Sveitarstjórn

36. fundur 16. júlí 2008 kl. 20:30

36. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps miðvikudaginn 16. júlí 2008 kl. 20:30 í Árnesi.

    

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Haukur Haraldsson, 
Björgvin Skafti Bjarnason.  Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.
Óskað var eftir að fundargerð Skólanefndar frá 9.06.08 væri tekin á dagskrá. Samþykkt samhljóða og verður það mál nr.15.

 

1.     Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar frá 24.06.08.Samþykkt.

2.     Fundargerðir:

a)     Skólaskrifstofu Suðurlands frá 16.06.08.Lagt fram.

b)    Heilbrigðisnefndar frá 6.06.08.Lagt fram.

c)     Sorpstöð Suðurlands frá 24.06.08.Lagt fram.

d)    Brunavarna Árnessýsllu frá 5.06.08.Lagt fram.

e)     Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 2.07.08.Lagt fram.

3.     Tillaga frá skólastjóra Þjórsárskóla varðandi skólaakstur.Tillagan samþ.og samþ.að fela formanni skólanefndar og skólastjóra að ganga frá samningi við skólabílstjóra.

4.     Erindi frá Tónsmiðju Suðurlands, drög að samningi.Samþ.að vísa erindinu til umsagnar skólanefndar.

5.     Erindi frá Vegagerðinni vegna breikkun brúar yfir Kálfá.Samþykkt.

6.     Bréf frá Kristjönu Gestsdóttur varðandi afskurð trjágreina,hugmynd að nýta í áramótabrennu.Sveitarstjórn þakkar fyrir góða hugmynd.

7.     Ógreiddur reikningur frá árinu 2005.Samþ. að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Verkfræðistofu Suðurlands um greiðlsu á reikningnum.

8.     Rammasamkomulag milli Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar varðandi undirbúning,byggingu og rekstur Hvamms-,Holta-og  

        Urriðafossvirkjunar.Einnig var lagt fram fylgiskjal með samkomulaginu.Sveitarstjórn samþ. samkomulagið samhljóða.

9.     Minnispunktar vegna fundar með fulltrúum Fornleifaverndar ríkisins.Sveitarstjórn tekur undir að endurbóta er þörf á bænum Stöng og er reiðubúin til samstarfs við Fornleifanefnd.

10. Tilboð í frárennsli í Árnesi.Eitt tilboð barst þ.e.frá Nesey,sem var verulega yfirkostnaðaráætlun. Samþ. að eiga fund með fulltrúa frá Nesey og fulltrúa frá Verkfræðistofu Suðurlands,sem gerði kostnaðaráætlun.

11. Bréf frá Skipulagsstofnun. Ekki heimilt að gera deiliskipulag fyrir einstaka lóðir.Lagt fram.

12. Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi. Afskriftarbeiðni.Samþ. niðurfelling samkvæmt lista að upphæð kr.560.012 með vöxtum.

13. Rekstur sveitarfélagsins. Farið yfir stöðu mála.

Mál til kynningar

    

14. a) Fundargerð varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar í   sveitarfélögum á bökkum Þjórsár.Lagt fram.

a)     Bréf frá Vegagerðarinnar vegna fyrirspurnar um útsýnispall við Stöðulfell.Vegagerðin legst gegn tillögunni.

b)     Bréf frá Samgönguráðuneytinu,þar sem óskað er eftir umsögn vegna aðgerða sveitarstjórnar í deilumáli um lóðarmórk 
  sumarbústaða nr.5og 6 á Flötum.Samþ. að fela Ívari Pálssyni,lögmanni, að gera tillögu að svari.

 

15. Fundargerð Skólanefndar frá 09.06.08.Sveitarstjórn samþ. að    unnið verði að lagfæringum á salnum fyrir íþróttakennslu og það verði tilbúið áður en skólastarf hefst.

 

Fleira ekki gert.          Fundi slitið kl.00:20.