Sveitarstjórn

41. fundur 18. nóvember 2008 kl. 10:30

41. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 18.nóv. 2008 kl. 10:30 í Árnesi.

    

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason.  Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera

 

1.     Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 lögð fram. Einar Sveinbjörnsson,endurskoðandi KPMG mætir á fundinn.Einar gerði grein fyrir breytingum á áætluninni. Samþykkt að taka áætlunina til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 2.des.n.k.

2.     Skipulagsmál í Brautarholti.Oddur Hermannsson hjá Landformi mætir á fundinn.Oddur gerði grein fyrir skipulagsvinnu,sem unnin hefur verið varðandi Brautarholt.Sveitarstjórn samþykkir að fela Oddi að vinna að framtíðarskipulagshugmyndum í Brautarholti, sem kynntar verði síðar með landeigendum. Gert er ráð fyrir að Oddur verði tilbúinn með sínar tillögur í byrjun næsta árs.
Ennfremur gerði Oddur grein fyrir vinnu að skipulagsmálum í Árnesi.Samþykkt að Oddur mæti á fund sveitarstjórnar þann 13.janúar 2009.

3.     Skaftholtsréttir.Framkvæmdanefnd Skaftholtsrétta, Sigurður Steinþórsson,Lilja Loftsdóttir og Kristján Guðmundsson mæta á fundinn.Nefndin gerði grein fyrir framkvæmdum og kostnaði.

4.     Umsókn frá starfsmönnum Þjórsárskóla um styrk vegna námsferðar til Skotlands.
Afgreiðslu frestað.

5.     Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi,þar sem óskað er umsagnar varðandi leyfi til reksturs gististaðar(heimagisting) í Steinsholti.
Gunnar vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við leyfi Sýslumanns.

 6.  Bréf til kynningar.

a.      Bréf frá Náttúruverndarsamtökum suðurlands og Sól á suðurlandi.

Bréf frá Náttúruverndarsamtökum suðurlands og Sól á suðurlandi þar sem óskað er eftir fundi með Sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjóra falið að koma á fundi.

   

b.     Bréf frá stjórn Hitaveitufélagi Gnúpverja ehf.

Lagt fram.

 

c.     Samráðsfundur fulltrúa sveitarstjórnar, afréttamálanefnd 

Gnúpverja, landgræðslunar og bænda í gæðastýringaverkefni  sem nýta afréttin.

               Tryggvi skýrði frá fundinum.

 

    

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 14.30