- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
8. Hreppsnefndarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í Árnesi 14. nóvember 2006 kl. 10:30.
Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson, Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason, Jón Vilmundarson,
Sigurður Jónsson sveitarstjóri, og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og kannar hvort athugasemdir séu við fundarboð, sem eru ekki.
Dagskrá:
1. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu varðandi starfshóp til að kanna möguleika á stækkun friðlands í þjórsárverum og endurskoðun
á núverandi mörkum. Óskað er eftir að hreppsnefnd tilnefni einn fulltrúa í starfshópinn.
Samþykkt að tilnefna Gunnar Örn Marteinsson oddvita í starfshópinn.
2. Óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
Umsögn frá sveitarstjórn: Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að breytingar sem kunna að vera gerðar
á friðlandinu í Þjórsárverum eigi fyrst og fremst að miða að verndun þess svæðis sem myndar verin sjálf. Sveitarstjórn
telur að vel sé hægt að ná þeim markmiðum þótt svo friðlýsingin sé ekki jafn víðtæk og lagt er til í frumvarpinu.
Við styðjum þau áform umhverfisráðherra að skipa starfshóp í samráði við sveitarfélögin á svæðinu sem vinnur að
tillögum um stækkun friðlandsins. Sú leið sem umhverfisráðherra hefur sett þetta mál í, teljum við vænlega til árangurs
og komi til með að geta skapað góða sátt um málið.
3. Bréf frá Samgönguráðuneytinu varðandi Umhverfismat Samgönguáætlunar 2007 – 2018.
Lagt fram til kynningar.
4. Umsókn um lóð nr. 8 í landi Réttarholts (Flatir).
Umsóknin samþykkt.
5. Bréf frá landeigendum Árhrauns varðandi landnýtingaráform.
Málinu vísað til Skipulagsfulltrúa til umsagnar.
6. Styrktarbeiðni frá Stígamótum.
Styrkbeiðni hafnað.
7. Bréf frá Jóhannesi Eggertssyni þar sem hann óskar lausnar frá setu í Umhverfisnefnd.
Sveitarstjórn veitir honum lausn frá setu í Umhverfisnefnd, og þakkar honum jafnframt störf hans í nefndinni á undanförnum árum.
Varamaður hans tekur við sæti hans í nefndinni fyrst um sinn.
8. Innsendar tillögur frá Björgvini Skafta Bjarnasyni.
a. Ósk um viðræður við Hrunamannahrepp um sameiningu.
Tillaga Björgvins Skafta borin undir atkvæði. Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 1. Eftirfarandi bókanir voru gerðar:
Jón og Tryggvi greiða fyrst og fremst atkvæði gegn tillögunni vegna þess að hún gangi of skammt, hefðu þeir viljað sjá stærri sameiningu
sem réði við fleiri verkefni.
Gunnar og Ingvar telja ekki tímabært á þessu stigi málsins, en teljum nauðsynlegt að fylgast með þróun þessara mála, meðal annars
með tilliti til verkefnaflutninga ríkis til sveitarfélaga. Auk þess teljum við að nauðsynlegt sé að lokið verði þeim stóru verkefnum sem
sveitarstjórn hefur ákveðið áður en til frekari sameiningarviðræðna kemur.
b. Að kanna möguleika á skipan stafsmanns til að hafa umsjón með íþrótta og æskulýðsmálum í samstarfi við Hrunamenn.
Tillagan samþykkt samhljóða.
9. Fundagerðir Félagsmálanefndar uppsveitar Árnessýslu frá 16.10.06 og 20.10.06.
Athugasemd var gerð við lið 4 í fundargerð frá 16. okt vegna gjaldskrár félagslegrar heimaþjónustu. Sveitarstjórn samþykkir að
gjaldskráin verði 0 fyrir elli og örorkuþega og 900.- fyrir aðra. Fundargerðirnar staðfestar með áorðnum breytingum.
Hádegishlé.
Breyting á dagskrá:
Oddur Hermannsson og Brynja Ingólfsdóttir frá Landformi komu á fundinn og kynntu drög til fullvinnslu á deiliskipulagstillögunni
við Réttarholt-Árnes.
10. Fundargerðir Bygginganefndar og uppsveita Árnessýslu frá 26.09 og 17.10.06.
Fundargerðin staðfest.
11. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 3.10.06 og 19.10.06
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
12. Fundargerðir Stjórnar SASS frá 6.09.06 og 4.10.06.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
13. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 26.09.06.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
14. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 16.10.06.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
15. Verkfundargerðir frá 10.10.06 og 24.10.06 (Viðhald á þaki).
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
16. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 19.09.06 og 20.10.06.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
17. Fundargerð skipulagsnefndar uppsveita Árnessýsla frá 19.10.06.
Fundargerðin staðfest. Samþykkt lóðablað fyrir Ósabakka 1 á Skeiðum.
18 .Fundargerð Umhverfisnefndar frá 25.10.06.
Liður 2. Óskað skýringa.
Liður 3 sveitarstjórn telur miður að ekki skuli veitt umhverfisverðlaun á hverju ári.
Liður 4 a sveitarstjórn telur að fjöldi funda nefnda eigi að fara eftir þeim verkefnum fyrir liggja og þeim fjárveitingum sem
til málaflokksins fara.
Liður 4 d. sveitarstjórn telur að bókun umhverfisnefndar sé á miskilningi byggð og sveitarstjóra falið að senda útskýringar
til nefndarinnar.
Staðfestingu fundargerðar frestað.
20. Fundargerð Skólanefndar (Leikskólamál) frá 2.11.06.
Fundargerð samþykkt.
Bókun frá Skafta Bjarnasyni.
Samkvæmt tölum sem ég hef fengið hjá SG húsum á Selfossi kostar fullbúinn leikskóli 94 fm án lausamuna 14 milljónir,
eða um 148 þ. kr. fm. Ég vil árétta að ég tel það misráðið að flytja leikskólann í húsnæði grunnskólanns og tel að það sé
margfallt betri leið að byggja við Leikholt.
21. Tillaga oddvita
Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að leita eftir tilboðum(verðeiningum) hjá verktökum til að sjá um
og hafa umsjón með nauðsynlegum verkþáttum vegna næsta skólaárs í skólahúsnæðinu í Árnesi, en 1 -7 bekkur mun
frá með næsta skólaári verða þar.
Samþykkt.
22. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 – Afgreiðsla.
Afkoma A hluta batnar um 54.442þ en þar er aðalbreytingin vegna sölu hlutabréfa í Límtré 46.380 þ og hækkun á fjármunatekjum
vegna sölunnar og sala íbúðarhúsa í Brautarholti.
Fjárhagsáætlun samþykkt með fyrirvara um breytingu vegna sölu íbúðarhúsa í Brautarholti.
23. Mál til kynningar. Engin.
Næstu fundir áætlaðir 12. og 19. desember.
Fundi slitið kl: 16.50