- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
7. Hreppsnefndarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps haldinn í Árnesi 17.oktober 2006 kl:10.30
Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson , Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason
sem ritar fundargerð og Sigurður Jónsson sveitarstjóri.
Gunnar setur fund og kannar hvort athugasemdir séu við fundarboð sem eru ekki.
1. Á fundinn mætir Axel Árnason vegna erindis Ábótans (á dagskrá síðasta fundar).
Axel fór yfir málin og lýsti hugmyndum sínum um hvernig auka mætti hraða á gagnaflutningi hjá Ábótanum.
Sigurði falið að kanna möguleika vegna internettenginga og hvað er í boði.
2. Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi. Kynning á starfsemi ferðamálafulltrúa.
Á fundin mættu Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi og Birna Þorsteinsdóttir formaður
atvinnumálanefndar.Ásborg fór yfir starfsvið sitt og hver verkefni ferðamálafulltrúa eru.
Ásborg og Birna viku af fundi
Hádegishlé.
Einar Sveinbjörnsson frá KPMG mætti á fundinn
Jón Vilmundarson mætti á fundinn.
Breyting á dagsská. Endurskoðun fjárhagsáætlunar færð fram.
3. Tillaga um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 lögð fram.
Einar Sveinbjörnsson fór yfir fjárhagsáætlun, endurskoðun fer fram á næsta fundi.
Einar vék af fundi.
4. Yfirlit frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lagt fram.
5. Bréf frá Sumarbúðunum Ævintýraland varðandi fyrirspun um framtíðarhúsnæði.
Hreppsnefnd telur að ekki sé um laust húsnæði af þeirri stærð sem Ævintýraland þarf
6. Bréf frá nemendum í 1 – 4 bekk Þjórsárskóla varðandi leiktæki.
Hreppsnefnd þakkar nemendum bréfið og felur sveitastjóra og skólastjóra að koma á úrbótum
hið snarasta.
7. Erindi frá byggingarfulltrúa.
Hreppsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti kaup byggingafulltrúa á GPS tæki.
8. Umræður um leikskólamál.
Bókun frá Skafta Bjarnasyni.: Vegna samþykktar hreppsnefndar á síðasta fundi vegna leikskólamála
tel ég að leikskólastjóra og sveitarstjóra hefði verið falið að kanna fleiri möguleika en þann að flytja
leikskólann í húsnæði grunnskólanns í Brautarholti.
9. Þakmál í Árnesi.
Sveitarstjóri fór yfir málið en verktaki hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar
Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl: 16.00