- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
49. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 7. apríl 2009 kl. 10:30 í Árnesi.
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins en þær voru ekki. Á fundinn mættu Ívar Pálsson og Pétur Ingi Haraldsson. Einnig mætti á fundinn Jón Þórir Frantzson.
1. Sorpmál. Jón Þórir Frantzson frá Íslenska Gámafélaginu fór yfir möguleika í sorphirðumálum.
Jón kynnti fyrir sveitarstjórn möguleika sem Íslenska Gámafélagið býður í sorphirðu, og kom með drög að samningi.
Samþykkt að leggja samningsdrög fyrir umhverfisnefnd .
2. Erindi frá Mannvit vegna útboðs í sorphirðumálum.
Ákveðið að taka ekki tilboði Mannvits.
3. Fundagerðir umhverfisnefndar frá 5. febrúar 2. mars og 26. Mars.
Fundargerðir staðfestar.
4. Tillaga að uppgjöri við Hrunamannahrepp v/félagsmiðstöðvar.
Samþykkt að sveitarfélögin skipti kostnaði jafnt, 15 klst. á hvort sveitarfélag á mánuði, samningur er til skólaloka.
5. Samningur við Nesey vegna gatnagerðar við Brautarholt.
Oddvita falið að ganga frá samningi, umframkostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
6. Umsókn um lóð nr.22 á Flötum.
Samþykkt að úthluta Gunnari A. Ingvarssyni kt:171176-4339 lóð nr. 22 á Flötum
7. Erindi frá Kvenfélagi Skeiðahrepps.
Lagt fram.
8. Erindi frá UMFÍ v/landsmóts árið 2011.
Lagt fram.
9. Erindi vegna dánarbús Karls Valdimarssonar.
Lögmaður er að vinna í málinu.
10. Erindi frá Umhverfisráðaneyti v/ breytingartillögu á aðalskipulagi Hvamms- og Holtavirkjunar.
Farið yfir drög að svörum til ráðuneytisins með Ívari og Pétri Inga . Samþykkt að fela Ívari að klára svörin,
í samræmi við athugasemdir sem komu fram á fundinum.
11. Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar frá 25.03.2009.
Fundargerð staðfest.
Ø Tillaga um breytingu á aðalskipulagi v/ Búðarhálslínu.
Ø Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna Búðarhálslínu 1 ásamt meðfylgjandi umhverfisskýrslu. Fyrirhugað er að reisa vatnsaflsvirkjun við Búðarháls ásamt 220 kV háspennulínu frá stöðvarhúsi virkjunar við austanvert Sultartangalón að spennustöð við Sultartangavirkjun. Háspennulínan er um 17 km í heild og þar af eru um 1,3 km innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps og fjallar breytingin eingöngu um þann hluta. Tillagan var í kynningu frá 6. febrúar til 6. mars 2009 með athugasemdafresti til 20. mars.Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
Samþykkt skv 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.
12. Umfjöllun um hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum aðalskipulags sem kveða á um leyfilegan fjölda frístundahúsa á bújörðum.
Sveitarstjórn ákveður að skoða málið frekar.
13. Bréf frá húsfriðunarnefnd v/ styrks uppá 1.500.000- kr. til Skaftholtsrétta.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með styrkveitinguna.
14. Erindi frá Landgræðslunni þar sem sagt er upp þeirri aðstöðu sem þeir hafa haft í Árnesi.
Lagt fram.
15. Fundargerð félagsmálanefndar haldin 03.03.2009.
Staðfest.
16. Erindi frá HSK. Samþykktir frá héraðsþingi sambandsins.
Lagðar fram.
17. Framlagðar fundagerðir.
A. Skólaskrifstofa Suðurlands fundagerð nr.113.
Lögð fram.
B. Fundagerðir tónlistaskóla Árnesinga fundagerðir nr. 147. 148. 149.
Lagðar fram.
C. Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga fundur nr. 422.
Fundargerð lögð fram.
18. Kynntar verða kostnaðartölur frá BM Vallá vegna kostnaðar við byggingu íþróttahús annarsvegar og hinsvegar kostnaður við
að bæta hljóð í íþróttasal í Brautarholti.
Lagðar fram.
19. Erindisbréf Bókasafnsnefndar, áður lagt fram á fundi sveitarstjórnar 3. febrúar .
Staðfestingu frestað.
20. Ræddir minnispunktar frá endurskoðanda vegna yfirstjórnar og skrifstofu, gögn áður útsend með tölvupósti. Einnig önnur mál tengd yfirstjórn.
Málin rædd.
21. Erindi frá Heiðrúnu Kristmundsdóttur vegna ferðar stúlknalandsliðs 18 ára og yngri í körfubolta.
Samþykkt að styrkja Heiðrúnu um kr. 45.þúsund.
22. Erindi frá Hreini Óskarssyni vegna hugmyndar um notkun kjötmjöls sem áburðar við uppgræðslu í Þjórsárdal.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við hugmyndina, að fengnu samþykki Matvælastofnunar og yfirdýralæknis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15.25