Sveitarstjórn

26. fundur 18. desember 2007 kl. 13:00

26.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 18.des.2007 kl.13:00  í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson,
Björgvin Skafti Bjarnason og Sig.Jónsson,sveitarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera.

 

 

1.  Bréf frá Fulltingi ehf. vegna framkvæmda við veg og ræsi í Árhraunsvegi.Samþ. að fresta afgreiðslu og afla frekai 
upplýsinga að höfðu samráði við Skipulagsfulltrúa og Vegagerðina. 


2.   Markaðsstofa Suðurlands. Ósk um samstarfssamning.Sveitarstjórn samþ. að fresta afgreiðslu til næsta fundar. 


3.   Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi framlag vegna nýbúafræðslu.Lagt fram. 


4.   Bréf frá Foreldrasamtökum á Suðurlandi vegna samræmdra prófa.(Upplýsingar í fylgigögnum).Samþ. að vísa 
erindinu til umsagnar Skólanefndar. 


5.   Bréf frá Dóms-og kirkjumálaráðuneytinu. Reglugerð um lögreglusamþykktir.Lagt fram. 

6.   Umsókn um smábýlalóð í landi Réttarholts.Samþ. að uthluta Guðmundi Árnasyni lóð nr. 4. 

7.   Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi Fasteignafélag sveitarfélaga.Lagt fram. 

8.   Bréf frá Lögmönnum Suðurlandi f.h. Sjálseignarstofnunar Skaftholts  vegna fyrirhugaðrar brúar yfir Þjórsá fyrir ofan 
Árnes.Samþ. að fela sveitarstjóra að senda bréfritara umrædd gögn. 

9.   Bréf frá Löggarði ehf. f.h. Sigmundar Magnússonar varðandi sumarhúsalóð nr. 5 að Flötum.Samþ. að fela Ívari Pálssyni, 

10.   Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Upplýsingar um úrskurð vegna sorphirðu og seyrulosunar.Samþ. að fela sveitarstjóra 
og skrifstofustjóra að yfirfara málið í samræmi við úrskurðinn. 

11.   Styrktarbeiðni vegna Reiðhallar á Rangárbökkum.Sveitarstjórn telur sér ekki fært að verða við erindinu. 

12.   Kosning starfshóps vegna Landnámsdagur 2008 (Áður á dagskrá 4.12.07).
Sveitarstjórn samþ.að eftirtaldir skipi starfshóp: Dorothea Lubeck,Sigrún Bjarnadóttir,Eyþór Brynjólfsson,Oddur Bjarnason 
og Sigrún Lára Hauksdóttir. 

13.   Kosning stýrihóps um húsnæðismál eldri borgara og mál því tengd.(Áður á dagskrá 4.12.07).Sveitarstjórn samþ. að eftirtaldir verði í hópnum: 
Hildur Hermannsdóttir,Vilmundur Jónsson,Bjarni Einarsson,Gunnar Örn Marteinsson og Tryggvi Steinarsson. 

14.   Fundargerðir Skólanefndar frá 10.12.07. 
a)      Leikskólamál. Einnig lá fyrir bréf frá foreldrum leikskólabarna sem nýta sér akstur í leikskóla.Varðandi akstur leikskólabarna 
er sveitarstjórn öll af vilja gerð til að leysa málið farsællega.Fundargerðin samþ.

b)      Grunnskólamál.Jón formaður Skólanefndar gerði grein fyrir viðræðum varðandi skólaasktur. Sveitarstjórn samþ. að unnið 
verði að endurskoðun á samningum og drög verði lögð fyrir sveitarstjórn. Fundargerðin samþ.

 

15.   Fundargerð Oddvitanefndar frá 29.11.07.Fundargerðin samþ. Sveitarstjórn býður Hega Kjartansson velkomin til starfa sem byggingafulltrúa. 

16.   Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 21.11.07.Lagt fram. 

17.   Fundargerð Skipulagsnefndar frá 22.11.07.Fundargerðin samþ. 

18.   Fjárhagsáætlun 2008.  Síðari umræða. 
Breytingar frá fyrri umræðu:

Nýbúafræðsla.Framlag frá Jöfnunarsjóði lækkar um 40 þús.

Leikskóli: Launakostnaður hækki um 2.000 þús.

Þjórsárskóli: Rekstur hækki um 4.500 þús. (tækjakaup og kennslugögn).

Tillögurnar samþykktar.

Fjárhagsáætlun 2008:

Rekstrarniðurstaða A og B hluta kr. 49.710 þús. í hagnað.

Langtímaskuldir  A og B hluta kr. 62.804 þús.

Veltufé frá rekstri A og B kr. 66.922 þús. jákvætt.

Sveitarstjórn samþ. fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2008.

 

19.   Næsti fundur. Samþ. að næsti fundur verði 15.janúar 2008. 

 

20.   Mál til kynningar. 
        a)      Fyrir lá bréf frá Úrksurðarnefnd um upplýsingamál þar sem staðfest er ákvörðun Skeiða-og Gnúpverjahrepps, um að synja kæranda, 
                  Finnboga Jóhannssyni,um aðgang að gögnum sem ekki er að finna í vörslu þess.

        b)      Fyrir lá bréf frá Samgönguráðuneytinu varðandi undirbúning útboðs fjarskiptasjóðs á háhraðatengingum.

 

 

         Fleira ekki gert.                   Fundi slitið kl. 15:45