Sveitarstjórn

18. fundur 12. júní 2007 kl. 10:30

18. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 12. júní 2007  kl 10:30 í Árnesi. 


Mættir voru: Gunnar  Örn Marteinsson oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Úlfhéðinn Sigurmundsson í forföllum Jóns Vilmundarsonar, 
Tryggvi Steinarsson, Jóhanna Lilja Arnardóttir í forföllum Björgvins Skafta Bjarnasonar, Sigurður Jónsson sveitarstjóri og  
Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti  setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, en svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:

 

1   Kosning samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps til eins árs í júní ár hvert, skv. 51.gr. 
a)  Oddvitakjör. Oddviti og Varaoddviti skv. 14.gr. Sveitarstjórnarlaga nr.45/1998.

Oddviti var kjörin Gunnar Örn Marteinsson  með 4 atkvæðum Jóhanna Lilja sat hjá.  Varaoddviti var kjörin Jón 
Vilmundarson með 4 atkvæðum, Jóhanna Lilja sat hjá.

 

b) Aðalfundur Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga. Þrír aðalfulltrúar og þrír til    vara samkvæmt samþykktum samtakanna.

Aðalfulltrúar voru kjörnir: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Jón Vilmundarson og Björgvin Skafti Bjarnason. 
Varamenn  Tryggvi Steinarsson, Ingvar Hjálmarsson og Jóhanna Lilja Arnardóttir

 

2.   17. júní hátíðarhöld. 
Harpa Dís Harðardóttir og Ari Einarsson voru skipuð fulltrúar  fyrir hönd sveitarinnar.

 

3.   Fundargerðir: 
a) Stjórnar Atvinnuróunarfélags Suðurlands frá 27.04.07. Lögð fram til kynningar

b) Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15.05.07. Lögð fram til kynningar

c) Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands frá 23.05.07. Lögð fram til kynningar.

 

 4.   Fundargerð Félagsmálanefndar frá 8.05.07.

            Fundargerðin staðfest.

 

 5. Fundargerð Byggingarnefndar frá 15.05.07.

            Fundargerðin staðfest.

 

6. Samþykkt um hundahald í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.(áður á dagsrá 8.05.07.)

         Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mun fjalla um samþykktina á næsta fundi sínum.

         Málið tekið til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

7.   Bréf frá íbúum í Hraunteigi, Knarrarholti, Heiðargerði og Brúnum vegna gengdarlauss flugnagangs yfir sumartímann.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands kanni aðstæður.

 

8.   Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda í Skipulagðri frístundabyggð.

    Málinu frestað til næsta fundar.

 

9.   Styrktarbeiðni frá Afréttarmálafélagi  Flóa og Skeiða.

            Sveitarstjórn samþykkir að veita 100.000 kr. styrk v. landbótastarfs.

 

10.   Umsókn um grenjavinnslu.

             a) Jón Bogason og Skúli Helgason.

             b) Bergur Þór Björnsson.

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við þessa aðila á grundvelli tilboða þeirra.        

 

11. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, Æskulýðsfélög nr.70/2007.

            Lagt fram til kynningar og vísað til þeirra félaga sem málið varðar.

 

 12. Bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.

      Lagt fram til kynningar.

 

13. Ályktun aðalfundar FOSS varðandi kjarasamningagerð.

“ 34. aðalfundur FOSS haldinn á Hótel Örk, Hveragerði þriðjudaginn 8. maí 2007 skorar á bæjar og 
sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi að koma meira að kjarasamningagerð við félagið í stað þess að fela 
Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð”. 

Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til breytinga á því fyrirkomulagi sem nú er, en leggur til aukið samráð við sveitarfélögin.

 

14.   Staða verkefna Fjarskiptasjóðs og næstu skref.

Sveitarstjórn samþykkir að senda Fjarskiptasjóði  bréf um hvað þeir ætla að gera fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. 
Sveitarstjórn telur mjög brýnt að bætt verði úr fjarskiptamálum hvað varðar háhraðatengingu og GSM  samband.

 

       15. Styrktarbeiðni vegna Skólahreysti 2007.

            Sveitarstjórn samþykkir að veita 20.000 kr.  styrk.

           

       16. Bréf frá skógrækt ríkisins vegna deiliskipulags í Þjórsárdal.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn telur mikilvægt að farið sé eftir samþykktu skipulagi.

 

       17. Bréf frá Landgræðslu ríkisins. Tilkynning um styrk úr Landbótasjóði.

Fram kemur í bréfi frá Landgræðslu ríkisins að veittur er styrkur að upphæð 400.000.- úr Landbótasjóði  til 
uppgræðslu á Gnúpverjaafrétti.

 

18. Bréf frá Atla Gíslasyni hrl. Þar sem hann óskar eftir að fá að tjá sig um 

athugasemdir og gögn, sem hreppurinn hefur móttekið vegna tillögu um breytingar á    aðalskipulagi vegna Holtavirkjunar 
og Hvammsvirkjunar.

Sveitarstjóra falið að svara bréfinu í samráði við Lögmann sveitarfélagsins.

 

19. Atvinnurekstur í sveitarfélaginu. Framhald umræðna frá síðasta fundi,vegna fasteignagjalda o.f.l.

Sveitarstjóra, oddvita og skrifstofustjóra falið að vinna að málinu fyrir næsta fund

í samræmi við umræður á fundinum.

 

20. Bréf frá sumarbústaðaeigendum við Kálfá.

Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga í samráði við skipulagsfulltrúa.

 

21. Hugmyndasamkeppni um merki fyrir sveitarfélagið. Tillögur voru áður til        umræðu 8.05.07.

Sveitarstjórn hefur tekið samhljóða  ákvörðun  um merki sveitarfélagsins. Verðlaun verða afhent á 17. júní um leið og merki 
og höfundur verða kynnt.

 

22.    37. fundargerð Skipulagsnefndar uppsveita 22.05.2007

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagið í Skeiðháholti og Kálfhóli með fyrirvara um samkomulag  um vegtengingu.

Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

 

23. Samþykkt á breytingu á  aðalskipulagi í Réttarholti, Blesastöðum, og í Vestra-     Geldingaholti

Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna  skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

24.    Fundargerð veitustjórnar frá 1.júní 2007

Fundargerðin staðfest, verði um umfram kostnað að ræða samkv. fjárhagsáætlun, verður vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar

 

25.    Oddviti greindi frá fundi sem haldinn var með Helga Bjarnasyni.

 

26.    Sveitarstjórn samþykkir að veita Hestakránni endurnýjun á leyfi  til reksturs gistiheimilis,veitingastofu og kráar.

 

27.    Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.

 

28.    Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með Umhverfisráðherra varðandi stækkunar friðlands í Þjórsárverum.

             

 

       Fundi slitið kl: 15.30