Sveitarstjórn

44. fundur 13. janúar 2009 kl. 13:00

44.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 13.janúar 2009 kl. 10:30 í Árnesi.

    

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason.  Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.Samþ. að taka á dagskrá kynningu á skipulagsmálum í Brautarholti og Árnesi(Reykjanesið),sem Landform hefur unnið.Samþ.að málið verði nr.2 á dagskránni.

 

1.      Á fundinn mætir Ólafur Leifsson,fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Brunavarna Árnessýslu.Ólafur gerði grein fyrir húsnæðismálum,kostnaðarskipingu o.fl. varðandi málefni Brunavarna .

2.      Á fundinn mættu Oddur Hermannsson og Svanhildur Gunnlaugsdóttir og gerðu grein fyrir framtíðarhugmyndum um skipulag í Brautarholti.Samþ. að fela ráðgjafa að óska eftir fundi með hagsmunaaðilum. Einnig var farið yfir skipulagsvinnu varðandi Reykjanesið.

3.      Erindi Kálfhóls og Ketilshóls varðandi markaðsstyrk.Áður á dagskrá 16.12.08.Fyrir lá bréf frá Jóni Gunnari Aðils,framkvæmdastjóra Kálfhóls. Erindinu hafnað þar sem það samrýmist ekki reglum um styrki.

4.      Bréf frá Samgönguráðuneytinu varðandi heimild til hækkunar útsavars í 13,28%.Sveitarstjórn staðfestir  að nýta heimild til hækkunar. Í framhaldi  af þessari ákvörðun samþ. sveitarstjórn að fella niður leikskólagjöld í janúar og febrúar 2009.Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fella niður gjöld skólamáltíða í janúar og febrúar 2009.

5.      Peningamarkaðssjóður Landsbankans. Opið bréf til hlutdeildarskírteinishafa.Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að kanna hvar hagstæðast sé að hafa bankaviðskipti sveitarfélagsins.

6.      Fundargerð vinnuhóps um framtíð sundlaugarinnar í Þjórsárdal frá 15.12.08.Lagt fram.

7.      Minnispunktar frá fundi framkvæmdanefndar Þjórsársveita með fjármálaráðherra 17.12.08.Lagt fram.

8.      Drög að húsaleigusamningi vegna upplýsingamiðstöðvar í Árnesi.Samþykkt að samningurinn verði yfirfarinn áður en hann verður tekinn til afgreiðslu.

9.      Greinargerð frá Hafrannsóknarstofnun vegna athugasemdar  varðandi virkjanir í Þjórsá og hugsanlegra áhrifa þeirra á lífríkið við strendur landsins.Fram kemur í álitinu að umræddar virkjanir muni ekki breyta heildarrennsli Þjórsár til sj´var frá því sem nú er.Þó er sennilegt talið að framburður aurs muni minnka til sjávar vegna lónanna en ekki liggur fyrir vitneskja um að slíkt geti haft varanleg áhrif á viðgang þorskstofnsins.

10.  Erindi frá nemendaráði Flúðaskóla varðandi Félagsmiðstöð,þar sem fram kemur ósk um að Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur  taki þátt í rekstrinum.Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við Hrunamenn um kostnað og annað tengt málinu.

11.  Styrktarbeiðni frá Kvenfélagi Gnúpverja.Sveitarstjórn samþykkir styrk að upphæð kr.160.000.

12.  Leiðbeiningar Félags-og tryggingamálaráðuneytisins um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Lagt fram.

13.  Bréf frá Sr.Axel Árnasyni varðandi launagreiðslur organista.Sveitarstjóra falið að ræð við bréfritara.

14.  Samningur um snjómokstur.Fyrir lá samningur við Bigfood ehf. og Núpsverk við Vegagerðina og Skeiða-og Gnúpverjahrepp.Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

15.  Fundargerð Félgasmálanefndar frá 3.12.08.Samþykkt.

16.  Fundargerð Bókasafnsnefndar frá 26.11.08.Samþykkt.

17.  Verkfundargerð nr.11. vegna fráveituframkvæmda.Lagt fram.

18.  Fundargerð stjórnar SASS frá 12.12.08.Lagt fram.

19.  Fundargerð stjórnar skipulags-og byggingafulltrúaembættis frá 17.12.08.Lagt fram.

20.  Fundur starfshóps um akstur utanvega með fulltrúum sveitarstjórnar 26.11.08.Sveitarstjórn samþykkir að boða fund með hagsmunaaðilum,þar sem unnið væri að tillögu um merkingu vega.

 21.Tillaga frá oddvita: „Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að hefja könnun á möguleikum á því að byggt verði íþróttahús við Þjórsárskóla.Sveitarstjórn skal skila áliti eigi síðar en 24.febrúar 2009.“ Breytingartillaga. Frá Skafta Bjarnason

Liður a.Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps  samþykkir að láta kanna hvort breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi Þjórsárskóla frá því að ákveðið var að hann yrði allur fluttur í skólahúsnæði við Árnes.  Skoðað verði sérstaklega hvort breytingar hafi orðið á íþróttakennslu innanhúss og hvort kröfur hafi aukist um gerð og búnað húsnæðis frá þeim tíma, sem réttlæta það að farið verði af stað í svo kostnaðarsama  framkvæmd sem bygging íþróttahúss er.

 

Liður b. Kannað verði hverjar séu ástæður fækkunar íbúa og sérstaklega fækkunar í yngstu árgöngum á meðan fjölgun er í flestum sveitarfélögum á Suðurlandi, og ekki síst hvort fækkunin sé tengd framkvæmd skólamála.

 

Liður c. Ef í ljós kemur að ekki er hægt að samræma leigu húsnæðis félagsheimilisins Árness til Landsvirkjunnar annarri starfsemi hússins það er íþróttakennslu og mötuneyti skólanns svo og fjölbreyttri félagsstarfsemi þá verði kannaðar þrjár leiðir, og þær bornar saman áður en farið er í framkvæmdir.

Byggður verði íþróttasalur og mötuneyti við Þjórsárskóla  sem geti líka hýst hluta félagsstarfssemi. (Íþróttasalur, búningsaðstaða, tækjageymslur, eldhús, matsalur, ofl.) 
Skólastarf verði flutt í Brautarholt, byggðar þar kennslustofur og  stofur vegna leikskóla.(1-3 kennslustofur og 2 stofur vegna leikskóla, tenging við bókasafn ofl.)  Landsvirkjun verði leigt húsnæði Þjórsárskóla við Árnes og félagsaðstaða og önnur starfsemi Árnes helst óbreytt. 
Gerður verði samningur við Hrunamannahrepp um kennslu 1 – 7 bekkjar á Flúðum og Landsvirkjun verði leigt húsnæði Þjórsárskóla við Árnes og félagsaðstaða og önnur starfsemi Árnes helst óbreytt. 
Samkvæmt áætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps þá  kostar hver nemandi á Flúðum sveitarfélagið um 1.200 þúsund en kostnaður í Þjórsárskóla 1.900 þúsund, á hvern nemanda.

 

Breytingartilla Skafta er felld með 4 gegn 1.

Tilla oddvita samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.

22.Bréf frá Samgönguráðuneytinu þar sem samþykkt er heimild til frestunar á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009.Lagt fram.

 23.Fjárhagsáætlun ársins 2009. Síðari umræða. Meðfylgjandi breytingartillögur við áætlun sem lögð var til umræðu 16.12.08. Breytingartillögur við síðari umræðu.

 

Útsvarsprósenta hækkar úr 13,03% í 13,28%.

Tekjur hækka um 2.200.000

 

Fasteignagjöld. Mat hækkar um 5%.Sumarbústaðamat lækkar um 10%.

Fasteignagjöld í heild hækka um 4%.

Tekjur hækka um 5.600.000

Sorpgjöld hækka um 10%.

Tekjur hækka um 500.000

Leikskóli. Rekstur hækkar um 3.000.000 ( v/hækkunar á húsaleigu)

Skaftholtsréttir hækka um 1.000.000

 

Framkvæmdafé hækkar um 4.300.000  úr 15.000.000 í 19.300.000

 

Rammasamningur v/Landsvirkjun. Húsaleigutekjur 8.500.000.

 

Niðurstöðutölur á fjárhagsáætlun 2009.

 

A-hluti                                                                           B-hluti.

Tekjur   377.057.000                                            388.658.000

Gjöld     353.893.000                                            357.161.000

Fjármt.    11.396.000                                                 3.389.000

Rekst.n.  34.560.000                                              34.886.000

 

Langt.sk. 40.340.000                                               64.711.000

 

Fjárfestingar 19.300.000

 

Fjárhagsáætlun 2009 samþykkt samhljóða.


24.Mál til kynningar.

a)      Ósk um að fá íbúðina að Bugðagerð 5 A til leigu.

b)      Beiðni frá Jóhanni ehf. um framlengingu á leigusamninmgi  vegna leigu á veitinga-og gistiaðstöðu í Árnesi.

 

 

                                                                                

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 16:15