Sveitarstjórn

28. fundur 05. febrúar 2008 kl. 13:00

28.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 5.febrúar 2008 kl.13:00 í Árnesi.


Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson,Björgvin Skafti Bjarnason 
og Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera.

 

Í upphafi fundar óskaði oddviti að taka á dagskrá fundargerð oddvitanefndar og aðalskipulagsbreytingu og verða þau mál númer 1 og 2    
og að mál nr. 17 ( verður mál nr. 19), fundargerð Skipulagsnefndar frá 30.01.08 verði tekið á dagskrá í upphafi fundar.Samþykkt.  
Pétur Ingi Haraldsson,skipulagsfulltrúi mætti á fundinn.


1.  Fundargerð Oddvitanefndar frá 30.01.08

     Lagt fram til kynningar.


2. Aðalskipulagstillaga í landi Ásólfsstaða II.  Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Ásólfsstaði II. Í breytingunni felst

    að á um 56 ha svæði breytist landnotkun úr landbúnaðarsvæði í blandaða landnotkun svæðis fyrir frístundabyggð og opins

    svæðis til sérstakra nota.Tillagan var í kynningu frá 26.nóvember til 14.desember 2007 með athugasemdafgresti til 28.des.2007.

    Fjórar athugasemdir bárust.  Í ljósi athugasemda er samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur nánari útfærsla af

    deiliskipulagi svæðisins.


3. Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2007.Lagt fram.


4. Óskað eftir umsögn um að land sem nýtt er til landbúnaðar verði    leyst úr landbúnaðarnotkun.Samþ. að óska eftir nánari upplýsingar 
    um í hvað eigi að nýta  landið.

 

5. Uppsagnarbréf frá Jónu Sif Leifsdóttur,umsjónarmanni Neslaugar.Sveitarstjórn samþ. að óska eftir að umsjónarmaður Neslaugar og 
    umsjónamaður fasteigna taki saman skýrslu um nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir. Samþ. að auglýsa stöðu umsjónarmanns við 
    Neslaug frá og með 19.maí 2008.

 

6. Bréf frá Umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um friðlandið í Þjórsárverum.

    Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps telur villandi og óraunhæft að blanda saman verndun Þjórsárvera annrs vegar og 
    virkjanaáform í neðrihluta Þjórsár hins vegar eins og gert er í þingsályktunartillögunni.Bent er á að Alþingi hefur veitt Landsvirkjun 
    virkjanaleyfi við Norðlingaöldu þannig að fyrst verður að nást um það pólitísk samstaða að fella úr gildi ef hægt á að vera að friða 
    þann hluta svæðisins. Sveitasrtjórn styður breytingar á friðlandsmörkum Þjórsárvera en leggur áherslu á

    að það sé gert í samráði við heimamenn. Jafnframt bendum við á að því friðlandi sem er fyrir er lítill sómi sýndur af hálfu hins opinbera,
    viljum við benda á að eðlilegt sé að einhver landvarsla sé á svæðinu og teljum eðlilegt að hún sé undir forsjá Skeiða-og Gnúpverjahrepps.

 

7. Bréf frá Lögmönnum Suðurlandi vegna sumarhúsa og smábýlalóða við Árnes.Samþ. að óska eftir kostnaðarútreikningi við undirbúning 
    lóða og afla upplýsinga um hugsanlegt markaðsverð lóða.

 

8. Bréf frá UMFÍ varðandi unglingalandsmót.Lagt fram.

 

9. Bréf frá Staðardagskrá 21 – Ólafsvíkuryfirlýsingin.Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að gerast aðili að 
    Ólafsvíkuryfirlýsingunni.

 

10.Bréf frá Samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um samgönguáætlun.Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.

 

11.Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu. Húsaleigubætur. Uppreiknuð eignamörk. Lagt fram.

 

12.Fjárveiting til reiðvegamála.Samþ. fjárveiting að upphæð allt að kr 1 milljón til reiðvega á ári næstu 4 ár í sveitarfélaginu enda komi 
     framlag á móti frá Reiðvegasjóði sem nemi allt að 1,5 millj.kr.

 

13.Þjórsárskóli. Framkvæmdir utanhúss í sumar. Samþ. að óska eftir verði á tímaeiningar frá Páli Árnasyni, Hagleiksmönnum 
     og Ólafi Leifssyni.

 

14.Óskað er eftir umsögn vegna aðalskipulagsvinnu fyrrum Villingaholtshrepps. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd.

 

15. Fundargerðir:

a)     Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands frá 20.12.07.Lögð fram.

b)    Stjórn SASS frá 9.01.08.Lagt fram.

c)     Stjórn Skólaskrifstofu frá 14.01.08.Lagt fram.

d)    Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 24.01.08.Lagt fram.

 

16. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 21.01.08.Samþ.

 

17. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 14.01.08.Sveitarstjórn telur Skaftholt vel að því komin að fá umhverfisverðlaun.
      Sveitarstjórn samþ. að fela oddvita og sveitarstjóra að funda með Umhverfisnefnd vegna fyrirspurna til hreppsnefndar.

 

18. Fundargerð Skólanefndar frá 28.01.08.Sveitarstjórn samþ. 10 % álag á greiðslur vegna skólaaksturs frá 1.jan.2008 og út skólaárið.
      Fundargerðin samþykkt.Lögð var fram umsögn Sambands ísl.sveitarfélaga um frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

 

19. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 30.1.08,ásamt skýrslu

      Skipulagsfulltrúa.Samþykkt.

 

20. Fundargerð Bygginganefndar frá 29.01.08.Samþykkt.

 

21. Mál til kynningar.

e)     Áherslur í 3ja ára áætlun. Farið var yfir málin og ákveðið að leggja fram 3ja ára áætlun á næsta fundi.

 

 

 

         Fleira ekki gert.                   Fundi slitið kl. 16:15