Sveitarstjórn

57. fundur 19. nóvember 2009 kl. 13:00

 

57.   fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps fimmtudaginn 19. nóvember 2009 kl. 13:00  í Árnesi.  Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Helgi Bjarnason frá Landsvirkjun hafði óskað eftir að koma á fundinn eftir boðun fundar. Samþykkt að ræða við Helga.

1. Fundargerð félagsmálanefndar 117. fundur frá 04.11.09.
Fundargerð staðfest.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 122. fundur frá 14.10.09.
Lögð fram.

3. Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands 178. fundur frá 02.10.09.
179. fundur frá 14.10.09 og 180. fundur frá 23.10.09
 Lagðar fram.

4. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 288. fundur frá       04.11.09.
Lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 429. fundur frá   13.11.09.
Lögð fram.

6. Fundargerð 50. fundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 29.10.09.
Lögð fram.

7. Fundargerð  4. aðalfundar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 15.10.09.
Lögð fram.

8. Fundargerð 40. aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá 15.-16.10.09.
Lögð fram

9. Bréf frá umhverfisstofnun vegna refaveiða.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur mjög misráðið að ríkið hætti stuðningi við refaveiðar. Sveitarstjórn bendir á það ójafnvægi sem verður í lífríkinu ef veiðum er hætt. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að verið er að færa kostnað frá ríki til sveitarfélaga.

10.  Gistiheimilið Nónsteinn. 
 Málin rædd

11. Áður gerðir samningar við Landsvirkjun 
Helgi Bjarnason mætti á fundin til að ræða áður gerða samninga við Landsvirkjun, vegna úrskurðar Samgönguráðuneytisins um samning Flóahrepps og Landsvirkjunar. Einnig rædd drög að samstarfssamningi um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Árnesi og drög að samningi um Búðafossveg.

12. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Gjaldastefna ákveðin og farið yfir helstu áherslur í viðhaldsmálum og framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins á næsta ári. 
Samþykkt að útsvar verði óbreytt 13.28% fyrir árið 2010.
 
Öðrum liðum frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. 
Fundi slitið kl. 16.20