Sveitarstjórn

15. fundur 27. mars 2007 kl. 13:00

15. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 27. mars 2007 kl. 13:00 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason, 
Sigurður Jónsson sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð

 

Oddviti setti fund og spurði  fundarmenn hvort einhverjar athugasemdir væru við boð fundarins, en svo reyndist ekki vera.

 

 

Dagskrá:

 

1.  a) Athugasemdir sem borist hafa vegna Aðalskipulags. – Vinnuferli.-

Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að hafa samband við Landslag um að flokka og efnisgreina athugasemdirnar.

     b) Bréf frá sóknarpresti Stóra – Núpsprestakalls þar sem hann dregur bréf varðandi    athugasemd til baka. Lagt fram.

 

 2.  Fundargerðir.

    a) Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 6.03.07. Lögð fram

    b) Stjórn SASS frá 7.03.07. Lögð fram

    c) Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 29.01, 17.02, 28.02.07. Lagðar fram

    d) Fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu frá 28.02.07, ásamt minnisblaði

       og fréttabréfi. Lagt fram

    e) Stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 2.03.07. Lögð fram

 

3. a) Fundagerð Skipulagsnefndar frá 8.03.07. Fundargerðin staðfest

    b) Fundarboð , Skipulagsdagur 2007. Lagt fram

    e) Umsagnir frá Heilbrigðiseftirlitinu varðandi deiliskipulag. Sveitarstjórn gerir ekki    athugasemdir  við umsögnina.

 

4. Fundargerð félagsmálanefndar frá 6.03.07.

    Fundargerðin staðfest.

 

5. Fundargerð Skólanefndar frá 14.03.07.

    Varðandi lið 6 um ráðningu skólastjóra, sveitarstjórn telur að rétt hafi verið að málum staðið hvað varðar auglýsingu á starfi 
skólastjóra. Sveitarstjórn samþykkir að láta  gera kostnaðaráætlun vegna viðgerðar á aðalsal í Árnesi v íþróttakennslu

 

6. Greinargerð vegna viðhorfskönnunar í Skeiða – og Gnúpverjahreppi.

     Könnunin var send inná hvert heimili í hreppnum og var svarhlutfallið 40%

     Með teknu tilliti til skoðanakönnunarinnar sér sveitarstjórn ekki ástæðu til breytingar  á fyrri ákvörðun , um að reka eitt bókasafn 
     í Brautarholti, og mun leita  eftir samstarfi við bókasafnsnefnd um nánari útfærslu

     Oddviti lagði fram bréf frá Árdísi Jónsdóttur um bókasafnsmál. Vísað til afgreiðslu á næsta fundi.

 

7. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

    Síðari umræða. Breytingatillögur.

    11. grein. Liður 2. Út falli orðið byggðaráð

    Liður 3.  Í stað þremur sólarhringum komi fimm sólarhringum.

    13. grein.  Inn í greinina bætist, Heimasíða sveitarfélagsins

    51. grein.  Liður 3.  Atvinnumálanefnd, verður:  Atvinnumála og samgöngunefnd

    Liður 5. fellur út

    Liður 8.  Breyta í Fjallskilanefnd Gnúpverjaafréttar

    Liður 16.  Fellur út.  Í staðinn:  Rekstrarnefnd fasteigna.  Þrír aðalmenn og jafnmargir  til vara.

    Liður 17.  Fellur út

    Liður 18.  Fellur út

    Liður 19.  Fellur út

    Liður 25.  Fellur út.  Í staðinn kemur.  Veitustjórn. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

    Liður 28. Út falli

    Undirkjörstjórnir fyrir kjördeild í:

    a)  Árnesi.  Þrír aðalmenn og þrír til vara.

    b)  Brautarholti.  Þrír aðalmenn og þrír til vara.

    Sveitarstjórn samþykkir breytingartillögurnar

 

8. Bréf frá Landformi vegna stofnunar lögbýlisins Glóruhlíðar.

    Sveitarstjórn samþykkir fyrirhuguð landnýtingaráform, og samþykkir að auglýsa  breytingar á aðalskipulagi í samræmi við það.

 

9. Bréf frá SASS varðandi Menningarsamning Suðurlands – samstarfssamningur

    sveitarfélaga.

    Lögð fram “drög að menningarsamningi og drög að samstarfssamningi sveitarfélaga”

    Málinu frestað til næsta fundar og sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga.

 

10. Bréf frá ferðamálastofu varðandi styrk vegna vatnsöflunar fyrir ferðamannastað

      Þjórsárdal.

      Sveitarstjórn fagnar styrkveitinguni,sem hljóðar upp á 250.000,  sveitarstjóra falið að svara umbeðnum upplýsingum.

 

11. Fyrirspurn frá Kílhrauni ehf. Vegna framkvæmda við að fjarlægja brú og setja   

      2 smáræsi, við vegaslóða að Árhrauni.

      Sveitarstjórn hefur ekki haft nein afskipti af þessum framkvæmdum.

 

12. Gjaldskrá skólamáltíða.

      Sveitarstjórn ákvað að lækka skólamáltíðir um 7% og lækkun tekur gildi frá 1. mars 2007

 

13. Gerð grein fyrir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar.

      Oddviti greindi frá fundi hans og sveitarstjóra  með fulltrúum Vegagerðarinnar

      Oddviti hvetur sveitarstjórnarmenn til að skoða vel safnvegaáætlunina fyrir næsta

      fund.

 

14. Kosning  3ja manna Veitustjórnar og jafnmarga til vara.

      Sigurður Kárason

      Ingvar Hjálmarsson

      Ágúst Guðmundsson

      Varamenn:

      Ásmundur Lárusson

      Björgvin Þór Harðarson

      Steinþór Guðjónsson

      Sveitarstjóri kallar nefndina saman til fyrsta fundar, og nefndin skiptir með sér verkum.

 

15. Þriggja ára áætlun 2008 -2010. Síðari umræða.

      Samþykkt samhljóða.

 

16. Trúnaðarmál.

      Fært í trúnaðarbók.

 

17. Mál til kynningar.

      Matsgjörð vegna Bugðugerði 1 sem hljóðar uppá   22.000.000 lögð fram.

      Fundargerð skólanefndar nr.10 dags 26.03.07 lögð fram.

 

Fundi slitið kl: 16.00.