafnað


6.   Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 19. fundur frá  22.12.2009 einnig lögð fram afgreiðsla Byggingafulltrúa  36. fundur frá 02.12.2009.

Fundargerð 19. fundar frá 22.12.2009 Nr. 8. Björnskot, atvinnuhúsnæði. Samþykkt
Nr. 16. Þjórsárholt – Jarphagi . Samþykkt skv.25.gr. skipulags – og byggingarlaga.
Nr. 17. Þjóðlendur Skeiða – og Gnúpverjahrepps stofnun lands. Til kynningar.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa 36. Fundur 02.12.2009 
Nr. 14. Árhraunsvegur 17  Staðfest.

7.   Fundargerð stjórnar Skipulags-og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps   4. fundur frá  22.12.2009.
Fundargerð staðfest.

8.  Tvö erindi frá Matvælastofnum, annars vegar um fé sem heimtist utan sinna heimarétta, og hins vegar tillaga að nýjum nöfnum á sauðfjárveikihólfum og litamerkingar sauðfjár í  Árnessýslu.
Til kynningar.

9.   Svar frá Landsvirkjun vegna ályktunar Þjórsársveita um Búðarhálsvirkjun.
Lagt fram.

10.   Skipan í nefnd til að sjá um landnámsdag.
Form:  Eyþór Brynjólfsson
Aðrir:  Sigrún Bjarnadóttir, Valgerður Auðunsdóttir, Dorothee Lubecki og Jóhannes Sigurðsson.

11.   Vinnuhópur um efnistök vegna sýningar í Árnesi.
Tryggvi Steinarsson, Skafti Bjarnason, Ástrún Davíðsson, Kristjana Gestsdóttir og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi.


12.   Trúnaðarmál

 

Fleira ekki gert. 

Fundi slitið kl. 15.15