- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
33.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 27.mai 2008 kl.13:00 í Árnesi.
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Haukur Haraldsson,Tryggvi Steinarsson,
Björgvin Skafti Bjarnason og Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera.
1. Ársreikningur Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2007 lagður fram til fyrri umræðu. Einar Sveinbjörnsson,
endurskoðandi,fór yfir ársreikninginn.Umræður fóru fram um reikninginn og svaraði Einar fyrirspurnum.
Fram kom að sveitarfélagið var rekið með hagnaði árið 2007 uppá kr. 46.140.387. Samþykkt að vísa
ársreikningnum til síðari umræðu,en gert er ráð fyrir að hún fari fram 3.júní n.k.
2. Mál til kynningar. Oddviti kynnti kostnaðartölur frá Verfræðistofu Suðurlands vegna gatnagerðar og veitumála.
Ákveðið að taka þessi mál á dagskrá næsta fundar.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 14:50