- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
9.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 12.desember 2006 í Árnesi kl.10:30.
Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason,
Sigurður Jónsson sveitarstjóri, og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið en svo reyndist ekki vera
Dagskrá:
1. Bréf frá hestamannafélaginu Smára, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið gerist hluthafi í væntanlegri reiðhöll.
Fulltrúar félagsins mættu á fundinn og kynntu rekstraráætlun fyrir væntanlega reiðhöll. Til stendur að stofna félag í kringum
reksturinn á reiðhöllinni. Sveitarstjórn tekur jákvætt í þetta erindi og hrósar þeim fyrir mjög vel unnin gögn með erindinu.
Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að fá nákvæmari kostnaðaráætlun.
2. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, tilkynning um skipan starfshóps til að kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum.
Sveitarstjóra falið að senda athugasemd til Umhverfisráðuneytisins vegna fjölda nefndarmanna á vegum sveitarfélaganna
og starfsvið starfshópsins.
3. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sameining eldri skuldabréfalána í einn lánssamning.
Bókun: Ekki er um nýja lántöku að ræða heldur sameiningu tiltekins fjölda skuldabréfa sem útgefin voru á tilteknu
tímabili í einn lánssamning og að lánskjör séu óbreytt, þ.e. verðtrygging skv. vísitölu neysluverðs, breytilegir vextir
nú 4,40% afborganir í samræmi við áður útgefin skuldabréf og veð í tekjum. Upphæð skuldabréfsins er 40.784.148.-
5. Bréf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands,varðandi uppbyggingu skólans.
Afgreiðslu málsins frestað og óskað er eftir nánari upplýsingum.
6. Bréf frá Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni,varðandi samráðsnefnd.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Varðandi bréf Sigurðar Sigurðarsonar sérfræðings hjá Landbúnaðarstofnun þar sem hann óskar eftir tilnefningu í
samráðsnefnd vegna baráttu gegn riðuveiki, vill sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps taka fram að við lítum
þessi mál alvarlegum augum og teljum nauðsynlegt að fylgjast náið með framvindu mála.
Við teljum að til þess að nefnd sem þessi verði skilvirk og skili þeim árangri sem nauðsynlegt er sé brýnt að öll
sveitarfélögin sem eiga að tilnefna fulltrúa í nefndina geri það. Ljóst er að sveitarfélögin hafa mis mikinn áhuga á
að tilefna fólk í nefndina miðað við þær forsendur sem fram koma í bréfi Sigurðar.
Það er því okkar tillaga að Landbúnaðarstofnun byrji á því að halda fund með tveimur fulltrúum úr hverri sveitarstjórn
sem ætlað er að tilnefna í nefndina.
Á þeim fundi verði farið yfir málin og ákveðið hvort ástæða sé til að hafa slíka nefnd og hvert verksvið hennar eigi þá að vera.
7. Umsókn um lóðir.
a) Gæðir ehf, um lóð nr. 19 á Flötum.
b) Ragnar Valdimarsson um lóð nr.10 á Flötum.
Umsóknirnar samþykktar.
8. Drög að samkomulagi um vátryggingar við VÍS.
Samþykkt að ganga til samninga við VÍS
Hádegishlé
9. Bréf frá Hauki Friðrikssyni, eiganda Kílhrauns og Jónasi Egilssyni, eiganda Árhrauns, varðandi Neysluvatnsmál í nýjar frístunabyggðir.
Sveitarstjórn samþykkir að hafna erindinu og bendir jafnframt á, að fyrirhugað borsvæði er á hverfisverndarsvæði samkvæmt
aðalskipulagi hreppsins, og skilmálar þess kveða á um að mannvirkjagerð og jarðrask er með öllu óheimil.
10. Bréf frá Alþingi. Ósk um umsögn vegna frumvarps um Landsvirkjun og frumvarp til laga um breytingar á lögum á orkusviði.
Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
11. Umsóknir um styrk.
a) Vörðukórinn.
b) Félag eldri borgara.
c) Kvenfélag Skeiðahrepps.
d) Kvenfélag Gnúpverja.
e) Karlakór Hreppamanna.
f) UMF.Gnúpverja
g) Héraðssambandið Skarphéðinn.
h) Björgunarsveitin Sigurgeir.
i) Æskulýðsnefnd Smára
Umsóknunum vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar
12. Fundargerðir lagðar fram.
a) Fundargerð stjórnar SASS frá 22.11.06.
b) Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15.11.06.
Fundargerðirnar lagðar fram.
c) Fræðslunefnd Flúðaskóla frá 28.11.06.
Fundargerðin samþykkt.
13. Fundargerðir til samþykktar
a) Skipulagsnefnd frá 15.11.06.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina. Sveitarstjórn ákveður að ræða við Landform um breytt deiliskipulag á Brautarholti
b) Félagsmálanefnd frá 20.10 og 7.11.06.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðirnar
c) Bygginganefnd frá 7.11 og 28.11.06.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðirnar.
14. Fundargerð Atvinnu og Samgöngunefndar frá 20.10.06.
Fundargerðin staðfest.
15. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 30.11.06.
Fundargerðir frá 25.10 og 30.11 staðfestar. Sveitarstjórn fagnar vinnu Umhverfisnenfdar hvað varðar heimasíðu, en telur að hún
eigi að vera hluti af heimasíðu sveitarfélagsins. Finnbogi Jóhannsson kemur inní nefndina í stað Jóhannesar Eggertssonar sem aðalmaður.
16. Fundargerð Húsnefndar Árnes fá 30.11.06.
Fundargerðin staðfest.
17. Meðferð bókhaldsgagna.
Sveitarstjórn ákvað að leita álits Félagsmálaráðuneytis um meðferð aðalbókar.
18. Rekstur Hólaskógar og annarra fjallaskála á Gnúpverjaafrétti.
Sveitarstjórn ákvað að auglýsa eftir tilboðum í rekstur Hólaskógar og annarra fjallaskála á Gnúpverjaafrétti.
19. Gjaldastefna fyrir árið 2007.
Tillaga lögð fram til fyrri umræðu.
Álagningareglur fyrir árið 2007.
2006. 2007.
Útsvar 13,03% 13,03%
Fasteignaskattur:
A 0,55% 0,60%
C 1,32% 1,45%
Holræsagjald 4.500 4.500
Sorphirðugjald 240 L. 5.800 5.800
360 L. 7.800 7.800
660 L. 15.900 15.900
1100 L. 26.500 26.500
Sorpeyðingargjald 5.500 5.500
Sorpeyðingargjald á sumarbústaði 3.500 3.500
Sorpeyðingargjald atvinnu. 15.000 15.000
Vatnsgjald á íbúð 7.000 0,2% fm.
Vatnsgjald á atvinnuhúsnæði 12.000 0,2% fm.
Vatnsgjald á sumarhús 5.000 0,2% fm.
Fráveitugjald, hreinsun rotþróa 4.500 4.500
Lóðarleigugjöld:
Íbúðarhús í þéttbýli,Árnes,Brautarholt 6.800 6.800
Atvinnu-og þjónustuhús 17.260 17.260
Smábýlalóðir 4ha og minni 17.260 17.260
Smábýlalóðir stærri en 4ha 26.160 26.160
Sumarhúsalóðir Flatir/Kálfá 39.758 39.758
Sumarbústaðalóðir Löngudælaholti 26.280 26.280
(Lóðarleigugjöld taka breytingum miðað við byggingavísitölu)
Leikskólagjald, grunngjald á mánuði klst. 2.520 2.700
Morgunhressing 57 61
Hádegismatur 163 175
Síðdegishressing 67 72
Fjárhagsáætlun Skeiða og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2007 lögð fram til fyrri umræðu.
Sigurður sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun.
Fjárhagsáætluninni vísað til seinni umræðu sem er áætluð 19.des 2006
Mál til kynningar.
Oddviti kynnti skipulag vegna Hvamms og Holtavirkjunar
Ingvar Hjálmarsson lagði fram fundargerð aðalfundar Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða.
Fundi slitið kl: 16:17