- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
52. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 23. júní 2009 kl. 10:30 í Árnesi.
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson
og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins en þær voru ekki. Oddviti
óskaði eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá, lóðablað frá Sandlækjarkoti 2, erindi frá Afréttamálafélagi Flóa og Skeiða. Dagskrárbreytingar samþykktar.
1. Umfjöllun og ákvörðun í framhaldi af kynningarfundi í Árnesi 10.júní 2009 um breytingar á aðalskipulagi vegna Hvamms-og Holtavirkjana.
Mættir, Ívar Pálson lögmaður og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi .
Ívar fór yfir málið en athugasemdir komu frá fulltrúum Sólar á Suðurlandi og Atla Gíslasyni.
Lagt fram að nýju bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 12. maí 2009. Þá er lagt fram bréf Landslaga lögfræðistofu dags. 14. maí 2009, til
umhverfisráðuneytisins, tölvupóstsamskipti Landslaga lögfræðistofu og umhverfisráðuneytisins, dags. 19. maí 2009, fundagerð frá íbúafundi,
dags. 10. júní 2009, athugasemd fulltrúa Sólar á Suðurlandi, dags. 17. júní 2009, athugasemd frá Atla Gíslasyni dags. 18.6 2009 ásamt umsögn
Landslaga lögfræðistofu dags. 23. júní 2009.
Oddviti lagði til fundarhlé til að menn gætu farið yfir gögn málsins.
Tillaga frá Skafta og Tryggva: Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu athugasemda vegna kynningarfundar frá 10. júní 2009 til næsta reglulega
fundar sveitarstjórnar sem áætlaður er í byrjun ágúst.
Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
Tillaga frá Gunnari , Ingvari og Jóni: Sveitarstjórn telur að ekkert í fyrirliggjandi athugasemdum eða fundargerð frá íbúafundi leiði til þess að taka
þurfi afgreiðslu sveitarstjórnar á aðalskipulagsbreytingunni upp sbr. m.a. umsögn Landslaga lögfræðistofu um athugasemdir. Samþykkt að óska
eftir því við umhverfisráðherra að hann staðfesti hina samþykktu breytingu á aðalskipulagi með vísan til þess að öllum lagaskilyrðum hefur nú verið fullnægt.
Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.
2. Ósk Rangárþings ytra um umsögn við tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2008-2020. Gögn vegna málsins komu á geisladiski sem sveitarstjórnarmenn
geta séð á skrifstofunni óski þeir þess.
Pétri Inga falið að fara yfir skipulagið og senda athugasemdir og upplýsingar með tölvupósti til sveitarstjórnarmanna fyrir lok næstu viku.
3. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Endurskoðun fjárhagsáætlun samþykkt.
4. Fundargerð skólanefndar nr. 36 og nr.37 frá 11.06.2009.
Fundargerðir nr. 36 og 37 staðfestar.
5. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla frá 03.06.2009.
Lögð fram.
6. Fundargerð félagsmálanefndar nr.114 frá 03.06.2009.
Fundargerð staðfest
7. Fundargerð stjórnar SASS 424.fundur haldin 12.06.2009.
Fundargerð lögð fram.
8. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands nr.172 haldin 27.05.2009 nr.173 haldin 02.06.2009 og aukafundur Sorpstöðvar
Suðurlands haldin 03.06.2009.
Fundargerðir lagðar fram.
9. Erindi til aðildarsveitarfélaga Sorpstöðvar Suðurlands varðandi staðfestingu svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Lokadrög um áætlunina
liggja frami á skrifstofu sveitarfélagsins.
10. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands nr.285 frá 03.06.2009
Fundargerð lögð fram.
11. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga 49.fundur, aukafundur haldin 12.05.2009. Einnig breytingar sem gerðar voru á fundinum um samning
sveitarfélagana um héraðsnefndina.
Fundargerð lögð fram. Samningur samþykktur.
12. Ósk Tónsmiðju Suðurlands um samning við Skeiða-og Gnúpverjahrepp.
Samþykkt að fela oddvita að semja við Tónsmiðjuna þar sem greitt verði fyrir allt að fimm nemendur.
13. Ósk um samþykki sveitarstjórnar vegna nafnabreytinga á sumarhúsa lóð á Löngudælarholti.
Samþykkt að Valdimar Þór Ólafsson kt: 030573-6879, taki við leigusamningi að lóð númer 5 á Löngudælarholti af Garðari Steingrímssyni
kt:031072-5739 og Hrönn Egilsdóttur kt: 290481-4149.
14. Erindi frá Alþingi með ósk um umsögn vegna þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2009-2013.
Sveitarstjórn samþykkir stækkun á friðlandi Þjórsárvera en leggur áherslu á að haft verði samráð við sveitarstjórn vegna útfærslu skilmála friðlandsins.
15. Lagt fram lóðablað í mkv. 1:5000 dags. 19. Júní 2009 af rúmlega 45 ha spildu úr landi Sandlækjarkots 2 (landnr. 17908). Spildan liggur upp að Stóru- Laxá.
Samþykkt skv. 30. Gr. Skipulags og byggingarlaga.
16. Erindi frá Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða.
Samþykkt að verða við beiðni félagsins þar sem sveitarfélagið greiðir 100.000 kr. sem sinn hlut á móti landbótasjóði.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 15.15