Sveitarstjórn

5. fundur 05. september 2006 kl. 13:00

5. Hreppsnefndarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps haldinn í Árnesi 5. september 2006 kl:10.30

Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson , Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, 
Björgvin Skafti Bjarnason sem ritar fundargerð og  Sigurður Jónsson sveitarstjóri.

 

Gunnar kannaði hvort væru athugasemdir við fundarboð en svo var ekki.

1.     Viðræður við fulltrúa Landsvirkjunar vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. 
         Guðlaugur Þórarinsson og Helgi Bjarnason mættu á fundinn, og skýrðu gang mála við fyrirhugaðar virkjanir 
        í neðri Þjórsá. Landsvirkjun óskar eftir breytingu á aðalskipulagi vegna   virkjanna. Hreppsnefnd samþykkir 
        að auglýsa breytingar á aðalskipulagi vegna Hvammsvirkjunar og Holtavirkjunar.Kostnaður vegna breytinga 
        verður greiddur af Landsvirkjun.

2.     Fundargerðir til staðfestingar. 
a)      Skipulagsnefndar frá 9. ágúst 2006

b)      Byggingarnefndar frá 29. ágúst 2006

c)      Félagsmálanefndar uppsveita frá 27. júlí 2006

         Fundargerðir staðfestar

3.      Fundargerðir til kynningar 
a)      Skólaskrifstofu Suðurlands frá 16. ágúst 2006

b)      Sorpstöðvar Suðurlands frá 14. júlí og 14. ágúst 2006

Fundargerðir kynntar

4.     Oddviti og sveitarstjóri gera grein fyrir fundi með Oddi Hermannssyni 
     Samþykkt að halda áfram með hluta af skipulagsvinnu vegna Réttarholts og Árness og fá Odd á fund í október með 
    útfærðar tillögur. Kostnaður er að hámarki 2.217 Þ. Auk þess kostnaður við deiliskráningu fornleifa að upphæð 380 þ. kr .  
    Kostnaði sem kann að verða umfram fjárhagsáætlun verður vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

5.     Rætt um framhald sölu eigna hreppsins.

 Ákveðið að halda áfram sölu eigna, eftir því sem húsnæði losnar.

 

6.      Lóðaúthlutanir 

    Lóð númer 13 á Flötum  umsækjandi Rafn Guðmundsson kt: 160340-3209
    Lóð númer 21 á Flötum umsækjandi Svandís Ingibjartsdóttir kt: 150250-2189
    Lóð númer 22 á Flötum umsækjandi Sigrún Pálsdóttir 210948-2449 
    Samþykkt að úthluta þessum lóðum.

7.     Erindi frá Vörðuvinafélaginu 
          Hreppsnefnd samþykkir að veita 20. þúsund krónum til kaupa á tveimur áletruðum skjöldum.

8.     Breytingar á aðalskipulagi  vegna Hraunvalla. 
    Samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi vegna Hraunvalla.

9.     Áhaldahús – breytt staða 
    Samþykkt að ræða uppsögn á  samningi við hitaveitu Gnúpverja. Atli Eggertsson hefur hætt störfum og mun Ari Einarsson 
    starfsmaður áhaldahúss ráðinn í fullt starf í vetur. Ákveðið að endurskoða starfsemi áhaldahúss í vetur og gera breytingar 
    á vormánuðum ef þurfa þykir.

10.     Lagður fram ráðningasamningur  við sveitarstjóra til staðfestingar. 
    Ráðningarsamningur staðfestur, og oddvita falið að undirrita.

11.      Umræður um launakjör sveitarstjórnar og nefnda 
    Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga frá tillögum á grundvelli umræðna.

12.     Erindi frá SASS vegna þátttöku sveitarfélagana í kostnaði við tilraunaverkefni til þriggja ára um ráðningu iðjuþjálfa á starfssvæði 
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. 
    Samþykkt að taka þátt í kostnaði við ráðningu iðjuþjálfa.

13.     Ákvörðun tekin um styrkumsóknir úr styrktarsjóði EBÍ 
    Samþykkt að sækja um styrk úr styrktarsjóði EBÍ

14.      Erindi lögð fram til kynningar. 
a)      Frá Varasjóði húsnæðismála

b)      Ágóðahlutagreiðsla EBÍ

c)      Frá Landbúnaðarstofnun

d)      Frá Jafnréttisstofu

Auk þess erindi frá Jóhönnu Valgeirsdóttur vegna leikskólamála.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið 15.00