Sveitarstjórn

11. fundur 09. janúar 2007 kl. 13:00

11. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 9. janúar  kl. 10:30 í Árnesi.

 

Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson, 
Jóhanna Lilja Arnardóttir í forföllum Björgvins Skafta Bjarnasonar, Sigurður Jónsson sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir 
sem ritaði fundargerð.

 

Gunnar setti fundinn og athugað hvort einhver athugasemd væri við boðun fundarins en svo var ekki.

 

Dagskrá:

 

1.     Fundargerð skólanefndar frá 18.12.06. 
Fundargerðin staðfest.

 

2.     Fundargerðir 
a)      Skólaskrifstofu Suðurlands frá 27.11.06.

b)      Inntökuráðs Gaulverjaskóla frá 17.08 og 5.12.06.

c)      Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12.12.06. 

d)      Stjórn Brunavarna Árnessýslu frá 21.12.06.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

3.     Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi vegna flóða í desember s.l. þar sem óskað er eftir að safnað verði saman upplýsingum 
í hverju sveitarfélagi um tjón sem orðið hefur innan sveitarfélaga  sem flóðið náði til, þannig að unnt verði að leggja 
heildstætt mat  á eignatjón og aðrar afleiðingar.  Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa í fréttabréfinu eftir upplýsingum. 
Fulltrúi í Almannavarnarnefnd fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp er Einar Guðnason. Varamaður er Ólafur F Leifsson.

 

4.      Ný lög um fjármál Stjórnmálasamtaka. 
Lagt fram til kynningar.

 

5.     Umsóknir  um lóðir. 
Hreppsnefnd samþykkir að úthluta Sveini Þór Gunnarssyni lóð nr 5 úr landi Réttarholts undir smábýli.

Hreppsnefndin samþykkir að úthluta Gunnari Egilssyni og Sigrúnu Halldórsdóttur lóð sunnan Þjóðvegar 32 milli 
Heiðarbrúnar og Þjóðvegar 32.

 

6.      Umsókn um styrk frá Ungmennafélagi Skeiðamanna. 
Umsóknin samþykkt.

 

7.     Bréf vegna barns með ofnæmi á leikskólanum Nónsteini. 
Fært í trúnaðarbók.

 

8.      Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, drög að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd. 
Lagt fram til kynningar

 

9.     Bréf frá Dóms – og kirkjumálaráðuneytinu varðandi Stjórnsýslumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra. 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir en bendir á að frestur til umsagnar er of stuttur.

 

10.     Bréf frá Fasteignamati  ríkisins, samningur um álagningarhluta Landskrár fasteigna. 
Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 

11.      Tilboð í umsjón með framkvæmdum vegna flutnings leikskóla og grunnskóla. 
3 tilboð bárust,  frá Hagleiksmönnum, Páli I Árnasyni og Ólafi F Leifssyni

Oddvita og sveitarstjóra falið að fara yfir tilboðin og ganga til samninga.

 

12.      Merki fyrir sveitarfélagið? 
Sveitarstjórn samþykkti að efna til hugmyndasamkeppni  um merki  fyrir sveitarfélagið. Verðlaunafé er 100.000 kr.  
Skilafrestur er til 31. mars 2007. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að hafna öllum hugmyndum.

 

13.     Bugðugerði 1. 
Sveitarstjórn samþykkti að setja húsið á sölu.

 

14.      Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi varðandi afskriftarbeiðni. 
Sveitarstjórn samþykkir þessa afskriftarbeiðni að upphæð kr. 1.474

 

15.      Drög að samningi milli K.S.Í og Skeiða og Gnúpverjahrepps um sparkvöll. 
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög, og samþykkir að ganga til viðræðna við UMF Gnúpverja og 
UMF Skeiðamanna um aðkomu þeirra að málinu.

 

16.      Bókasafnsmál. 
Fulltrúar Bókasafnsnefndar mættu  á fundinn og tjáðu sig um ýmsar tillögur um staðsetningu bókasafnsins. 
Ákveðið að senda út viðhorfskönnun til íbúa sveitarinnar um framtíð bókasafnanna. Sveitarstjóra og formanni 
bókasafnsnefndar falið að semja spurningalista.

 

17.      Mál til kynningar. 
Kynnt tilboð í Hólaskóg.

 

 

 

Fundi slitið kl.14.10