- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
21. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 4. sept. 2007 kl.10:30 í Árnesi.
Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason
sem ritaði fundargerð og Sigurður Jónsson .Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi uppsveita mætti á fund kl: 13.00
Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, en svo reyndist ekki vera.
Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofa Suðurlands frá 22. 08.07.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 6.07.07.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð Byggingarnefndar frá 8.08.07.
Fundargerð staðfest.
a)Fundargerð Skólanefndar nr. 13 frá 7.06.07.
Vegna 8. liðar fundargerðar frá 07.06. er verið að vinna að lausn vegna íþróttageymslu en mötuneyti mun verða
áfram í núverandi matsal.
Fundargerð staðfest.
b) Fundargerð Skólanefndar nr.15 frá 27.08.07
Fundargerð staðfest
Bréf frá verkefnastjórn varðandi stofnun Háskólafélags Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá Háskólasetrinu í Hveragerði varðandi flokkun vatna.
Sveitarstjóra falið að kanna hvernig best sé að standa að málinu.
Bréf frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra varðandi styrk vegna sumar- og helgardvalar barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ.
Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram 140.000 kr. til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna sumardvalar ungmenna í Reykjadal.
Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna deiluskipulagstillagna.
Liðnum frestað þar til síðar á fundinum þar sem Pétur skipulagsfulltrúi mætir á fundinn eftir hádegi.
Bréf frá EBI – Brunabót varðandi ágóðahlutagreiðslu 2007.
Ágóðahlutagreiðsla til Skeiða- og Gnúpverjahrepps er 1.908.000 kr. vegna ársins 2007.
Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi. Óskað er eftir umsögn um endurnýjun á leyfi til reksturs gististaðar ásamt úti veitingum í Hestakránni.
Ekki er gerð athugasemd við endurnýjun leyfis.
Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi varðandi endurnýjun á leyfi til reksturs veitingastaðar í félagsheimilinu Árnesi.
Ekki er gerð athugasemd við endurnýjun leyfis.
Bréf ( tillaga ) frá Hörpu Dís Harðardóttur varðandi skipulag 17. júní hátíðarhalda ásamt greinargerð og sundurliðun kostnaður
vegna 17. júní hátíðarhalda 2007.
Sveitarstjórn þakkar Hörpu Dís ábendingarnar og nefndinni allri vel unnin störf.
Gjaldskrá fyrir hundahald.
1.gr.
Gjald fyrir hvern hund skal vera 1000.kr á árinu 2007. Gjald skal greitt við skráningu hundsins.
2. gr.
Kostnaður vegna föngunar og vörslu hunda, sem teknir eru lausir ss. útkallskostnaður , bifreiðakostnaður, búrleiga og auglýsingar, skal
greiddur af hlutaðeigandi leyfishafa eða umráðamanni hunds. Föngunargjald, varsla og auglýsingargjald er 15.000 kr.- Síðan leggst
sólarhringsgjald á kr. 1.000 – vegna dvalar við geymslu viðkomandi hunds, inni í því er fæði og búrleiga. Ef hundur er handsamaður fyrir
lausagang oftar en þrisvar sinnum sama ár, þá á hundaeigandi eða umráðamaður hunds yfir höfði sér leyfissviftingu.
3.
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þ. 4.sept 2007 samkvæmt ákvæðum 25.gr laga
nr.7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gildir fyrir árið 2007, og tekur gildi eftir staðfestingu heilbrigðisnefndar.
Árnesi 4. september 2007.
fh . Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána og veitir frest til áramóta að skrá hunda.
Listi yfir lóðir á Flötum eins og þær er skráðar í fasteignamati.
Lagður fram.
Pétur skipulagsfulltrúi mætti á fund.
Skipulagsmál í Kílhrauni.
Lögð fram breytingartillaga að deiliskipulagi í Kílhrauni – frístundabyggð frá ágúst 2007. Um er að ræða óverulega breytingu á skipulagi.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi.
Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna deiluskipulagstillagna
Lagðar fram. Ábending vegna skipulags veitumála við Árnes vísað til veitustjórnar.
Fundargerð skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 23.ágúst 2007.
Sameiginleg mál.
Liður 1. Stærð aukahúsa.Staðfest
Liður 2. Stakar byggingaframkvæmdir.Staðfest
Liður 3. Efnistaka staðfest.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Liður 27. Efri- Brúnavellir á Skeiðum. Staðfest.
Liður 28. Kílhraun á Skeiðum.Staðfest
Líður 29. Skeiðháholt á Skeiðum frestað.
Pétur vék af fundi.
Bókasafn lögð fram kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði í Brautarholti.
Ákvörðun um breytingu á húsnæði í Brautarholti frestað, oddviti og sveitarstjóri munu funda með bókasafnsnefnd og stjórn félags eldri borgara.
Gerð grein fyrir umsóknum sem bárust vegna: Bókasafns félagsstarfs.
Samþykkt að fara yfir umsóknir í samráði við bókasafnsnefnd.
Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við umsækendur með fulltrúa bókasafnsnefndar.
Mál til kynningar.
Oddviti greindi frá fundi hjá Landbúnaðarstofnun með fulltrúum Afréttamálafélags Flóa og Skeiða, og fulltrúum sveitarfélagana þar sem að
ákveðið var að rétta ekki austurhlutasafninu í Skaftholtsréttum.
Sveitarstjórn samþykkir að kaupa hlut Tónlistarskóla Árnesinga í píanói í Brautarholti á kr. 112.500
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið. kl. 15.30