Sveitarstjórn

48. fundur 17. mars 2009 kl. 10:30

48. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 17. mars 2009 kl. 10:30 í Árnesi.

             

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins en þær voru ekki.

 

1.     Fjárhagsáætlun 2010-2012 síðari umræða.
Þriggja ára áætlun samþykkt.
 

2.     Axel Árnason kemur og fer yfir stöðu fjarskiptamála.
Axel lagði fram hugmyndir um þátttöku sveitarfélagsins í uppbyggingu fjarskiptadreifikerfis.
Samþykkt að ræða við Magnús Hauksson hjá Rafhönnun,  en hann hefur áður unnið úttekt á 
fjarskiptamálum sveitarfélagsins.
 

3.     Erindi frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur vegna netaveiði í Hvítá/Ölfusá.
Sveitarstjórn telur friðunarverkefni mikilvæg í verndun laxastofnsins sérstaklega með tilliti til verndunar 
tveggja ára laxins.
 

4.     Aðalfundarboð frá vottunarstofunni Tún.
Samþykkt að fela oddvita að skipa fulltrúa á aðalfund vottunarstofunnar Túns ehf.
 

5.      Erindi frá Landbótafélagi Gnúpverja.
Sveitarstjórn samþykkir að fela Landbótafélagi Gnúpverja að sjá um framkvæmd landbótaáætlunar 
á Gnúpverjaafrétti í umboði Skeiða – og Gnúpverjahrepps. Oddvita falið að ganga frá samningi.
 

6.     Styrkumsóknir

A) Frá Hestamannafélaginu Smára, vegna æskulýðsstarfs.
Sveitarstjórn samþykkir styrk að upphæð 110.000 kr.

B) Frá Bjarna Má Ólafssyni Reykjum annars vegar og Matthildi Maríu Guðmundsdóttur Bugðugerði 2A 
vegna æfingarferðar í frjálsum íþróttum  til Benidorm.
Samþykkt að veita hvoru um sig 45 þúsund krónur í styrk.
 

7.     Gatna og holræsaframkvæmdir í Brautarholti.
Sveitarstjórn samþykkir að ræða við Nesey um framkvæmdirnar, og felur oddvita að ganga til samninga á 
grundvelli einingaverða sem Nesey hefur lagt fram og yfirfarin voru af  Verkfræðistofu Suðurlands.
 

8.     Lagt fram uppgjör við fyrrverandi sveitarstjóra.
Uppgjör staðfest af sveitarstjórn.

 

9.     Fundargerð kynningarfundar Sorpstöðvar Suðurlands v/umhleðslu og flokkunarstöðvar.
Lögð fram til kynningar. 
Sveitarstjórn samþykkir að koma á fundi með umhverfisnefnd.

 

10. Yfirstjórn sveitarfélagsins, framhald umræðna frá sveitarstjórnarfundi 3. mars. 
Rætt um  að  auka og breyta starfssviði ritara.  Í ljósi þeirrar umræðu og vinnu sem er í gangi dregur 
Ingvar tillögu sína frá síðasta fundi til baka.

 

            Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 15.10