- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Oddviti bauð nýjan varamann velkominn á fund
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. Breytingar á samþykktum - Önnur umræða
Tekin var til annarrar umræðu breytingar á samþykktum Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita er varðar valdheimildir skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða, með 5 atkvæðum, breytta samþykkt Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita.
2. Skóla- og velferðarþjónusta. Fundargerð-51. fundur Hækkun tekju- og eignaviðmiða.
Lögð var fram fundargerð 51. fundar Skóla- og velferðarþjónustunnar. Tekin var fyrir tillaga skv. 8. tl fundargerðar um að hækka tekju- og eignaviðmið vegna sérstaks húsnæðisstuðnings í samræmi við viðmiðunarfjárhæðir í leiðbeiningum frá Félags- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga. Lagt er til að breytingin taki gildi 1. nóvember nk. og verði endurskoðuð aftur í ársbyrjun 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum, að tekju- og eignaviðmið verði hækkuð í samræmi við viðmiðunarfjárhæðir í leiðbeiningum frá Félags- og barnamálaráðherra. Að öðru leyti var fundargerð lögð fram og kynnt.
3. Samþykkt um stjórn sveitarfélaga
Afgreiðslu frestað
4. Starfsmannamál
Ýmis starfsmannamál voru rædd, m.a. starfsmannahald, hugmyndir að jólagjöfum starfsmanna, og starfsmannaskemmtun.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar málinu áfram til frekari hugmyndavinnu.
5. Starfsmannamál - Leikskóli
Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
Leikskólastjóri mætti undir þessum dagskrárlið og fór yfir starfsemi og aðstöðu í leikskólanum,
6. Starfsmannamál – Grunnskóli
Óskað er eftir að halda auka stöðugildi uppá 40% til áramóta v. aukinna þarfa á stuðningi við börn. Umræður sköpuðust um þörf á aðstoðarskólastjóra í Þjórsárskóla..
Sveitarstjórn felur skólastjóra og sveitarstjóra að útfæra málið, varðandi auka stöðugildi, frekar út frá fjárhagsáætlun. Ekki er tekin afstaða á þessum grunni um þörf á aðstoðarskólastjóra. Sveitarstjóra falið að kanna frekari útfærslu á starfi atstoðarskólastjóra hjá skólastjóra.
7. Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. Fundargerð 223. fundur.
30. Reykjahlíð L166492; Reykjahlíð 2; Stofnun lóðar - 2109023
Lögð er fram umsókn frá Sveini Ingvarssyni og Katrínu Helgu Andrésdóttur er varðar stofnun lóðar og staðfestingu á legu lóðar innan jarðarinnar Reykjahlíð L166492. Óskað er eftir að stofna 3.195 fm lóð, Reykjahlíð 2, utan um þegar byggt íbúðarhús. Einnig er óskað eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun íbúðarhúsalóðarinnar Reykjahlíð lóð L193692. Lóðin mælist 906 fm en er skráð með stærðina 0,0 í fasteignaskrá. Jafnframt er óskað eftir því að lóðin fái staðfangið Reykjahlíð 1.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og staðfestingu á legu lóðar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum umsókn eigenda að Reykjahlíð um stofnun og staðfestingu á legu lóðar innan jarðarinnar Reykjahlíð L166492 og að staðfest verði hnitsett afmörkun íbúðarhúsalóðarinnar Reykjahlíð lóð L193692 og að lóðin fái staðfangið Reykjahlíð I.
31. Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2009070
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Kílhrauns land L191805 Áshildarvegur 2-26. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði. Málið var samþykkt til auglýsingar að undangengnu samþykki Skipulagsstofnunar á fundi sveitarstjórnar þ. 23.6.2020. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna birtingu auglýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur m.a. fram að stofnunin telji að gera þurfi betur grein fyrir forsendum aðalskipulagsbreytingar um stækkun íbúðarbyggðarinnar, m.a. með hliðsjón af fjölda íbúðarhúsa og óbyggðra lóða innan núverandi íbúðarbyggðar. Skipulagsnefnd telur að lagðar séu fram fullnægjandi forsendur fyrir breytingunni innan uppfærðra gagna skipulagsins þar sem farið er yfir aukna eftirspurn eftir íbúðarhúsalóðum innan uppsveita Árnessýslu auk ákveðinna fyrirvara sem lagðir eru fram innan aðalskipulags er varðar þætti sem geta haft áhrif á íbúafjölda og íbúðarþróun innan sveitarfélagsins. Áshildarmýri þykir afar hentugt byggingarland og eru nú þegar 5 lóðir byggðar á svæðinu sem aðalskipulagsbreytingin nær yfir. Á öllu svæðinu (ÍB1 Áshildarmýri) sem verður um 31 ha að stærð eftir breytingu eru 16 lóðir byggðar og 12 óbyggðar. Að mati nefndarinnar er svæðið auk þess vel staðsett m.t.t. tengingar við stofnveg og nálægðar við aðliggjandi þjónustu innan og utan sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, sem felur í sér að Kílhraun, land L191805, Áshildarvegur 2-26 breytist að hluta til í íbúðarsvæði.
32. Minni-Mástunga L166582; Minni-Mástunga 3; Stofnun lóðar - 2104066
Lögð er fram beiðni Sigurðar U. Sigurðssonar, f.h. landeigenda, um breytingu á staðföngum lóða innan Minni-Mástungu í framhaldi af samþykkt um stofnun íbúðarhúsalóðar við bæjartorfu jarðarinnar. Í ljós hefur komið að fyrirhugað númer nýju lóðarinnar, Minni-Mástunga 3, gengur ekki upp þar sem þegar er til lóð með staðfangið Minni-Mástunga 1-5 sem er við götu fyrir neðan bæjartorfuna ásamt tveimur öðrum þegar stofnuðum lóðum innan deiliskipulags þess svæðis. Óskað er eftir að neðri gatan fái staðvísinn Höfðabraut og viðeigandi númer og að nýja lóðin fái þá staðfangið Minni-Mástunga 2. Nafnið Höfðinn er örnefni á höfðanum ofan við bæjartorfuna.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við breytt staðföng lóða innan Minni-Mástungu.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að gera ekki athugasemd við breytt staðföng á lóðum innan Minni-Mástungu.
33. Skarð (Stekkur) L166686; Skarð 1 L174781; Breytt stærð, afmörkun og heiti lóðar - 1802006
Lögð er fram endurnýjuð beiðni hönnuðar, f.h. hönd landeiganda, um breytingu á staðfangi L166686 úr Skarð í Stekkur. Umsókn um breytinguna var hafnað á sínum tíma þar sem til voru lóðir með sama staðfangi innan sama póstnúmers (801) en ekki var gerð athugasemd við heitið Skarðstekkur. Með póstnúmerabreytingu Póstsins árið 2019 þá breyttist póstnúmer Skeiða- og Gnúpverjahrepps í 804. Engin lóð innan þess póstnúmer hefur staðfangið Stekkur og er því óskað eftir þessu staðfangi að nýju.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé gerð athugasemd við breytt staðfang landeignar.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að gera ekki athugasemd við breytingu á staðfangi L166686 úr Skarð í Stekk.
8. Samband íslenskra sveitarfélaga. Stafræn umbreyting.
Lagt var fram bréf frá sambandinu um þátttökuboð í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2022. Jafnframt var lögð fram kostnaðaráætlun sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps til verkefnisins. Verkefnin sem ráðast á í árið 2022 eru t.d. Microsoft leyfamál, einföldun á skjalavistun, rafræn skil gagna, spjallmenni og sjálfsafgreiðslulausn við umsókn á félagslegu húsnæði.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða, með 5 atkvæðum, að taka þátt í öllum 5 verkefnunum um stafræna umbreytingu fyrir árið 2022. Taka þarf tillit til þessa verkefnis í fjárhagsáætlun 2022.
9. Samband Íslenskra sveitarfélaga. Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.
Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt var að sambandið hafi fengið styrk úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna í sveitarfélögum. Hvert sveitarfélag þarf að tilnefna tvo fulltrúa til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir, með 5 atkvæðum, að taka þátt í innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og samþykkir að tilnefna Hrönn Jónsdóttur starfsmann á skrifstofu sveitarfélagsins og Matthías Bjarnason sem sína fulltrúa í verkefnið.
10. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Breyting á reglugerð um jöfnunarsjóðsgreiðslur
Lögð fram drög að breytingu á reglugerð frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um útreikning á tekjujöfnunarframlagi sem ætlað er að jafna tekjur sveitarfélaga. Ný aðferð við útreikning miðast að því að framlög verði aðlöguð að því fjármagni sem er til ráðstöfunar með hlutfallsreikningi, í takt við önnur framlög sjóðsins. Markmið breytinganna er að fjölga þeim sveitarfélögum sem hljóta tekjujöfnunarframlag og mun leiða til frekari tekjujöfnunar sveitarfélaga.
Sveitarstjórn telur að þessi breyting muni hafa lítil áhrif á sveitarfélagið.
11. Samband íslenskra sveitarfélaga. Húsnæðissjálfseignastofnun
Erindi tekið aftur upp frá síðasta fundi. Hugmyndin, sem mótuð hefur verið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses) sem mun starfa á landsbyggðinni og vinna að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeim hópum sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vera með.
12. Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfs
Lögð fram beiðni frá Samtökum um kvennaathvarf um rekstrarstyrk v. ársins 2022 að fjárhæð 100.000 kr.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í beiðnina og samþykkir með 5 atkvæðum beiðni um styrk til Samtaka um kvennaathvarf að fjárhæð 100.000 kr.
13. Ósk um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða
Lögð fram beiðni um þáttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Miðað er við að sveitarfélag taki þátt í kostnaði til jafns við einstaklinga frá viðkomandi svæði. Sumarið 2021 dvöldu 284 einstaklingar frá 25 sveitarfélögum í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, þar af einn frá Skeiða og Gnúpverjahreppi.
Sveitarstjórn tekjur jákvætt í beiðnina og samþykkir með 5 atkvæðum beiðni um styrk til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að fjárhæð 57.000 kr.
Mál til kynningar:
14. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Breyttar reglur um reikningsskil.
Lagt fram til kynningar. Skoða þarf þetta sérstaklega við vinnslu fjárhagsáætlunar sem nú er í gangi.
15. Héraðsskjalasafn Árnesinga. Fundargerð.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16. Byggðasafn Árnesinga. Fundargerð 22. fundur.
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga og fundargerð bygginganefndar Búðarstígs 22 lagðar fram til kynningar.
17. Heilbirgðiseftirlit Suðurlands. Fundargerð 214 fundur.
Fundargerð lögð fram til kynningar ásamt tillögu að samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi og tillögu að breytingum á samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
18. Boð á afmælisráðstefnu Vinnueftirlits Ríkisins.
Lagt fram til kynningar.
19. Önnur mál löglega fram borin.
Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita. Fundargerð 225. fundur.
23. Þjórsárholt (Brattakot) L166703; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð og heiti lóðar- 2110015.
Lögð er fram umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar f.h. lóðarhafa um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð sumarbústaðalóðarinnar Þjórsárholt L166703. Lóðin er skráð 10.000 fm. en skv. hnitsetningu þá mælist lóðin 5.005 fm. og er sú stærð og afmörkun sambærileg við lóðarleigusaming frá 1983 sem þarf að endurnýja. Einnig er miðað við fyrirliggjandi hnit fyrir aðliggjandi lóð, Jarphagi 3. Samhliða er óskað eftir að lóðin Þjórsárholt fái staðfangið Brattakot sem er heiti sem lóðin hefur gengið undir frá stofnun hennar. Staðfangið Þjórsárholt er þegar til á L166616 sem er upprunajörð lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar og breytt staðfang skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að gera ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar og samþykkir breytt staðfang lóðarinnar úr Þjórsárholti í Brattakot.
Fundi slitið kl. 17.30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3. nóvember 2021, kl 14.00. í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: