Sveitarstjórn

25. fundur 04. desember 2007 kl. 10:30

25.   fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 4.des.2007 kl. 10:30 í Árnesi.

         Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti, Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson,Björgvin Skafti Bjarnason 
         og Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

        Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera. 
        Samþykkt að taka mál númer 22-26 á dagskrá kl.13:00,en þá mætir Einar Sveinbjörnsson,endurskoðandi hjá KPMG á fundinn.

1.     Skýrsla frá Rafhönnun um gagnaflutningaþjónustu. Magnús Hauksson mætir á fundinn.Magnús gerði grein fyrir skýrslu(úttekt) 
         á stöðu gagnaflutningsmála hér í sveitarfélginu og samanburð við höfuðborgarsvæðið og aðra staði landsins. Einnig gerði Magnús grein fyrir 
         úrbótum sem hægt væri að gera hér í sveitarfélaginu í gagnaflutningsmálum.Samþykkt að skoða málið nánar.

2.     Bréf frá Landformi og Vegagerðinni vegna skipulags í Brautarholti.Samþ. að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

3.     Úthlutunarreglur lóða. (Meðfylgjandi reglur Bláskógabyggðar).Samþ. að yfirfara núgildandi reglur og leggja fram tillögu um nýjar reglur.
        Samþ. að endurskoða byggingaleyfis- og tengigjöld.

4.     Bréf frá Iðnaðarráðuneytinu varðandi þriggja fasa rafmagn.Óskað er eftir upplýsingum hvar mest er þörf fyrir tengingu við þriggja fasa rafmagn.
        Samþ. að fela sveitarstjóra að svara erindinu.

5.     Tilkynning um styrki frá Menningarráði Suðurlands.Tvær styrkveitingar voru samþykktar.Menningaruppákomur kr.150 þús. og 
         Landnámsdagur kr.300 þús.

6.     Fjárhagsbeiðni frá Stigamótum.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

7.     Bréf frá UMFÍ varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja.Lagt fram til kynningar.  Skafti yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu 7.liðar kl.14:00.

8.     Bréf frá leikskólakennurum á Suðurlandi um kjaramál o.fl.Lagt fram.

9.     Styrktarbeiðni varðandi Snorraverkefnið sumarið 2008.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

10.   Bréf frá Friðbergi Stefánssyni varðandi skipulagsmál.Jón Vilmundarson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. 
        Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að breyta fyrri samþykktum sínum.

11.   Styrktarbeiðni vegna samstarfsverkefnisins, Bændur græða landið.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

12.   Bréf frá Tónlistarskóla Suðurlands varðandi samning um tónlistarkennslu.Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til samnings að svo komnu máli.

13.   Bréf frá Önnu Jóhannesdóttir,dýralækni,varðandi stofnun örmerkjagrunns gæludýra.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

14.   Bréf frá AÞS varðandi verkefnasjóð félagsins.Sveitarstjórn samþ fyrir sitt leyti að fé í verkefnasjóði renni sem hlutafé í 
         Háskólafélag Suðurlands ehf.

15.   Fundargerðir Skólanefndar frá 22.og 26.11.07 ásamt fundargerð foreldraráðs frá 9.10.07.
        Fundargerðir skólanefndar samþykktar.Fundargerð foreldraráðs lögðt fram.

16.   Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 19-20.10.07.Samþykkt.

17.   Fundargerðir stjórnar SASS frá 21.og 31.10.07.Lögð fram.

18.   Fundargerðir Fræðslunefndar Flúðaskóla frá 26.09 og 15.11.07. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með sveitarstjórn 
  Hrunamannahrepps til viðræðna um húsnæðismál Flúðaskóla.

19.   Fundargerð Félagsmálanefndar frá 6.11.07.Samþykkt.

20.   Landnámsdagur 2008. Oddviti og sveitarstjóri gera grein fyrir fundi á Hótel Heklu 21.11.07.Sveitarstjórn samþ. að stefna 
  að því að halda Landnámsdag á næsta ári og að starfshópur verði skipaður á næsta fundi.

 21.  Skipan stýrishóps um húsnæðismál eldri borgara og mál því tengd.(Áður á dagskrá 13.11.07). 
       Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.

      22.  Álagningareglur árið 2008. Tillaga um álagningareglur árið 2008.

  Álagningareglur fyrir árið 2008 


                                                                             2007                 2008

 

    Útsvar                                                             13,03%            13,03%

 

    Fasteignaskattur:

            A                                                                  0,60%              0,60%

            C                                                                  1,45%              1,65%

 

    Holræsagjald                                                        4.725                4.960     

    Sorphirðugjald      240 L.                                     6.090                6.400

                                360 L.                                     8.190                8.600

 

                                660 L.                                    16.700              17.535

                              1100 L.                                    27.825              29.220

    Sorpeyðingargjald                                                 5.775                6.070

    Sorpeyðingargjald á sumarbústaði                         3.675                 3.860

    Sorpeyðingargjald atvinnu.                                  15.750               16.540

    Vatnsgjald á íbúð                                                 0,2% fm.            0,2% fm

    Vatnsgjald á atvinnuhúsnæði                                 0,2% fm.            0,2% fm

    Vatnsgjald á sumarhús                                         0,2% fm.            0,2% fm

 

    Fráveitugjald, hreinsun rotþróa                              4.500                 4.725

 

    Lóðarleigugjöld:

    Íbúðarhús í þéttbýli,Árnes,Brautarholt                    6.800                6.800

    Atvinnu-og þjónustuhús                                       17.260              17.260

    Smábýlalóðir 4ha og minni                                   17.260             17.260

    Smábýlalóðir stærri en 4ha                                   26.160             26.160

    Sumarhúsalóðir  Flatir/Kálfá                                  39.758            42.534

    Sumarbústaðalóðir  Löngudælaholti                      26.280             28.115

 

    (Lóðarleigugjöld taka breytingum miðað við byggingavísitölu)

 

    Leikskólagjald, grunngjald á mánuði.                    2.700               2.160

    Morgunhressing                                                        56                    56               

    Hádegismatur                                                         186                   186

.

    Sveitarstjórn samþykkir ofanritaðar reglur.                          

 

 

    23. Tillaga:  Styrkir til markaðssetningar. 

Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að aðilar sem stunda atvinnurekstur og eiga lögheimili í sveitarfélaginu geti 
sótt um styrk til frekari markaðssetningar.

Styrkur getur numið allt að 28% af þeirri upphæð sem viðkomandi atvinnurekandi greiðir af atvinnuhúsnæði sínu í fasteignagjöld.
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fasteignagjaldastofn sé miðaður við reglur um atvinnuhúsnæði (C stofn) og að umsækjandi sé 
skuldlaus við sveitarfélagið eða láti framlagið ganga uppí fasteignagjöld.

Samþykkt þessi skal send öllum atvinnurekendum sem lögheimili eiga í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.

Umsóknafrestur er til 1.mars 2008 og skal ákvörðun um styrkveitingu liggja fyrir eigi síðar en 15.april 2008. 


Sveitarstjórn samþ. tillöguna.

 

    24. Tillaga:   Lækkun leikskólagjalda.

Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að leikskólagjald,grunngjald á leikskólanum Leikholti lækki um 20 % 
frá og með 1.janúar 2008.

Gjaldið á klst. lækkar úr 2700 kr. í 2160.

Fæðiskostnaður verður óbreyttur á árinu 2008 .

Greinargerð.

 

Fulltrúar í sveitarstjórn leggja þessa tillögu fram sameiginlega. Það er mikið atriði að hægt sé að koma sem mest til móts við það 
fólk sem hefur börn á leikskóla. Þessi lækkun á leikskólagjöldum er liður í því að gera okkar ágæta sveitarfélag sem fjölskylduvænast. 
Við teljum að þessi lækkun muni koma að verulegu gagni fyrir margar fjölskyldur. Samkvæmt verðlagsþróun hefðu gjöldin átt að hækka 
um 5 % þannig að lækkunin er raunverulega meiri heldur en kemur fram í tillögunni. Þá gerir tillagan einnig ráð fyrir því matarkostnaður 
verði óbreyttur en hækki ekki.


Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

    25. Tillaga:   Styrkur til að stunda íþróttir,æskulýðs-eða menningarstarf.

Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að allir grunn skólanemendur og framhaldsskólanermendur til 18 ára aldurs geti 
sótt um styrk sem nemur allt að 20.000 kr. á árinu 2008 til að stunda,íþrótta,æskulýðs eða menningarstarf.

Með umsókn þarf að fylgja kvittun um greiðslu frá aðila sem uppfyllir skilyrði að um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar 
sjái um þjálfun og/eða menntun.

Hægt er að sækja um tvisvar á ári þ.e. fyrir 1.mars og fyrir 1.okt. Heildarendurgreiðsla er að hámarki 20.000 kr. fyrir árið.

 

Greinargerð.

 

Tillaga þessi er flutt sameiginlega af fulltrúum í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Hér er lögð fram tillaga sem gerir ráð fyrir því 
að koma á móts við fjölskyldurm,þar sem grunnskólanemar og framhaldsskólanemar vilja leggja stund á íþróttir,æskulýðsstarf eða menningarstarf. 
Undir þetta fellur m.a. styrkur til þeirra er stunda tónlistarnám.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að kennarar,þjálfarar og aðrir sem sinna vinnunni hafi til þess menntun og að um viðurkennda starfsemi sé að ræða.

Sveitarstjórn telur að samþykkt þessarar tillögu muni stuðla að eflingu íþrótta- og menningarstarfs meðal grunnskólanema í sveitarfélaginu.
 

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

 

26. Fjárhagsáætlun 2008 lögð fram til fyrri umræðu.
      Einar Sveinbjörnsson,endurskoðandi og Sig.Jónsson,sveitarstjóri, gerðu grein fyrir áætluninni. Sveitarstjórn samþykkir að vísa áætluninni 
      til síðari umræðu,en gert er ráð fyrir að hún fari fram 18.des.n.k.

 

27. Samþykkt að taka á dagskrá lóðablað 44.825fm spildu sem kallast Hulduheimar úr landi Álfsstaða skv.fyrirliggjandi lóðblaði. 
      Sveitarstjórn samþ.erindið.

 

28. Mál til kynningar. 
      Engin mál lágu fyrir.

 

 

          Skafti vék af fundi kl. 14:00 eftir 7.mál en áður höfðu mál 22-26 verð afgreidd.

 

 

          Fleira ekki gert.                     

          Fundi slitið kl. 15:15