- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
32. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 6.mai 2008 kl.13:00 í Árnesi.
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson,
Björgvin Skafti Bjarnason og Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera.
1. Bréf frá Félags-og Tryggingamálaráðuneytinu varðandi hækkun húsaleigubóta.Lagt fram.
2. Fréttir af Landnámsdegi 2008.Lagt fram.
3. Bréf frá Umhverfisstofnun varðandi ársfund.Lagt fram.
4. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Áætlanir um úthlutun framlaga á árinu 2008.Lagt fram.
5. Bréf frá Úrvinnslusjóði. Breytt fyrirkomulag varðandi greiðslu flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðum.Lagt fram.
6. Styrktarbeiðni frá Uppsveitarsystrum vegna kórastarfs.Samþ. að veita styrk í formi húsaleigu í allt að 10 skipti.
7. Ósk um ferðastyrk vegna íþróttamóta.
a) Heiðrún Kristmundsdóttir,Samþ. að veita styrk að upphæð kr.20 þús. vegna þátttöku í Unglingalandsliði Íslands í körfubolta.
b) Dóra Björk Þrándardóttir,Samþ. að veita styrk að upphæð kr.20 þús.vegna þátttöku í Unglingalandsliði Íslands í körfubolta.
8. Stefnumótunarvinna Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.Samþ. að fulltrúi sveitarfélagsins verði Gunnar Örn Marteinsson,oddviti.
9. Bréf frá Alþingi. Óskað eftir umsögn um:
a) Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna.Sveitarstjórn tekur undir umsögn Sambands ísl. Sveitarfélaga.
b) Þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum.Sveitarstjórn samþ. að vísa erindinu til
umsagnar Félagsmálamálanefndar.
10. Umsögn um frumvarp til mannvirkjagerðar frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga.Sveitarstjórn tekur undir athugasemdirnar.
11. Athugasemdir vegna skipulags í Skeiða-og Gnúpverjahreppi frá
Eigendum jarðarinnar Miðhúsa (Miðhús I og II). Lagt fram.
12. Bréf frá Skipulagsstofnun vegna ábendinga er bárust vegna
virkjanaáforma í neðri hluta Þjórsár.Lagt fram.
13. Umsókn um lóð.( Heiðarbrún 10) frá Hjálmari Blöndal, Guðjónssyni.Sveitarstjórn samþ. umsóknina enda verði bréfritara gerð grein fyrir annmörkum lóðarinnar.
14. Heimild til byggingafulltrúa.Sveitarstjórn samþ. fyrirliggjandi samþ. um afgreiðslu byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps skv. Skipulags-byggingalögum,nr.73/1997,með síðari breytingum.
15. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 27.03.08 ( Árhraun á Skeiðum,lóðablað,Skipulagsnefnd hafnar erindinu, og 23.04.08.Fundargerðin
frá 27.03 samþykkt.Varðandi fundargerð frá 23.04 er samþ. að fresta máli 36 (Ásólfsstaðir II,deiliskipulag,) og ræða við málsaðila.
Varðandi mál 37,( Reykjahlíð,landskipti,fimm spildur)sem frestað var á fundi Skipulagsnefndar,samþ. sveitarstjórn það mál.
Fundargerðin samþ.
16. Fundargerð Skólanefndar frá 14.04.08.Samþykkt.
17. Fundargerð Bókasafnsnefndar frá 11.03.08.Samþykkt.
18. Fundargerðir:
a) Heilbrigðisnefndar frá 18.03.og 22.04.08.Lagt fram.
b) Stjórn SASS frá 2.04.08.Lagt fram.
c) Skólanefnd Tónlistarskóla Árnesinga frá 12.03.08.Lagt fram.
d) Skólaskrifstofa Suðurlands frá 21.04.08.Lagt fram.
e) Fræðslunefnd v/Flúðaskóla frá 27.03.08. Lagt fram.
19. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 1.04.08.Samþykkt.
20. Tillaga að Skipuriti fyrir Skeiða-og Gnúpverjahrepp.Sveitarstjórn samþykkir að unnar verði starfslýsingar í samræmi við skipuritið.
21. Bréf frá Guðbjörgu Jóhönnu Jónsdóttur og Víkingi Birgissyni,þar sem þau óska eftir að nota nafnið Grænahlíð á l
andnr 192154 og íbúðarhús úr landi Borgarkots. Sveitarstjórn samþ. fyrir sitt leyti erindið.
22. Mál til kynningar
a) Utanhúsviðhald Þjórsárskóla.Gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í sumar.
b) Sveitarstjórn samþ. að eftirtaldir skipi 17.júní nefnd:
Eyþór Brynjólfsson,form. Hafdís Hafsteinsdóttir,Petrina Jónsdóttir.Ari Einarsson og Valdimar Stefán Sævaldsson.
c) Erindi um niðurfellingu á gjöldum af sumarbústað í landi
Skeiðháholts. Samþ. að taka erindið til afgreiðslu á næsta fundi.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl.15:50