Sveitarstjórn

19. fundur 10. júlí 2007 kl. 10:30

19.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 10. júlí  kl. 10:30 í Árnesi. 


Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin 
Skafti Bjarnason sem ritaði fundargerð og Sigurður Jónsson sveitarstjóri

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, en svo reyndist ekki vera..

 

Dagskrá:

 

1   Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu skipulagsmála. 
Deiliskipulag vegna Hraunvalla. Pétur skýrði út stöðu mála vegna flóðahættu.  Deiliskipulag samþykkt með þeim skilyrðum 
að gólfhæð sé 53 m. yfir sjávarmáli en annars er vísað í deiliskipulagstillögu, dags. 13.júní 2007.

Sumarhúsasvæði í landi Kílhrauns. Breytingar á deiliskipulagi lagðar fram til kynningar.Samþykkt að óska umsagnar Skipulagsstofnunar.

Rætt um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Lögð fram svör frá umsagnaraðilum vegna athugasemda á breytingum á aðalskipulagi.

 

2.   Fundargerð Skipulagsnefndar frá 14.06.07. 
Fundargerð samþykkt.

 

3.   Bréf  frá Fulltingi ehf. vegna frístundabyggðar í landi Kílhrauns á Skeiðum. 
Lagt fram til kynningar.

 

4.   Fundargerðir Bygginganefndar frá 5.06.07. og 26.06.07. 
Samþykktar

 

5a. Umsókn um lóð að Hamragerði nr.4.

Úthlutun frestað og óskað frekari upplýsinga.

 

5b. Umsókn um lóð að Hamragerði nr. 1

Samþykkt að úthluta Katrínu Jónsdóttur kt: 130979-5649 lóð að Hamragerði 1 en úthlutun kemur í stað lóðar að 
Hamragerði 3, sem Katrín skilar.

 

6.   Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, vegna umsagnar um hundahald. 
Bókun: vegna 3. greinar þá sé 3. setning svona. ,, Sé um að ræða alvarleg eða ítrekuð brot er viðkomandi hundur tekinn 
út af skrá og er ekki lengur heimild fyrir eiganda hans að halda hund í sveitarfélaginu.”

 

7.   Bréf frá Kristjáni Guðmundssyni. “Hugleiðingar um Hagalón.” 
Lagt fram. Afrit sent til Landsvirkjunar.

   

 7.b   Bréf frá Stjórn Sjálfseignarstofnunarinnar Skaftholti.

          Lagt fram til kynningar.

 

8.   Drög að samkomulagi vegna leigu á hjólhýsastæði í Þjórsárdal. 
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við samkomulagið en telur það ekki  fordæmisgefandi

 

9.   Ályktun frá aðalfundi Veiðifélags Þjórsár, Kálfárdeild, vegna virkjanaáforma. 
Lögð fram til kynningar.

 

10.   Bréf frá Sorpstöð Suðurlands. “Söfnun pappírs og umbúðarúrgangs.” 
Hreppsnefnd tekur jákvætt í bréf frá Sorpstöð Suðurlands og telur nauðsynlegt að vinna vel að flokkun og söfnun pappírs 
og umbúðaúrgangs.

 

 

11.   Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna framlags (sérþarfa fatlaðra nemenda). 
Lagt fram til kynningar.

 

12.   Bréf frá Styrktarsjóði EBÍ 2007. 
Samþykkt að sækja um styrk vegna ,,Örnefnasöfnunar” Jóns Eiríkssonar og vegna Skaftholtsrétta.

 

 

13.   Bréf frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga “Hópferð á Opna daga sveitarstjórnar vettvangs ESB í haust.” 
Lagt fram.

 

14.   Bréf frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga varðandi ný lög um gatnagerðargjöld. 
Samþykkt að endurskoða samþykkt um gatnagerðargjöld í þéttbýli.

 

15.   Starfsmannamál í Brautarholti vegna Bókasafns, félagsheimilis. 
Samþykkt að vinna starfslýsingu vegna starfsmanns við bókasafn og félagsheimili í Brautarholti, og í framhaldi að auglýsa eftir starfsmanni.

 

16.   Heilsubælið, tilboð frá eigendum í framhaldi af fyrri umræðum. 
Hreppsnefnd er ekki tilbúin til að kaupa tæki Heilsubælisins,þar sem tæki þess henta ekki starfsemi grunnskólans, en telur 
koma til greina að styrkja starfsemi núverandi eigenda eða einstaklinga og/eða félaga sem kaupi tækin.

 

17.   Atvinnurekstur í sveitarfélaginu fasteignagjöld o.fl. (Áður á dagskrá á 2 síðustu fundum). 
 

 

STYRKIR  TIL  MARKAÐSSETNINGAR

 

Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að aðilar sem stunda atvinnurekstur og eiga lögheimili í sveitarfélaginu 
geti sótt um styrk til frekari markaðssetningar.

Styrkur getur numið allt að 20% af þeirri upphæð sem viðkomandi atvinnurekandi greiðir af atvinnuhúsnæði sínu í fasteignagjöld.
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fasteignagjaldastofn sé miðaður við reglur um atvinnuhúsnæði (B stofn) og að umsækjandi sé 
skuldlaus við sveitarfélagið eða láti framlagið ganga uppí fasteignagjöld.

Samþykkt þessi skal send öllum atvinnurekendum sem lögheimili eiga í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.

Umsóknafrestur er til 1.október 2007 og skal ákvörðun um styrkveitingu liggja fyrir eigi síðar en 15.október 2007.

Samþykkt þessi skal endurskoðuð um næstu áramót.

 

Samþykkt.

 

18.   Fundargerðir: 
Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands frá 20.06.2007. 
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 1.07.2007.(Spurning með dagsetningu?) 
Stjórn Sorpstöðvar frá 7.06.07. 
Fræðslunefnd Flúðaskóla frá 5.06.07. 
SASS frá 6.06.07. 
Heilbrigðisnefnd frá 19.06.07. 
Hreppsnefnd gerir athugasemd við að ekki er farið rétt með nafn Þjórsárskóla í fundargerð heilbrigðisnefndar.

 

Lagðar fram til kynningar.

 

19.   Fundargerð Félagsmálanefndar frá 11.06.07. 
Staðfest.

 

20.   Fundargerð Umhverfisnefndar frá 30.05.07. 

         liður 2.

Vegna athugasemda við 5.grein erindisbréfs fyrir Umhverfisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur hreppsnefnd rétt að halda henni 
inni en með svohljóðandi breytingu.

,,Umhverfisnefnd veitir hreppsnefnd umsögn um svæðis-, aðal- og deiliskipulag innan sveitarfélagsins, telji sveitarstjórn þess þörf. 
Umhverfisnefnd skal á sama hátt fá til umsagnar áætlanir um verklegar framkvæmdir sem stofnað geta í hættu umhverfisþáttum sem sérstakt 
gildi hafa og er líklegt til að hafa áhrif á náttúruna.

     

Fundargerð staðfest.

 

21.   Fundargerð Skólanefndar, 
        a)   Grunnskólamál frá 7.06.07. 
                Vísað til næsta fundar.

       b)   Leikskólamál frá 26.06.07. 
             Fundargerð staðfest.

 

Mál til kynningar. 
 

Næsti fundur áætlaður  14. ágúst.

 

Fundi slitið kl: 16.00