58. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps fimmtudaginn 1. desember 2009 kl. 13:00 í Árnesi. Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Samþykkt að taka á dagskrá málefni upplýsingamiðstöðvar í Árnesi.
1. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2010
Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi mætti og fór yfir áætlunina með sveitarstjórn.
Samþykkt að vísa áætlun til annarrar umræðu.
2. Gjaldastefna fyrir árið 2010 ákveðin, framhald umræðna frá síðasta fundi sveitarstjórnar og tillögur sem þar voru lagðar fram teknar til afgreiðslu.
Álagning gjalda hjá Skeiða-og Gnúpverjahreppi árið 2010 eftirfarandi.
a. Útsvar
Útsvar fyrir árið 2010 verður 13.28%
b. Fasteignagjöld
i. A- flokkur. Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr.í lögum nr.4/1995 verður 0.60% af heildar fasteignamati.
ii. B- flokkur . Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3. Gr. í lögum nr.4/1995 verður 1.32% af heildar fasteignamati.
iii. C- flokkur. Fasteigna skattur atvinuhúsnæðis og öðrum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1.65% af heildar fasteignamati.
Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7.febrúar 2006. Samkvæmt 3. gr þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67.ára, og þeir sem eru 75% öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af öðrum tekjuviðmiðið er í lið 7. Gjalddagar fasteignaskatts eru í lið 8.
c. Vatnsgjald
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, og sumarhús verður óbreitt frá þeirri gjaldskrá sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 6. október 2009.
d. Seyrulosunargjald
Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr.149/2004 um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 5.555.- kr. á rotþró.
5. Sorpgjöld
Sorpgjöld er lögð á samkvæmt samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða-og Gnúpverjahreppi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 8.des 2005. Samþykktin var staðfest á 84 fundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 14.mars 2006, og staðfest af Umhverfisráðuneyti þann 5.janúar 2007. Sorpgjöld árið 2010 verða eftirfarandi.
Sorphirðugjald 240 L 7.835.- kr.
Sorphirðugjald 660 L 21.603.- kr.
Sorphirðugjald 1.100 L 35.990.- kr.
Sorpeyðingargjald íbúðarhús 7.479.- kr.
Sorpeyðingargjald sumarhús 5.600.- kr.
Sorpeyðingargjald atvinnu 20.377.- kr.
e. Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.
f. Tekjuviðmið vegna afsláttar frá fasteignaskatti 2010.
Tekjur einstaklinga Afsláttur
Frá 0 kr. til 1.889.075 kr. 100%
Frá 1.889.086 kr. til 2.162.382 kr. 80%
Frá 2.162.383 kr. til 2.289.582 kr. 60%
Frá 2.289.583 kr. til 2.424.262 kr. 40%
Frá 2.424.263 kr. til 2.566.866 kr. 20%
Frá 2.566.867 kr. og hærri 0%
Tekjur hjóna Afsláttur
Frá o kr. til 2.877.512 kr. 100%
Frá 2.877.513 kr. til 3.136.658 kr. 80%
Frá 3.136.659 kr. til 3.394.389 kr. 60%
Frá 3.394.390 kr. til 3.653.535 kr. 40%
Frá 3.653.536 kr. til 3.914.090 kr. 20%
Frá 3.914.091 kr. og hærri 0%
Gjaldastefna samþykkt.
3. Fundagerð Umhverfisnefndar frá 05.11.09.
Fundargerð staðfest.
4. Fundargerð skólanefndar fundur nr. 40 haldinn 19.11.09.
Fundargerð staðfest
5. Fundargerð skipulags og byggingarnefndar fundur nr. 18 haldinn 25.11.09 og afgreiðslufundur byggingarnefndar fundur nr. 35 haldinn 11.11.09.
Fundargerð nr.18
Máli númer 11 málsnúmer 20080831031 Jarphagi, frestað
Máli númer 12 málsnúmer 200911922173 Hulduheimar, frestað
Mál númer 13 málsnúmer 200911402189 Sandlækur, samþykkt
Afgreiðslufundur byggingarnefndar nr. 35.
Staðfestur.
6. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps vegna spildu úr landi Álfsstaða.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á spildu úr landi Álfsstaða. Landsspildan sem kallast Hulduheimar er um 44.8 ha að stærð og er í dag öll skilgreind sem landbúnaðarsvæði. Með breytingunni er um 7 ha svæði spildunnar breytt í frístundabyggð vegna áforma um að byggja þar nokkur frístundahús, en meginhluti spildunnar verður áfram nýtt sem landbúnaðarland. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi svæðisins og hefur hún verið lögð fram til kynningar í skipulags- og byggingarnefnd.
Samþykkt að kynna tillöguna skv. 1. Mgr. 17. Gr. Skipulags og byggingalaga.
7. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 frá skipulags-og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Lögð fram.
8. Ósk um umsögn vegna tillögu að aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022. Gögn afhent á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að fara yfir skipulagið og staðfesta að það sé í samræmi við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
9. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni með ósk um fjárstuðning.
Erindinu hafnað.
10. Erindi með ósk um fjárbeiðni frá Stígamótum.
Erindinu hafnað.
11. Erindi frá UMFÍ þar sem vakin er athygli á samþykktum frá 46. Sambandsþingi UMFÍ. Lagt fram.
12. Erindi frá Vottunarstofunni Tún v/sölu hlutafjár.
Sveitarstjórn hafnar forkaupsrétti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
13. Fundargerð vegna Þjósársveita.
Lögð fram.
14. Kynnt kauptilboð í Bugðugerði 5a.
Samþykkt að fela oddvita að selja Bugðugerði 5a á grundvelli kauptilboðs, frá Lögmönnum suðurlands í umboði Hildar Lilju Guðmundsdóttur og Björns Júlíusar Grímssonar.
15. Sorpurðun og mál henni tengd.
Farið yfir valkosti í urðunarmálum.
16. Kynnt vinna sem er í gangi varðandi lausn á kaldavatnsmálum í Árnesi.
Frestað til næsta fundar.
17. Upplýsingamiðstöð í Árnesi
Helgi Bjarnason frá Landsvirkjun og Björn G. Björnsson sýningahönnuður mættu á fundinn. Björn greindi frá sinni vinnu við undirbúning sýningar sem ætluð er í upplýsingamiðstöðina.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.30