Sveitarstjórn

39. fundur 30. september 2008 kl. 10:30

39. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 30.sept. 2008 kl. 10:30 í Árnesi.

    

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ari Einarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason.  Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera. Pétur Ingi Haraldsson,skipulagsfulltrúi mætir á fundinn kl.13:00 til að ræða bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna Ásólfsstaða II.

 

 

1.   Skipulagsmál í Brautarholti.Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með starfsfólki Landforms til að ræða frekari útfærslu á skipulaginu. 
2.   Bréf frá Strætó bs.varðandi nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu.Sveitarstjórn tekur undir samþykkt sveitarsjórnar Mýrdalshrepps frá 18.sept.s.l.,þar sem mótmælt er hugmyndum að nemendur af landsbyggðinni þurfi að greiða fyrir strætó á höfuðborgarsvæðinu. 
3.   Ársþing SASS 20.og 21.nóv.2008.Lagt fram. 
4.   Bréf frá SASS varðandi þjónustu við innflytjendur á Suðurlandi.Lagt fram. 
5.   Gjaldskrá fyrir útleigu á sal í Árnesi og Brautarholti.Samþykkt að vísa málinu til gjaldskrárbreytinga um n.k. áramót. 
6.   Bréf frá heilbrigðisfulltrúa varðandi vatnsveituna í Árnesi.Samþykkt að vinna að nauðsynlegum úrbótum. 
7.   Bréf frá stjórn Háskólafélags Suðurlands ehf.Beiðni um stuðning fyrir stöðu minjavarðar á Suðurlandi.Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. 
8.   Yfirlýsing frá Sambandi ísl.sveitarfélaga varðandi fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.Sveitarstjórn tekur undir ályktun Sambands ísl.sveitarfélaga. 
9.   Bréf frá Juris almennu lögfræðistofunni varðandi lóð nr.8 Löngudælaholti.Lagt fram. 
10. Styrktarbeiðni vegna Skaftholtsrétta. (Áður á dagskrá 2.sept.s.l.) Sveitarstjórn samþykkir að greiða 1 milljón kr.,sem tekið verði af framlagi næsta árs.Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að boða framkvæmdaráð Vina Skaftholtsrétta á næsta fund sveitarstjórnar. 
11.  Gerð grein fyrir fundi með fulltrúum frá Átaki,hitaveitufélagi,og fulltrúum sveitarstjórnar Hrunamannahrepps. ( Áður á dagskrá 2.sept.s.l.).Sveitarstjórn samþykkir að greiða framlag miðað við eignarhlut(1,68%),sem fram kemur í 2.grein stofnsamnings Átaks,hitaveitufélags. 
12.  Viðræðuhópur um fjarskiptamál gerir grein fyrir fundi með fulltrúum Ábótans 22.09.08.Samþykkt að afla frekari gagna. 
13.  Fundargerð aðalfundar Afréttamálafélags Flóa- og Skeiða frá 28.08.08.Sveitarstjórn tekur undir samþykkt aðalfundarins um að eðlilegast sé ,gagnvart sauðfjársjúkdómum,sé litið á alla afrétti milli Þjórsár og Hvítár sem eitt svæði um sumartímann og telur rétt að líta beri á allar réttir á því svæði sem heimaréttir. 
14.  Fundargerð Félagsmálanefndar frá 2.09.08. Samþykkt. 
15.  Fundargerðir Skipulagsnefndar frá 22.08.08 og 19.09.08.Varðandi 21.mál í fundargerð frá 19.09.08,Ásólfsstaðir II,deiliskipulag frístundabyggðar.Sveitarstjórn samþykkir ekki lóð 7,þar sem hún stendur of nálægt íbúðarhúsi. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðirnar að öðru leyti. 
16.  Fundargerð Skólanefndar frá 29.09.08 lögð fram á fundinum.Fundargerðin samþykkt. 
17.  Fundargerðir: 
a)      Heilbrigðisnefndar frá 26.08.08.Lagt fram.

b)    Atvinnuþróunarfélags frá 3.09.08.Lagt fram.

c)     Stjórn SASS frá 15.09.08.Lagt fram.

d)    Skólaskrifstofa frá 15.09.08.Lagt fram.

e)     Tónlistarskóli Árnesinga frá 1.09.08.Lagt fram.

f)      Stjórn Sorpstöðvar frá 2.09.08.Lagt fram.

18.  Pétur Ingi Haraldsson,skipulagsfulltrúi,mætti á fundinn.Pétur fór yfir bréf  frá 
Skipulagsstofnun,Breyting á Aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps 2004-2016,virkjanir í Þjórsá.Drög að svarbréfi til Skipulagsstofnunar voru lögð fram á fundinum.Framlögð drög að svarbréfi samþykkt.Sveitarstjóra falið í samráði við skipulagsfulltrúa og lögmann sveitarfélagsins að ljúka við framangreint bréf og annast samskipti við Skipulagsstofnun vegna málsins.

19.  Trúnaðarmál. 
20.  Mál til kynningar. 
a) Oddviti og sveitarstjóri gerðu grein fyrir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun.

 

            Ályktun sveitastjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps vegna vegamála.

Undanfarin ár hafa umbætur í vegamálum þokast fram á við í sveitarfélaginu þó hægt fari enda um miklar vegalendir að ræða.  En eru um það bil 43 km af stofn-tengi og landsvegum sem ekki er búið að leggja slitlag á, og það sem verra er að sáralitlar fjárveitingar eru framundan í þennan málaflokk í okkar sveitarfélagi.

Nú þegar fyrirsjáanlega er verulega aukin umferð á vegakerfi sveitarfélagsins til dæmis vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í neðri Þjórsá og Búðarhálsi. Auk þess hefur þeim aðilum sem stunda ferðaþjónustu gengið vel og bein og óbein umferð þess vegna aukist talsvert.  Til viðbótar þessu hefur á undanförnum árum orðið talsverðar breytingar á atvinnuhögum fólks þar sem fleiri sækja nú vinnu um lengri veg, ekki síst þess vegna eru bættar samgöngur mikið atriði.

Nú þegar framundan er endurskoðun á vegaáætlun viljum við minna á þau brýnu verkefni sem við teljum að nauðsynlegt sé að leggja áherslu á í sveitarfélaginu.

Skeiðháholtsvegur nr 321 til fjárveiting í hann árið 2010 kr 15.000.000 dugar tæplega.                      

Vorsabæjarvegur nr 324 til fjárveiting í hann árið 2010 um 10.000.000 dugar ekki.

Gnúpverjavegur nr 325 ekki til fjárveiting.

Hælisvegur nr 326 ekki til fjárveiting.

Mástungnavegur nr 329 ekki til fjárveiting.

Nýr tengivegur af vegi 325 upp með Kálfá með tengingu í veg 329 Mástungnaveg búið að gera  frumathugun af hálfu vegagerðar en ekki til neitt framkvæmdafé.

Auk þessa er nauðsynlegt að gera varanlegan veg að dvalarheimilinu á Blesastöðum og kirkjustaðnum á Stóra-Núpi.

Einnig viljum við minna á að nauðsynlegt er að gera lagfæringar á vegi 32 með tilliti til umferðaröryggis, það er kaflinn frá vegi 325 að Þrándarholti en á þessum kafla hafa orðið dauðaslys. Þessi kafli mun eins og fleiri vegir í sveitarfélaginu verða fyrir verulega auknum umferðarþunga um leið og ráðist verður í virkjun í Búðarhálsi.

Það er ljóst að verulega fjármuni þarf til að koma þessum málum í betra horf þess vegna óskum við eftir að verulega verði bætt í framkvæmdafé til vegamála í sveitarfélaginu á næstu árum.

Það er okkar skoðun að við höfum ekki verið frekir á þessari jötu á undanförnum árum.  

 

 

Ari Einarsson yfirgaf fundinn kl.15:30.

 

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.16:00