- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
17. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 8. maí 2007 kl. 10:30 í Árnesi.
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson,
Björgvin Skafti Bjarnason, Sigurður Jónsson sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, en svo reyndist ekki vera.
Dagskrá:
1. Fundargerð skipulagsnefndar frá 24.04.07.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerð Bygginganefndar frá 24.04.07.
Fundargerðin staðfest
3. Fundargerðir:
a) Fræðslunefndar Flúðaskóla frá 29.03.07.
Fundargerðin staðfest.
b) Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 17.04.07.
Fundargerðin lögð fram
c) Stjórn SASS frá 20.04.07. og 25.04.07.
Fundargerðirnar lagðar fram.
d) Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 25. apríl 2007
Fundargerðin lögð fram.
4. Drög að reglugerð um hundahald. (Áður á dagskrá 17.04.07).
Samþykkt að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að drögum um hundahald með áorðnum
breytingum og vísað til síðari umræðu
5. Upplýsingar frá Félagsmálastjóra vegna fundargerðar 91. fundar félagsmálanefndar. (Áður á dagsrá 17.04.07).
Fundargerðin staðfest.
6. Bréf frá Birki Þrastarsyni, Hæli III þar sem hann óskar eftir verksamningi um grenjavinnslu og minkaveiðar.
Erindinu hafnað. Ákveðið að auglýsa eftir tilboðum í grenjavinnslu á Gnúpverjaafrétti og í byggð í sveitarfélaginu.
7. Bréf frá stjórn Búnaðarfélags Gnúpverja varðandi umsókn um iðnaðarlóð til bygginga iðngarða í Árnesi.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við þá.
8. Safnvegir og vegagerð. (áður á dagskrá 17.04.07).
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að fjármunir vegna nýframkvæmda við fyrirhugaðan Vorsabæjarveg
og hefur ekki verið hægt að nýta, verði veitt í klæðningu á Ólafsvallavegi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að reiðvegamálum meðfram Ólafsvallavegi verði komið í lag.
9. Kjörskrá vegna Alþingiskosninganna 12.maí 2007.
Kjörskráin lögð fram . Á kjörskrá eru 350 manns, 179 karlar og 171 kona.
Engar athugasemdir hafa borist við kjörskrána.
10. Hugmyndasamkeppni um merki fyrir sveitarfélagið. (Áður á dagskrá 17.04.07).
Framkomnar tillögur kynntar á íbúafundi sem áætlaður er síðar í mánuðinum.
11. Erindi frá Hestamannafélaginu Smára v/Reiðhallar. (Áður á dagskrá 17.04.07.)
Ingvar Hjálmarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 2.000.000 í hlutafélag um Reiðhöll á Flúðum.
Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
12. Erindi vegna fasteignagjalda.
Erindi barst frá Ólafi Jóhannssyni um niðurfellingu fasteignagjalda af gamla íbúðarhúsinu á Stóra-Núpi.
Vísað er til 5. gr.samþykktar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna
fasteignaskatts frá 7. febrúar 2006. Óskað er eftir frekari upplýsingum frá eigendum.
13. Ársreikningur 2006 – Síðari umræða.
Almennar umræður urðu um reikninginn
Sveitarstjórn samþykkir að taka rekstrarhluta B hluta fyrirfækja til endurskoðunar
Ársreikningurinn staðfestur samhljóða.
14. Skipulagsmál við Árnes.
Oddviti sagði frá hugmyndum um markaðssetningu á lóðum á svæðinu.
15. Bréf vegna stofnunar lögbýlis.
Bréf frá Jens Einarssyni og Sigurlinn Sváfnisdóttur um stofnun lögbýlis á Hlemmiskeiði 1. Sveitarstjórn tekur jákvætt í málið.
16. Erindi vegna girðingarmála við Sultartanga.
Sveitarstjórn fer fram á að staðið verði við viljayfirlýsingu er gjörð var 6. júlí 2000. Oddvita falið að klára málið.
Fundi slitið kl: 14.26