Sveitarstjórn

56. fundur 03. nóvember 2009 kl. 10:30

56.  fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 3.nóvember 2009 kl. 10:30 í Árnesi. Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti,Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gunnar setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1.   Fundargerð félagsmálanefndar 116. fundur frá 06.10.09.

Fundargerð staðfest.

2.   Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 427. fundur frá 25.09.09. og 428.fundur frá 14.10.09.

Lagðar  fram.

3.   Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 121. fundur frá 24.09.09.

 Lögð fram

4.   Fundargerðir stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 116. fundur frá 25.09.09 og 117. fundur frá 14.10.09.

Lagðar fram


5.   Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 177. fundur frá 25.09.09.

Lögð fram.

6.   Fundargerð Tónlistaskóla Árnesinga 151. fundur haldinn 12.10.09.

Lögð fram.

7.   Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla frá 29.09.09.

Fundargerð staðfest

8.   Erindi frá Barnaheill sem beint er til ríkis og sveitarfélaga um að standa vörð um réttindi barna, og að ekki verði skert þjónusta við þau eða fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðismála eða félagsþjónustu.

Lagt fram.

9.   Erindi frá félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi varðandi þjónustu sveitarfélaganna , og  tilmæli um að hún verði ekki skert á þessum samdráttartímum.

Lagt fram.

10.   Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands. Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi mætir á fundin og fer yfir málið, auk annarra mála sem hún er að vinna að.

Ásborg fór yfir ferðamál svæðisins og telur framtíð ferðaþjónustu góða. Árið 2009 sé það besta frá upphafi og mikil gróska sé í ferðaþjónustu. Hún fór einnig yfir hlutverk og stefnu Markaðsstofu Suðurlands.

Markaðsstofa Suðurlands óskar eftir framlagi frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi að upphæð 350 kr. pr. íbúa.
Sveitarstjórn samþykkir framlagið.

11.  Erindi frá aðalfundi Kennarafélags Suðurlands haldið á Flúðum 25.09.09.
 
 Lagt fram.

12.  Erindi frá Samgönguráðuneyti dags. 15.október með fyrirspurn um framgang mála vegna úrskurðar þess um lóð nr. 6 á Flötum. Eigendur lóðar nr.5 mættu á fundinn.

Lagt fram bréf dags. 29.október 2009 frá lögmanni sveitarfélagsins Ívari Pálssyni  til Samgönguráðuneytisins .

Sigmundur Magnússon mætti á fundin ásamt fjölskyldu sinni.
Sigurgeir sonur hans fór yfir málið frá þeirra sjónarhóli og óskaði eftir því  að lausn fyndist á landamerkjum milli lóða 5 og 6 á Flötum. 
Oddvita falið að vinna að lausn málsins.


13.  Erindi vegna óskar um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2010.

Erindi hafnað.

14.  Bréf frá Umhverfisstofnun vegna erindis frá Gísla Má Gíslasyni formanni Þjósárveranefndar.
Áður á dagskrá sveitarstjórnar þann 25.08.09.
Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til Umhverfisráðuneytis dags. 2.október 2009.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.

15.  Erindi frá Lögmannsstofunni LEX. Efni: beiðni um afhendingu gagna. Erindið er sent fyrir umbjóðendur lögmannsstofunnar sem er hópur íbúa í Skeiða‐og Gnúpverjahreppi með Odd Bjarnason Kálfhólum 4 Selfossi í fyrirsvari.

Lagt fram áðursent svar við erindi Lögmannsstofunnar LEX frá Landslögum fh. Skeiða og Gnúpverjahrepps.

16.   Deiliskipulagstillögur fyrir Minna‐ Núp og Þrándartún.

Málsnr. 200910372102    Svf.  Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Heiti máls Minni-Núpur stofnun lóðar

Lagt fram lóðablað ásamt umsókn, yfir 4 lóðir úr landi Minni-Núps 166583 merktar A, B, C og D, þar sem óskað er eftir að lóð B verði stofnuð þar sem hún hefur ekki fengið landnúmer þó svo að bústaður hafi lengi staðið á lóðinni. Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Heiti máls Þrándartún í landi Þrándarholts- deiliskipulag
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir Þrándartún 9,70 ha svæði úr landi Þrándarholts. Gert er ráð fyrir sex 6.848 fm íbúðahúsalóðum og sex 5.000 fm lóðum undir hesthús, matjurtagarð eða trjárækt. Aðalskipulagsbreyting sem auglýst var samhliða deiliskipulaginu var nýlega staðfest af umhverfisráðuneytinu. Samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

17.  Rætt um rammasamkomulag sem í gildi er milli sveitarfélagsins og Landsvirkjunar og hugsanlegar breytingar á því.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til breytinga á rammasamkomulaginu fyrir sitt leyti, að svo komnu máli.

18.  Gjaldskrármál vegna fjárhagsáætlunar 2010.

Gjaldskrármál rædd.

19.  Bréf um  ágóðagreiðslu Eignarhaldsfélags Brunabótarfélags Íslands, hlutur sveitarfélagsins er 1.272.000.‐ .

Lagt fram.

20.  Beiðni um umsögn vegna endurskoðunar á jarða‐ og ábúðarlögum.

Lagt fram.

21.  Fundargerð Þjórsársveita með Landsvirkjun.

Lögð fram.

22.  Farið yfir akstur leikskólabarna.

Málin rædd.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 15.45