Sveitarstjórn

53. fundur 25. ágúst 2009 kl. 10:30

53. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 25. ágúst  2009 kl. 10:30 í Árnesi.
 
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.


1.   Atvinnumál og leiðir í þeim efnum.
 Sædís Íva Elíasdóttir framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélag Suðurlands   mætti á fundinn. Hún fór yfir starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins. 
Farið yfir samþykktir og úthlutunarreglur fyrir Atvinnuuppbyggingarsjóð Skeiða – og Gnúpverjahrepps (ASG). Ákveðið að vinna málið áfram.


2.   Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn kl. 13 og fór yfir skipulagsmál sem liggja fyrir fundinum.


a)   Aðalskipulagstillaga vegna breyttra landnota í landi Þjórsárholts.
Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 í landi Þjórsárholts. Í tillögunni felst að um 16 ha svæði austan aðkomuvegar að Þjórsárholti breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir stórum frístundahúsalóðum á svæðinu, allt að 5 ha að stærð. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins þann 14. maí 2009 með athugasemdafresti til 25. júní. Ein athugasemd barst við deiliskipulag svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

b)   Aðalskipulagstillaga vegna Þrándartúns.
Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016, spilda úr landi Þrándarholts. Í tillögunni felst að tæplega 10 ha svæði fyrir frístundabyggð úr landi Þrándartúns breytist í íbúðarsvæði. Á svæðinu er gert ráð fyrir 6 lóðum fyrir íbúðarhús auk 6 lóðum fyrir hesthús. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins þann 14. maí 2009 með athugasemdafresti til 25. júní. Engar athugasemdir bárust. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.


c)   Aðalskipulagstillaga vegna Árnesvegar námur.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna tveggja nýrra náma. Í  breytingunni felst að gert er ráð fyrir tveimur nýjum námum sem nýta á í tengslum við uppbyggingu nýs tengivegar yfir Þjórsá, milli Þjórsárdals vegar og Landvegar. Annars vegar er gert ráð fyrir námu í landi Miðhúsa og hinsvegar í landi Minna-Hofs við

Þjórsá. Breytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana og hefur þegar verið haft samráð við Skipulagsstofnun í samræmi við 6. gr. laganna. 

Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.

d)   Erindi vegna lóða 23 og 24 á Flötum.
Lagt fram erindi Gæða-Endurskoðunar ehf. 13. Júlí 2009 f.h lóðarhafa að lóðum nr. 23 og 24 á Flötum varðandi takmarkanir sem kunna að vera á veitingu byggingarleyfa á lóðunum vegna legu raflínu.
Skipulags og byggingafulltrúa falið að afgreiða erindið.

e)   Fundargerð no.14 skipulags og bygginganefndar frá 25.06.2009
Fundargerð samþykkt
f ) Fundargerð no.15 skipulags og bygginganefndar frá 13.08.2009
 Fundargerð samþykkt.

g)   Afgreiðslur byggingarfulltrúa til kynningar. 
    Fundur 28  afgreiðsla lögð fram
    Fundur 30  afgreiðsla lögð fram
    Fundur 29 engin mál frá Skeiða og Gnúpverjahreppi.

h)   Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. júlí 2009 þar sem óskað er eftir umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd sem lýst er í tilkynningu Vegagerðarinnar dags. 15. Júlí 2009 um matsskyldu skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Sveitarsstjórn telur ekki ástæðu fyrir sitt leyti  að framkvæmdin verði háð mati á umhverfisáhrifum.


3.   Erindi vegna sumarhúss í landi Skriðufells.
Lagt fram til kynningar.

 

4.   Ósk Alþingis um umsögn vegna frumvarps um kosningar til sveitarstjórna persónukjör.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

5.   Erindi frá félagi fagfólks í frítímaþjónustu.
Lagt fram.

 

6.   Fundargerð vinnuhóps um framtíð sundlaugarinnar  í Þjórsárdal
Lögð fram.

 

7.   Verksamningur við Björn Georg Björnsson vegna Þjósárstofu.
Lagður fram.

 

8.   Fundargerð Heilbrigðisnefndar  Suðurlands 119. fundur.
Lögð fram.

 

9.   Erindi til aðildarsveitarfélaga Sorpstöðvar Suðurlands varðandi staðfestingu svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Lokadrög um áætlunina liggja frami á skrifstofu sveitarfélagsins. Áður á dagskrá síðasta fundar.
Lagt fram erindi frá Sorpstöð Suðurlands dags. 28. maí 2009 þar sem óskað er eftir staðfestingu aðildarsveitarfélaga á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs ásamt bókun stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands dags. 27. maí 2009.
Í bókun stjórnar kemur fram að engar skuldbindingar um framkvæmdir né framkvæmdatíma felist í svæðisáætluninni og að slíkar ákvarðanir verði teknar sérstaklega á hverjum tíma.

Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd framlagða svæðisáætlun en ítrekar að engar skuldbindingar felist í áætluninni um framkvæmdir eða framkvæmdatíma.


10.   Farið yfir fjárhagsmál vegna framkvæmda við Skaftholtsréttir.
Samþykkt að taka yfir lán með  í Landsbanka Íslands Selfossi að upphæð kr: 2.218.389  með gjalddaga 15. september vegna kostnaðar við framkvæmndir í  Skaftholtsréttum. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


11.   Umboð vegna prókúru starfsmanns á skrifstofu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Kristjönu Gestsdóttur kt:291250-3519 prókúru vegna reiknings 0152-26-28428 og reikn. 152-26-008990 hjá Skeiða og Gnúpverjahreppi og reikningur 152-26-4489 hjá Hitaveitu Brautarholt.

12.   Erindi frá Gísla Má Gíslasyni vegna framkvæmda við Kvíslarveitu 
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúa Landsvirkjunar og Gísla Má Gíslasyni formanni Þjórsárveranefndar.

13.   Farið yfir þau mál sem eru í gangi hjá sveitarfélaginu.
Oddviti fór yfir verkefni sem eru í gangi hjá sveitarfélaginu.

14.   Erindi frá Sigríði Björk Gylfadóttur leikskólastjóra.
     Undanþága vegna stofnunar foreldraráðs.
     Sveitarstjórn samþykkir að veita undanþágu skv. 11.gr laga um leikskóla  nr. 90 frá 2008 um stofnun foreldraráðs við leikskólann Leikholt.


15.   Erindi frá 10. bekk Flúðaskóla vegna styrks til Danmerkurferðar.
Samþykkt að veita umbeðna upphæð kr:45.500


16.   Tillaga um samræmdar smalamennskur á afréttum og heimalöndum milli Hvítár og Þjórsár.
Tillagan er sett fram vegna umræðna um smalamennsku á liðnum árum og endurheimt sauðfjár af nágranna afréttum og aðgerðum sauðfjárbænda til að heimta sitt fé.
  
Sveitarstjórnir  Skeiða-og Gnúpverjahrepps,Sv. Árborgar,  Flóahrepps og Hrunamannahrepps setja fram eftirfarandi tilmæli til sauðfjárbænda um samræmdar lögboðnar smalamennskur innan sveita og milli sveita. Tilmælin eru sett fram samkv. 6.gr. reglugerðar nr.651 frá 2001 með síðari breytingum.

Sveitarstjórnirnar mælast til að sauðfjárbændur sendi sauðfé í sláturhús sem heimtist eftir fyrstu réttir úr útréttum eða hefur flakkað um sveitir fram eftir hausti þ.e. fé úr öðrum eða seinni réttum þar með talið skilaréttum.  Sauðfjárbændum er hinsvegar í sjálfsvald sett hvort þeir taki heim fé úr fyrstu réttum. Þó er mælst til að ekki sé tekið í ásetning lömb sem heimtast með mæðrum sínum úr útréttum.


Ennfremur skal lögð áhersla á að vanda sem mest tilhögun við smölun afréttanna, svo hámarks árangur verði af leitum. Með tilliti til þessa þyrfti að endurskoða ýmsa þætti við skipulagningu og framkvæmd leitanna þannig að afréttir verði í meira mæli smalaðir samhliða. 

Sauðfé sem vekur grunsemdir um riðuveiki í smalamennsku skal einangra án tafar. Senda beint í sláturhús eða að lóga á staðnum ef ekki eru aðrir kostir betri. Tilkynna skal um slíka gripi til yfirvalda (sveitarstjórnar, héraðsdýralæknis) og taka sýni.

Tilmæli þessi gilda á svæðinu á milli Hvítár og Þjórsár.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir tilmælin fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 15.20