- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
55. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 6. október 2009 kl. 10:30 í Árnesi. Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera. Jafnframt óskaði hann að taka á dagskrá bréf frá Skipulagsstofnun frá 25.sept. 2009.
1. Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 286. fundur frá 02.09.2009. og 287. fundur frá 22.09.2009.
Lagðar fram.
2. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 115 frá 10.09.2009 og Ársskýrsla Skólaskrifstofunnar fyrir skólaárið 2008-2009.
Lagðar fram.
3. Fundagerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 426. fundur frá 11.09.2009.
Lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 176. fundur frá 11.09.2009 og fundargerð starfshóps um framtíðarskipulag úrgangsmála á Suðurlandi frá 04.09.2009.
Lagðar fram.
5. Fundargerð félagsmálanefndar 115. fundur frá 01.09.2009, einnig fylgir með ársskýrsla félagsþjónustunnar.
Fundargerð lögð fram.
6. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 16. fundur frá 20.09.2009, einnig fundargerðir með aðgreiðslum byggingafulltrúa 31. fundur frá 26.08.2009 og 32. fundur frá 09.09.2009.
Fundargerðir samþykktar.
7. Fundargerð aðalfundar Afréttamálafélags Flóa- og Skeiða frá 27.08.2009.
Fundargerð samþykkt.
8. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu 78. fundur frá 26.08.2009.
Samþykkt vegna 4. liðar önnur mál: Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að formaður BÁ og slökkviliðsstjóri kanni möguleika á auknu samstarfi við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins sem gæti leitt til hagkvæmari reksturs BÁ.
Sveitarstjórn bendir enn fremur á að leita mætti fleiri leiða til að draga úr rekstrarkostnaði BÁ.
Fundargerð samþykkt að öðru leyti.
9. Ályktanir frá landsþingi Kvenfélagasambands Íslands sem fram fór í Stykkishólmi í lok júní 2009.
Lagt fram.
10. Umsókn um styrk vegna eldvarnaátaks 2009.
Umsókn frá Landsambandi Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna um styrk vegna eldvarnarátaks 2009. Sveitarstjórn telur að Brunavarnir Árnessýslu eigi að sjá um eldvarnarfræðslu á svæðinu.
11. Tillaga að gjaldskrá fyrir kaldavatnsveitur Skeiða-og Gnúpverjahrepps.
1. Vatnsgjald er 0,30% af fasteignamati íbúðarhúsa og lóða, þó að hámarki 35 þúsund og að lágmarki 23 þúsund krónur.
2. Vatnsgjald atvinnuhúsnæðis skal vera 0,2% af fasteignamati þó að lágmarki 23 þúsund.
3. Vatnsgjald sumarhúsa skal vera 20 þúsund.
4. Heimæðagjald vatnsveitu Skeiða-og Gnúpverjahrepps er kr. 150 þúsund. Innifalið í gjaldinu er tenging við vatnsveitu sveitarfélagsins og efniskostnaður síðustu 25 metra að húsi miðað við 25mm. þvermál rörs. Skilyrt er að starfsmaður sveitarfélagsins sjái um tengingu við vatnsveitu og samþykki frágang lagnar. Gjaldtaka hefst eftir að starfsmaður sveitarfélagsins hefur staðfest tengingu þó ekki sé lokið byggingum sem til standa á eigninni.
5. Í fyrirtækjum og hjá einstaklingum þar sem vatn er notað umfram það sem talist getur eðlilegt, eða þar sem rekstur krefst mikillar vatnsnotkunar, er heimilt auk vatnsgjalds að innheimta sérstakt gjald notkunargjald. Notkunargjald skal notandi að jafnaði greiða samkvæmt notkun vatns mældri í rúmmetrum. Notkunargjald er 23 kr/m3.
Fyrir rennslismæla skal greidd mælaleiga á ári eftir stærð mælis :
15 mm 7.386 kr
20 mm 7.522 kr
25 mm 9.683 kr
32 mm 10.842 kr
50 mm 15.965 kr
80 mm 41.787 kr
6. Gjalddagar vatnsgjalds eru þeir sömu og ákveðnir eru fyrir fasteignagjöld og skal innheimtu hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalda.
7. Heimæðargjald miðast við byggingarvísitölu og uppfærist á hverju ári. Byggingarvísitala í janúar 2009 489,6 stig.
8. Gjaldskrá þessi og reglur eru samdar og samþykktar af sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 gjaldskráin öðlast gildi þegar í stað.
12. Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Grænna grunda ehf um rekstur gististaða í flokki 2 (um er að ræða sumarhús, gististaður án veitinga) í orlofshúsi á Flötum 19 við Árnes.
Sveitarstjórn getur ekki staðfest erindið þar sem staðsetning sumarhússins á Flötum 19 er á skipulögðu sumarhúsasvæði. Oddvita og skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.
13. Erindi frá Umhverfisráðuneyti þar sem óskað er upplýsinga varðandi rammasamkomulag sveitastjórnar og Landsvirkjunar.
Lögð fram drög að svari sem lögmaður sveitarfélagsins Ívar Pálsson hefur unnið.
Sveitarstjórn samþykkir drögin og felur Ívari að ganga frá svari og senda Umhverfisráðuneyti.
14. Erindi frá lögmannsstofunni LEX þar sem spurst er fyrir málsmeðferð vegna virkjana í neðri Þjórsá. Erindið er sent fyrir umbjóðendur lögmannsstofunnar sem er hópur íbúa í Skeiða-og Gnúpverjahreppi með Odd Bjarnason Kálfhólum 4 Selfossi í fyrirsvari.
Lagt fram og lögmanni og oddvita falið að undirbúa svar sem borið verður undir sveitarstjórnarmenn í tölvupósti.
15. Framlenging á samningi við Jóhann ehf vegna leigu og veitingareksturs í Árnesi.
Oddvita falið að ganga frá samningum á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
16. Rætt um fjárhagsáætlun 2010.
Oddviti gerði grein fyrir vinnu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar.
17. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. september 2009 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna efnistökusvæða í tengslum við Árnesveg. Óskað er eftir frekari rökstuðningi hvers vegna sveitarstjórn telur að um óverulega breytingu að ræða auk nokkurra ábendinga varðandi uppsetningu breytingarinnar.
Bókunn sveitarstjórnar:
Fyrir liggja lagfærð gögn í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Að mati sveitarstjórnar er aðalskipulagsbreytingin óveruleg þar sem um er að ræða tvær tiltölulega litlar námur sem eingöngu verða opnaðar í tengslum við ákveðna vegaframkvæmd. Námurnar verða því eingöngu opnar í takmarkaðan tíma á meðan framkvæmdum stendur og síðan verður gengið frá þeim. Á gildandi aðalskipulagsuppdrætti eru einungis sýndir meiriháttar efnistökustaðir en í greinargerð aðalskipulagsins er gerð grein fyrir mun fleiri minniháttar og tímabundnum efnistökusvæðum (bls. 33 í greinargerð).
18. Grenjavinnsla, refaveiðar.
Rætt um refaveiðar.
19. Þjórsársveitir.
Lagt fram erindi frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands um þátttöku Þjórsársveita og Ölfuss í átaksverkefni um nýtingu sunnlenskrar orku, ásamt fjárhagsáætlun verkefnisins.
Sveitarstjórn telur ótímabært að leggja í kostnað að svo komnu máli.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.05