- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
38. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps mánudaginn 15.sept. 2008 kl. 13:00 í Árnesi.
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason.
Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.
1. Bréf frá Nesey varðandi útboð við frárennsli í Árnesi.(Á dagskrá síðasta fundar). Meðfylgjandi punktar frá Verkfræðistofu Suðurlands
varðandi málið. Páll og Rúnar frá Verkfræðistofunni mæta á fundinn.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu og samþykkir jafnframt að senda Nesey greinargerð Verkfræðistofunnar um málið.
2. Tilboð í frárennsli í Árnesi. 11 tilboð bárust.Sveitarstjórn samþ. að taka lægsta tilboði sem er frá Gilsverki ehf.sem er uppá 20.311.369.
Kostnaðráætlun er kr. 26.059.995. Tilboðið er 77,94% af kostnaðaráætlun.
3. Framkvæmdir í Brautarholti.Samþykkt að fela Verkfræðistofu Suðurlands að vinna útboðsgögn vegna framkvæmda á planinu í
Brautarholti,frárennsli,jarðvegsskitpi og yfirborðsfrágangur. Verkið verði boðið út á fyrri hluta næsta árs.
4. Fundargerð framkvæmdanefndar sveitarfélaga við Þjórsá,atvinnuuppbygging í orkufrekum iðnaði, frá 8.09.08 .
Fundargerðin samþykkt ásamt fyrirliggjandi verksamningi.
5.Mál til kynningar. Engin bókuð mál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.15:30