Sveitarstjórn

40. fundur 04. nóvember 2008 kl. 10:30

40. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 4.nóv. 2008 kl. 10:30 í Árnesi.

    

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason.  Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera

 

 

1.     Bréf frá Bente Hansen þar sem hún óskar eftir lausn úr sæti í Vinabæjanefnd.Samþykkt að tilnefna í nefndina á næsta fundi.

2.     Bréf frá Menntamálaráðuneytinu:Framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 10.bekk. Lagt fram.

3.     Bréf frá Brunamálastofnun. Brunavarnaráætlun Brunavarna Árnessýslu.Upplýst var að málið er í eðlilegum farvegi.

4.     Styrktarbeiðni frá Blikk ljósmyndaklúbbi.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

5.     Brérf frá Sigurði Sigurðssyni,dýralækni,varðandi girðingamál.Málið hefur verið rætt við Landsvirkjun,sveitarstjórn leggur áherslu á að verkið sé klárað sem fyrst.

6.     Bréf frá Menntamálaráðuneytinu : Úthlutun úr námsgagnajóði.Þjórsárskóli fékk úthlutun að upphæð kr. 141.082.Lagt fram.

7.     Bréf frá EBÍ. Ágóðahlutagreiðsla 2008.Hlutur sveitarfélagsins er kr. 1.908.000.Lagt fram.

8.     Bréf frá Ferðamálafulltrúa. Ýmsar upplýsingar.Lagt fram til kynningar.

9.     Dagur íslenskrar tungu 16.nóvember 2008.Lagt fram.

10. Minnispunktar frá samráðsfundi sveitarfélaga um efnahagsvandann.Lagt fram.

11. Erindi vegna örnefnabókar Jóns í Vorsabæ.Sveitarstjórn samþykkir að veita kr.500 þús.styrk til útgáfu bókarinnar og kaupa bækur fyrir kr.300 þús. Sveitarstjórn samþ. að vísa samþykktinni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.

12. Bréf frá KPMG. Rekstrarform vatnsveitu.Lagt fram til kynningar.Ákveðið að afla frekari upplýsinga. Samþykkt að taka málið aftur fyrir á næsta fundi.

13. Bréf frá Landstólpa. Ósk um lóð undir gamla húsið í Gunnbjarnarholti.Sveitarstjórn samþykkt að úthluta Landstólpa lóð,enda standist húsið byggingareglugerð.

14. Bréf frá Juris,lögfræðistofu, vegna lóðarleigusamnings nr. 8 á Löngudælaholti.Sveitarstjórn fellst ekki á bótakröfu og felur lögmanni að svara bréfinu.

15. Umferðaþing 2008.Lagt fram.

16. Afrit af bréfi til Skipulagsfulltrúa. Kílhraun borhola og vatnsverndarsvæði.Lagt fram.

17. Bréf frá starfshópi um utanvegaakstur.Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og er tilbúið að funda með bréfritara.

18. Bréf frá KSÍ varðandi aukin framlög til barna og unglingastarfs.Samþykkt að vísa bréfinu til ungmannafélaganna.

19. Minnispunktar af fundi sem haldinn var á Leirubakka 22.10.08 með fulltrúum sveitarstjórna Ásahrepps,Flóahrepps,Rangárþings ytra og Skeiða-og Gnúpverjahreppi og fundargerð um vatnsveitumál 8.10.08.Lagt fram.

20. Brgéf frá Hrafni Þórðarsyni. Stöðuskýrsla Þjórsárverkefnis og drög að dagskrá kynningarfundar.Lagt fram.

21. Breyting á aðalskipulagi. Breyting á legu fyrirhugaðs vegar frá

     Þjórsárdalsvegi yfir Þjórsá og inn á Landveg.

     Breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Búðarhálslínu 1.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 ásamt umhverfisskýrslu vegna Búðarhálslínu 1. Fyrirhugað er að reisa 80 MW vatnsaflsvirkjun við Búðarháls ásamt 220 kV háspennulínu frá stöðvarhúsi virkjunar við austanvert Sultartangalón að spennustöð við Sultartangavirkjun. Fyrir liggur úrskurður Skipulagsstofnunar dags. 4. maí 2001 auk þess sem gert er ráð fyrir framkvæmdunum í staðfestu aðalskipulagi Rangárþings ytra og Ásahrepps. Í breytingunni felst að gert er ráð 220 kV háspennulínu á um 1,3 km kafla frá Þjórsá að spennustöð við Sultartangavirkjun, samhliða eldri háspennulínum.

 

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna færslu á vegtengingu yfir Þjórsá.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna færslu á vegtengingu yfir Þjórsá. Um er að ræða breytingu á legu fyrirhugaðs vegar frá Þjórsárdalsvegi yfir Þjórsá og inn á Landveg. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir brú yfir Þjórsá austan Þjórsárholts en samkvæmt breytingartillögunni er áformað að brúa ánna rúmlega 3 km vestar. Lega vegarins breytist að sama skapi og er nú gert ráð fyrir að hann liggi frá Þjórsárdalsvegi, vestan þéttbýlisins við Árnes, og þaðan nokkuð beint suður Hofsheiði um land Minna-Hofs og Árness. Yfir Þjórsá verður gerð um 300 m löng tvíbreið brú yfir í Rangárþing Ytra. Unnið er að sambærilegri breytingu á aðalskipulagi Rangárþing ytra.

 

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Fyrir lá umsögn frá Skipulagsfulltrúa um erindi Eignartúns ehf. Og Þrándartúns þar sem óskað er eftir að frístundahúsalóðir verði breytt í íbúðarhúsalóðir.

Umsögn skipulagsfulltrúa.

 

Til að hægt sé að breyta umræddum frístundahúsalóðum við Þrándartún í íbúðarhúsalóðir þarf að breyta aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins þannig að svæðið verði skilgreint sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir frístundabyggð. Þau hús sem nú er í byggingu á umræddum lóðum samræmast kröfum byggingarreglugerðar um íbúðarhús og því ætti að vera hægt að breyta skráningu lóðanna í íbúðarhúsalóðir þegar skipulagi svæðisins, bæði aðal- og deiliskipulagi, hefur verið breytt. Tæknilega eru því mögulegt að breyta lóðunum í samræmi við ósk landeigenda.

 

 

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna.

 

22. Fráveita í Árnesi. Verkfundagerðir nr.2-5.Lagt fram.

 

 

23. Minnispunktar frá Karli Björnssyni,framkvæmdastjóra Sambands ísl.sveitarfélaga  frá samráðsfundum um efnahagsvandann.Lagt fram.

24. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 7.10.08.Samþykkt.

25. Fundargerð Skólanefndar,leikskólamál,frá  27.10.08.Samþykkt.

26. Fundargerðir:

a)     Stjórnar SASS frá 29.09 og 20.10.08.Lagt fram.

b)    Skólaskrifstofa Suðurlands frá 13.10.08.Lagt fram.

c)     Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 30.10.08.Lagt fram.

d)    Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands frá 16.09.08.Lagt fram.

e)     Aðalfundur Sorpstöðvar frá 16.09.08.Lagt fram.

f)      Fræðalunefnd v/Flúðaskóla frá 29.09.08.Lagt fram.

g)     Inntökuráð Gaulverjaskóla frá 10.10.08.Lagt fram.

h)     Stjórn Atvinnuþróunarfélags frá 22.10.08.Lagt fram.

27. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 24.10.08.Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar,þar sem kort vantar af svæðinu.

28. Áhrif efnahagsvandans á sveitarfélagið.

Lögð var fram eftirfarandi bókun:

Ljóst er orðið að hrun bankakerfisins hefur skaðað sveitarfélagið og veldur því að sá varasjóður sem verið hefur til og ætlaður var til uppbyggingar í sveitarfélaginu hefur rýrnað verulega eða um 32% samkvæmt uppgjöri sem Landsbankinn hefur sent viðskiptavinum sínum.Eign svitarfélagsins nam rúmum kr. 86 milljónum og greiddar hafa verið inná reiknings Skeiða-og Gnúpverjahrepps rúmar kr. 59 milljónir.Höfuðstóll í upphafi var kr. 63 milljónir. Sveitarstjórn er ekki tilbúin að fallast á þetta uppgjör og áskilur sér rétt til að skoða réttarstöðu sína í samstarfi við önnur sveitarfélög sem eru í svipaðri stöðu.

Það var ekki ætlun sveitarstjórnarmanna eða starfsmanna sveitarfélagsins að geyma þetta fé í vafasömum sjóðum enda var öllum tilboðum í þá veru hafnað og ákveðið að ávaxta féð í sjóði sem starfsmenn Landsbankans sögðu að væri traustur og gæfi góða ávöxtun. Þegar ljóst er orðið hvert útgreiðsluhlutfall úr peningabréfum bankanna er vekur það athygli hversu lágt hlutfall Landsbankinn ætlar að greiða út miðað við hina bankana.

Sveitarstjórn telur rétt að stjórnendur Landsbankans á Selfossi verði boðaðir á fund með forsvarsmönum sveitarfélagsins og þeir geri  þar grein fyrir því hvernig bankinn hyggst halda á málum gagnvart sveitarfélaginu,  í framhaldi af því verði ákveðið með hvaða hætti og hvar  bankaviðskipti sveitarfélagsins verða.

Þessi meðferð á sparifé íbúa Skeiða og Gnúpverjahrepps mun ekki verða til þess að þjónusta við íbúana muni minnka, eða að álögur og þjónustugjöld verði hækkuð þess vegna. Það er hinsvegar ljóst að ef þetta verður niðurstaðan mun framkvæmdafé sveitarfélagsins á næstu árum minnka sem þessu nemur.

Ef frá er talið þetta rán á sparifé sveitarfélagsins þá er staða þess  góð og ekki ástæða til að ætla annað en sveitarfélagið geti starfað með eðlilegum hætti. Það kemur sér vel í þeirri kreppu sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar að sveitarstjórn hefur á þessu kjörtímabili lagt áherslu á að hagræða í rekstri og eyða ekki um efni fram.

 

Sveitarstjórn samþykkir bókunina.

 

 

 

29. Næsti fundur. Samþykkt að næsti fundur verði þriðjudaginn 18.nóvember n.k., þar sem endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 verður á dagskrá,skipulagsmál og málefni Skaftholtsrétta.

30. Mál til kynningar.Engin bókuð mál.

 

 

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 15:30.