Sveitarstjórn

12. fundur 23. janúar 2007 kl. 10:30

12. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 23. janúar 2007  kl. 10:30  í Árnesi.

 

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, Ingvar Hjálmarsson, 
Björgvin Skafti Bjarnason, Sigurður Jónsson sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Gunnar setti fund og spurði fundarmenn hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, en svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:

 

1     Skipulagsmál 
Oddur Hermansson og Brynja Ingólfsdóttir frá  Landformi, mættu á fundinn og kynntu tillögu að breytingum 
á aðal- og deiliskipulagi  Skeiða- og Gnúpverjahrepps – Réttarholt – Árnes sunnan vegar. Sveitarstjórn 
samþykkir að afgreiða málið á næsta fundi.

           

2     Félagsmál. 
Kl. 13:00 mætti  Nanna Mjöll Atladóttir, félagsmálastjóri á fundinn og fór yfir starfssvið félagsþjónustunnar,
og  hvernig hún virkar.

 

3.   Næsta starfsár Þjórsárskóla.

Staða Skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.

Uppsagnarbréf kom frá Rut Guðmundsdóttur skólastjóra  þar sem hún segir starfi sínu sem skólastjóri lausu 
frá og með 1. ágúst 2007. Fyrirliggur að starfsmenn skólans verði færri en 12 þannig að  fyrirsjáanlegt er að 
ekki verði þörf fyrir aðstoðarskólastjóra og verður þá sú staða lögð niður.  Sveitarstjóra og formanni 
skólanefndar falið að sjá um að auglýsa skólastjórastöðuna.

 

4.   Tilboð í öryggiskerfi frá Árvirkjanum. 
Sveitarstjóra falið að skoða tilboðið nánar.

 

5.   Staðfesting á leigusamningi vegna fjallaskála í Hólaskógi ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Sveitarstjóra, 
oddvita og formanni Afréttamálanefndar Gnúpverja falið að gera samninginn.    
 

6.    Bréf frá Jónasi Yngva Ásgrímssyni fulltrúa í skólanefnd vegna nefndarlauna. 
Hreppsnefnd samþykkir að frá og með 1. janúar 2007 verði eftirfarandi breyting gerð á launum fyrir störf -  nefndarstörf.

Skólanefnd:

Formaður skólanefndar kr. 20.000 á fund

Almennir skólanefndarmenn kr. 10.00 á fund

Ef málefni bæði leikskóla og grunnskóla eru tekin til umræðu á sama degi eða kvöldi skal greiða 
50% álag á nefndarlaun til þeirra er sitja fundinn, þar sem málefni beggja stofnana eru rædd.

Áheyrnarfulltrúar fá greiðslu eins og almennir skólanefndarmenn.

 Að öðru leyti er samþykkt um greiðslur fyrir nefndarstörf óbreytt.

 

7.    Mál til kynningar. 
Sveitarstjórn ákvað að halda málþing um auðlindanýtingu og umhverfisvernd vegna virkjana í neðri – Þjórsá.

 

 

Fundi slitið kl:16.00