- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
4. Hreppsnefndarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps haldinn í Árnesi 14. ágúst 2006 kl:13.00
Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson , Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason sem
ritar fundargerð og nýráðinn sveitastjóri Sigurður Jónsson.
Gunnar setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun en svo var ekki. Hann bauð Sigurð velkominn til starfa.
1. Fundargerðir til staðfestingar
a) Bygginganefndar frá 18.07 og 08.08. 2006
Fundargerðir staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
a) Atvinnuþróunarsjóðs frá 26.04 og 19.05 2006
b) Skólaskrifstofu Suðurlands frá 24. maí 2006
c) Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 28. júlí 2006
d) Héraðsnefndar Árnesinga frá 19. júlí 2006
3. Skipan fulltrúa á aðalfundi SASS, Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, Skólaskrifstofu
Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.
Fulltrúar á aðalfund SASS: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, og Björgvin Skafti Bjarnason,
til vara: Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson og Jóhanna Lilja Arnardóttir
Fulltrúar á aðalfund Atvinnuþróunarsjóðs:Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, og Björgvin Skafti Bjarnason,
til vara: Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson og Jóhanna Lilja Arnardóttir
Fulltrúar á aðalfund Skólaskrifstofu: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, og Björgvin Skafti Bjarnason,
til vara: Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson og Jóhanna Lilja Arnardóttir
Fulltrúar á aðalfund Heilbrigðiseftirlits: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, og Björgvin Skafti Bjarnason,
til vara: Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson og Jóhanna Lilja Arnardóttir
Fulltrúi á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands:Gunnar Örn Marteinsson til vara Jón Vilmundarson.
4. Ráðningarsamningur sveitarstjóra
Sigurður vék af fundi meðan sveitarstjórnarmenn ræddu drög að samningi sem hann hafði lagt fram,
oddvita falið að ganga frá samningi byggðan á þeim drögum og leggja hann fram til staðfestingar á næsta fundi.
5. Lóðaúthlutanir.
Umsókn frá Signý Hauksdóttur um lóð númer 6. á Flötum
Samþykkt.
Umsókn frá Svanberg Guðmundssyni og Jakobínu E. Benediktsdóttur um lóð númer 14. á Flötum. Samþykkt.
Umsók frá Þórdísi Einarsdóttur, Bjarka Harðarsyni og Erni Þorsteinssyni um lóð við Hamragerði.
Samþykkt.
6. Erindi frá Landbúnaðarstofnun vegna fjárleita á afréttum.
Lagt fram.
7. Ákvörðun um áframhaldandi skipulagsvinnu við deiliskipulag á Réttarholti og Árnesi
Sigurði og Gunnari falið að ræða við Odd Hermannsson og fá ákveðið tilboð í gerð skipulags.
8. Athugasemdir vegna aðalskipulags sumarhúsabyggðar í landi Kílhrauns.
Borist hafa athugasemdir frá þremur aðilum. Ein tillaga vegna aðalskipulags og tvær vegna deiliskipulags.
Deiliskipulagsathugasemdum vísað til afgreiðslu þegar deiliskipulagstillögur verða afgreiddar.
Athugasemdir Kjartans H. Ágústssonar teknar fyrir en ekki taldar forsendur til að taka þær til greina.
Samþykkt breyting á landnotkun úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð.
9. Breytingar á aðalskipulagi vegna lögbýlanna Markar, Þjórsárholts og Skarðs.
Erindi frá Ólafi Brynjari Halldórssyni vegna Markar þar sem óskað er eftir því að breyta landnotkun
úr frístundabyggð í landbúnaðrabyggð.
Samþykkt, að auglýsa.
Erindi frá Afstöðu ehf.vegna hluta úr landi Þjórsárholts þar sem óskað er eftir því að breyta landnotkun
úr landbúnaðarbyggð í frístundabyggð.
Samþykkt, að auglýsa.
Erindi frá Sigurði Björgvinssyni vegna Skarðs þar sem óskað er eftir að breyta landnotkun úr
landbúnaðarbyggð í frístundabyggð.
Samþykkt að auglýsa.
10. Afgreiðsla vegagerðarinnar vegna styrkumsóknar 2006, fjallvegir á Gnúpverjaafrétti.
Samþykkt að fela Gunnari,Tryggva og Sigurði að ganga frá málinu.
11. Uppsögn á leigusamningi í Hólaskógi.
Lagt fram til kynningar.
12. Önnur mál.
Erindi frá Ara Einarssyni, Þórdísi Bjarnadóttur og Barða V. Barðasyni vegna aðveitu og frárennslismála sem og lóðamarkamála.
Sveitarstjóra falið að ganga í málið.
Húsaleigusamningur vegna Skólastjórabústaðar, Brautarholts 3
Lagður fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 17.